Viðræðurnar hægfara en þokuðust í rétta átt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. október 2015 22:35 "Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ segir Árni Stefán Jónsson formaður SFR. Hann sést hér til vinstri en þá var hann staddurí kröfugöngu SFR fyrr í dag. vísir/gva Samningafundi í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna gegn ríkinu lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en fundurinn hófst klukkan tvö í dag. Að sögn formanns SFR var árangur af fundinum. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið. „Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“ Fyrstu verkfallslotunni lauk í dag en þó eru nokkrir félagsmenn sem verða áfram í verkfalli. Félagar í SFR sem starfa hjá sýslumannsembættum, ríkisskattsjóra, tollstjóranum og Landspítalanum verða áfram í verkfalli og sömu sögu er hægt að segja um sjúkraliða Landspítalans og heilbrigðisstofnanna Suður- og Austurlands. Þeir verða í verkfalli fram að helgi. Náist samningar ekki fyrir 29. október hefst önnur verkfallslota þá. „Það er erfitt að segja hvort samningar nást fyrir þann tíma eður ei. Maður veit aldrei hvort maður strandar á skeri eða hve langan tíma þetta mun taka,“ segir Árni Stefán. „Í gegnum tíðina hefur maður oft haldið að það væri stutt í að þetta klárist en það hefur oft tekið mun meiri tíma en maður gerði sér í hugarlund.“ Líkt og áður hefur verið sagt verður næsti fundur í fyrramálið klukkan tíu. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Truflanir á innflutningi nauðsynja vegna verkfalls Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. 20. október 2015 14:11 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samningafundi í kjaradeilu SFR, sjúkraliða og lögreglumanna gegn ríkinu lauk skömmu fyrir klukkan tíu í kvöld en fundurinn hófst klukkan tvö í dag. Að sögn formanns SFR var árangur af fundinum. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan tíu í fyrramálið. „Þetta gekk eiginlega sinn vanagang, fremur hægt en þó í rétta átt,“ sagði Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, í samtali við Vísi að fundi loknum. „Það kom ekkert alvarlegt upp á og málið er bara í sínu eðlilega ferli.“ Fyrstu verkfallslotunni lauk í dag en þó eru nokkrir félagsmenn sem verða áfram í verkfalli. Félagar í SFR sem starfa hjá sýslumannsembættum, ríkisskattsjóra, tollstjóranum og Landspítalanum verða áfram í verkfalli og sömu sögu er hægt að segja um sjúkraliða Landspítalans og heilbrigðisstofnanna Suður- og Austurlands. Þeir verða í verkfalli fram að helgi. Náist samningar ekki fyrir 29. október hefst önnur verkfallslota þá. „Það er erfitt að segja hvort samningar nást fyrir þann tíma eður ei. Maður veit aldrei hvort maður strandar á skeri eða hve langan tíma þetta mun taka,“ segir Árni Stefán. „Í gegnum tíðina hefur maður oft haldið að það væri stutt í að þetta klárist en það hefur oft tekið mun meiri tíma en maður gerði sér í hugarlund.“ Líkt og áður hefur verið sagt verður næsti fundur í fyrramálið klukkan tíu.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Truflanir á innflutningi nauðsynja vegna verkfalls Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. 20. október 2015 14:11 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Truflanir á innflutningi nauðsynja vegna verkfalls Félag atvinnurekenda segir mat, barnamjólk og sprautunálar ekki fá tollagreiðslu vegna verkfalls SFR. 20. október 2015 14:11
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12