Erlent

Reyna að tryggja flugöryggi yfir Sýrlandi

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flugmönnum er gert að auka samskipti þeirra á milli. Minnisblaðið kveður ekki á um hversu mikil fjarlægð þarf að vera á milli flugvéla.
Flugmönnum er gert að auka samskipti þeirra á milli. Minnisblaðið kveður ekki á um hversu mikil fjarlægð þarf að vera á milli flugvéla. vísir/epa
Bandaríkjamenn og Rússar samþykktu í dag að grípa til aukinna ráðstafana til að tryggja flugöryggi í lofthelgi Sýrlands. Varnarmálaráðuneyti ríkjanna tveggja undirrituðu minnisblað þess efnis í kvöld og tekur samkomulagið gildi þegar í stað.

Rússar hófu loftárásir á uppreisnarmenn í Sýrlandi um síðustu mánaðarmót, eftir að rússneska þingið samþykkti einróma, að ósk Vladimírs Pútín forseta, heimild til þess. Hætta á árekstrum í lofthelginni jókst í kjölfarið umtalsvert en samkomulagið er sagt til þess fallið að lágmarka þá hættu.

Samkomulagið felur meðal annars í sér ákveðnar verklagsreglur sem flugmönnum er gert að fylgja. Þeir þurfa að auka samskipti sín á milli með þar til gerðum búnaði og við flugstjórn, en í minnisblaðinu er þó ekki kveðið á um hversu mikil fjarlægð þarf að vera á milli flugvéla. Þá segir bandaríska varnarmálaráðuneytið að ekkert sé kveðið á um samvinnu ríkjanna tveggja í baráttunni við uppreisnarhópa.


Tengdar fréttir

Stórsókn í skjóli Rússa

Ali Ayoub, yfirmaður sýrlenska herráðsins, er afskaplega ánægður með loftárásir Rússa á yfirráðasvæði stjórnarandstæðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×