Heilsugæslan sögð sýna stéttinni fádæma virðingarleysi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. október 2015 07:00 Verkfallsverðir SFR hafa verið víða á ferðinni hjá stofnunum ríkisins að undanförnu. vísir/pjetur Þegar hjúkrunarfræðingar og læknar fóru í verkfall á heilsugæslustöðvum landsins lá þjónusta heilsugæslustöðvanna niðri að langmestu leyti. Skjólstæðingum var vísað frá en bráðatilfellum sinnt. Nú eru móttökuritarar og aðrir félagsmenn SFR í verkfalli en starfsemi heilsugæslunnar er í fullum gangi. „Þegar aðrar stéttir fóru í verkfall var heilsugæslustöðvunum lokað og yfirstjórn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði engar athugasemdir. En nú stígur yfirstjórnin fram og heldur heilsugæslukerfinu gangandi með því að beita skertri vinnuskyldu,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Ekki er svarað í síma á heilsugæslustöðvunum eða tekin sýni en þar sem skjólstæðingar bóka tíma með marga vikna fyrirvara þá standast þeir tímar og fólk fær nær fulla þjónustu. „Það er verið að deyfa kjarabaráttu starfsmannanna á lægstu laununum með því að sinna öllum og hafa opið fyrir alla þjónustu.“ Þórarinn segir starfsemi heilsugæslustöðvanna löglega en að ólík viðbrögð yfirstjórnar heilsugæslunnar við verkfalli stéttanna lýsi hroka hennar í garð þessara starfsmanna.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR„Yfirstjórnin sýnir þessari stétt algjört virðingarleysi. Ritararnir eru fremstir á færibandinu, taka á móti fólki og vísa áfram. Eðli málsins samkvæmt ætti fólk því ekki að komast til lækna þar sem ritarar eru í verkfalli. En þetta er bara látið ganga upp núna.“ Að meðaltali starfa fjórir til fimm móttökuritarar á heilsugæslustöðvunum. Stöðvarnar eru með undanþágu fyrir einn starfsmann. Skilningur SFR er að viðkomandi starfsmaður sinni eingöngu bráðatilfellum og aðrir komist ekki til læknis en Þórarinn segir yfirstjórn Heilsugæslunnar segja þvert nei við þeim skilningi. „Það er fullkominn ágreiningur um það á milli okkar. Það sem þau eru búin að kalla yfir sig frá okkar hendi er að við munum taka þetta rækilega til skoðunar við gerð næsta undanþágulista. Við förum í það mál strax eftir þessa verkfallslotu.“ Þórarinn segir einstaka menn innan heilsugæslunnar með hjartað á réttum stað og bendir á Gunnar Inga Gunnarsson, yfirlækni á heilsugæslustöðinni í Árbæ sem hefur fengið hótun um uppsögn vegna stuðnings við verkfall móttökuritara. „Þetta eru menn sem segja þvert nei við þessari framkomu og vilja sýna þessum hópi sömu virðingu og þeir fengu í sínu verkfalli. En svo á að hengja fólk fyrir slíkt.“ Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þegar hjúkrunarfræðingar og læknar fóru í verkfall á heilsugæslustöðvum landsins lá þjónusta heilsugæslustöðvanna niðri að langmestu leyti. Skjólstæðingum var vísað frá en bráðatilfellum sinnt. Nú eru móttökuritarar og aðrir félagsmenn SFR í verkfalli en starfsemi heilsugæslunnar er í fullum gangi. „Þegar aðrar stéttir fóru í verkfall var heilsugæslustöðvunum lokað og yfirstjórn Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu gerði engar athugasemdir. En nú stígur yfirstjórnin fram og heldur heilsugæslukerfinu gangandi með því að beita skertri vinnuskyldu,“ segir Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR. Ekki er svarað í síma á heilsugæslustöðvunum eða tekin sýni en þar sem skjólstæðingar bóka tíma með marga vikna fyrirvara þá standast þeir tímar og fólk fær nær fulla þjónustu. „Það er verið að deyfa kjarabaráttu starfsmannanna á lægstu laununum með því að sinna öllum og hafa opið fyrir alla þjónustu.“ Þórarinn segir starfsemi heilsugæslustöðvanna löglega en að ólík viðbrögð yfirstjórnar heilsugæslunnar við verkfalli stéttanna lýsi hroka hennar í garð þessara starfsmanna.Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR„Yfirstjórnin sýnir þessari stétt algjört virðingarleysi. Ritararnir eru fremstir á færibandinu, taka á móti fólki og vísa áfram. Eðli málsins samkvæmt ætti fólk því ekki að komast til lækna þar sem ritarar eru í verkfalli. En þetta er bara látið ganga upp núna.“ Að meðaltali starfa fjórir til fimm móttökuritarar á heilsugæslustöðvunum. Stöðvarnar eru með undanþágu fyrir einn starfsmann. Skilningur SFR er að viðkomandi starfsmaður sinni eingöngu bráðatilfellum og aðrir komist ekki til læknis en Þórarinn segir yfirstjórn Heilsugæslunnar segja þvert nei við þeim skilningi. „Það er fullkominn ágreiningur um það á milli okkar. Það sem þau eru búin að kalla yfir sig frá okkar hendi er að við munum taka þetta rækilega til skoðunar við gerð næsta undanþágulista. Við förum í það mál strax eftir þessa verkfallslotu.“ Þórarinn segir einstaka menn innan heilsugæslunnar með hjartað á réttum stað og bendir á Gunnar Inga Gunnarsson, yfirlækni á heilsugæslustöðinni í Árbæ sem hefur fengið hótun um uppsögn vegna stuðnings við verkfall móttökuritara. „Þetta eru menn sem segja þvert nei við þessari framkomu og vilja sýna þessum hópi sömu virðingu og þeir fengu í sínu verkfalli. En svo á að hengja fólk fyrir slíkt.“
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55 SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Bakslag í samningaviðræðum veldur formönnum hugarangri Verkfall SFR og Sjúkraliðafélags Íslands (SLFÍ) heldur áfram í dag eftir slæmt gengi í sáttaviðræðum í gær. Viðræður í gær stóðu yfir langt fram á kvöld. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir ekki hafa gengið jafn vel og væntingar voru til eftir sunnudaginn. 20. október 2015 07:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31
Aukin bjartsýni á lausn kjaradeilu opinberra starfsmanna Samninganefndum tókst að höggva á hnút sem kominn var í viðræðurnar í gær. Áfram fundað í dag. 20. október 2015 12:55
SFR, sjúkraliðar og lögreglumenn gengu fylktu liði: „Við létum slagorðin glymja yfir allt Stjórnarráðið“ Hnútur kom á kjaraviðræðurnar í gær og segir formaður SFR hópinn ef til vill hafa mætt of bjartsýnan til viðræðna. 20. október 2015 10:12