Bjarni: Menn ofmátu möguleika á sölu Íslandsbanka Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. október 2015 13:09 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. Hann segir að afhending á Íslandsbanka til ríkisins sé betur til þess fallin að ná svokölluðum stöðugleikaskilyrðum í tengslum við nauðasamninga föllnu bankanna. „Öll búin gerðu grein fyrir því í júní að þau hygðust fara leið stöðugleikaframlags. Það hefur kallað á samskipti við Seðlabankann á undanförnum mánuðum og útfærslan var í sjálfu sér eftir. Það má segja að þessi samskipti hafi einkennst af því að við höfum haldið okkur við þau stöðugleikaskilyrði sem við kynntum og við erum að vinna að því að vernda efnahagslífið fyrir meiriháttar áföllum við það að kröfuhöfum er greitt út. Á endanum er það mat þessara kröfuhafa í Glitni að það sé þá best að mæta þessum skilyrðum með því að ríkið taki yfir bankann. Nú fer þá fram mat á því og ég geri ráð fyrir því að það sé komin til Seðlabankans uppfærð beiðni (um undanþágu frá gjaldeyrishöftum innsk.blm.) með þessum breytingum. Seðlabankinn þarf að leggja mat á það og eftir atvikum mun ráðherranefnd fara yfir niðurstöðu Seðlabankans í því efni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra um breytta tillögu slitabús Glitnis banka um stöðugleikaframlag sem felur í sér afhendingu á 95% eignarhlut búsins í Íslandsbanka. Fréttaveitan Bloomberg greindi frá því í fyrradag að stjórnvöld hafi ekki talið stöðugleikaframlög slitabúa föllnu bankanna fullnægjandi eins og þau voru lögð upp núna þar sem talsverðu hafi munað á fjárhæðum. Samanlagt framlag föllnu bankanna hafi verið nær 334 milljörðum króna en framkvæmdahópur um afnám hafta hafi gert ráð fyrir hærri fjárhæð eða um 475 milljörðum króna.Þessi breytta tillaga slitabús Glitnis, er hún betur til þess fallin að ná markmiðum stjórnvalda? „Mér sýnist að þeir séu að stíga stærra skref en þeir virtust vera tilbúnir að gera. Við höfum ekki breytt neinu í okkar afstöðu. Við höfum sagt að það séu hér stöðugleikaskilyrði sem ætlað er að verja hagkerfið. Verði þeim ekki mætt þá fellur skattur á slitabúin. Það er okkar afstaða og hún hefur alltaf verið óbreytt,“ segir Bjarni. Þessi mikla breyting á stöðugleikaframlagi Glitnis, er hún ekki gerð vegna þess að stjórnvöld voru búin að upplýsa slitabú Glitnis um að stöðugleikaframlagið væri ófullnægjandi eins og það var lagt upp? „Ég myndi frekar vilja segja að þetta sé breyting sem leiðir af því að menn ofmátu á sínum tíma að það væri raunhæft að kröfuhafar gætu tekið bankann til sín, selt hann og farið með söluandvirðið út frá Íslandi.“ Eigið fé Íslandsbanka var 185 milljarðar í lok júní sl. Sem hluti af stöðugleikaframlagi mun Glitnir afsala öllu hlutafé ISB Holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka til ríkisins. Vegna þessarar breytingar falla eftirfarandi þættir í fyrri tillögum kröfuhafa Glitnis niður: Afkomuskiptasamningur um arðsemi hlutafjár Íslandsbanka;Skilyrt skuldabréf að fjárhæð 119 ma.kr.;Arðgreiðsla Íslandsbanka í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 16 ma.kr. til Glitnis og aðrar fyrirhugaðar arðgreiðslur. Framsal lausafjáreigna, reiðufjár og ígildi reiðufjár, mun samkvæmt framangreindri tillögu lækka um 16 milljarða króna vegna fyrirhugaðrar arðgreiðslu í erlendum gjaldeyri til Glitnis, sem ekki verður af og 36 milljarða króna vegna annarra breytinga sem felast í endurskoðuðum tillögum kröfuhafa Glitnis. Umbreyting innlána Glitnis í erlendum gjaldeyri í Íslandsbanka í staðlaða skuldabréfaútgáfu mun taka mið af sérstöku samkomulagi Glitnis og Íslandsbanka. Glitnir mun greiða fyrir og eignast fyrirgreiðslu ríkissjóðs við Íslandsbanka sem veitt var í formi víkjandi skuldabréfs í erlendri mynt á nafnvirði auk greiðslu áfallinna vaxta.Gangi áformin eftir mun ríkissjóður eignast 95% hlut í Íslandsbanka og verður þá eigandi tveggja stórra banka, Landsbankans og Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra segir það ekki ganga til lengdar.Forsendur fyrir undanþágu frá höftum fyrir hendi Að því gefnu að umræddar aðgerðir verði framkvæmdar er það mat framkvæmdahópsins um afnám gjaldeyrishafta að forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum séu fyrir hendi. Bjarni Benediktsson segir ekki fýsilegt að ríkissjóður eigi tvo banka til lengri tíma en ríkissjóður á Landsbankann fyrir. „Í fyrsta lagi er þetta ferli rétt að hefjast. Ef það fer svo er alveg ljóst að ríkið er komið með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum sem er eitthvað í kringum 25 prósent af landsframleiðslu sem er langt umfram það sem tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur saman við í nágrannalöndunum og í Evrópu. Það er ekki æskilegt fyrir mitt leyti að ríkið haldi á þeim hlut lengi. Bjarni segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá 8. júní sl. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum. Tengdar fréttir Tillögur kröfuhafa uppfylla stöðugleikaskilyrði Kröfuhafar föllnu bankanna hafa gefið út hvaða eignir slitabúin munu leggja fram í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. 8. júní 2015 15:50 Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00 Kynningu stöðugleikaframlags frestað Samráðs-og kynningarferli er ekki lokið. 6. október 2015 09:05 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Kröfuhafar Glitnis samþykkja tíu milljarða í skaðleysissjóð Kröfuhafar í Glitni samþykktu einnig skilyrði stjórnvalda um stöðugleikaframlag. 8. september 2015 12:58 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að afhending slitabús Glitnis á Íslandsbanka til ríkisins sé að hluta til komin því slitabú Glitnis hafi ofmetið möguleikana á því að selja bankann fyrir gjaldeyri. Hann segir að afhending á Íslandsbanka til ríkisins sé betur til þess fallin að ná svokölluðum stöðugleikaskilyrðum í tengslum við nauðasamninga föllnu bankanna. „Öll búin gerðu grein fyrir því í júní að þau hygðust fara leið stöðugleikaframlags. Það hefur kallað á samskipti við Seðlabankann á undanförnum mánuðum og útfærslan var í sjálfu sér eftir. Það má segja að þessi samskipti hafi einkennst af því að við höfum haldið okkur við þau stöðugleikaskilyrði sem við kynntum og við erum að vinna að því að vernda efnahagslífið fyrir meiriháttar áföllum við það að kröfuhöfum er greitt út. Á endanum er það mat þessara kröfuhafa í Glitni að það sé þá best að mæta þessum skilyrðum með því að ríkið taki yfir bankann. Nú fer þá fram mat á því og ég geri ráð fyrir því að það sé komin til Seðlabankans uppfærð beiðni (um undanþágu frá gjaldeyrishöftum innsk.blm.) með þessum breytingum. Seðlabankinn þarf að leggja mat á það og eftir atvikum mun ráðherranefnd fara yfir niðurstöðu Seðlabankans í því efni,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra um breytta tillögu slitabús Glitnis banka um stöðugleikaframlag sem felur í sér afhendingu á 95% eignarhlut búsins í Íslandsbanka. Fréttaveitan Bloomberg greindi frá því í fyrradag að stjórnvöld hafi ekki talið stöðugleikaframlög slitabúa föllnu bankanna fullnægjandi eins og þau voru lögð upp núna þar sem talsverðu hafi munað á fjárhæðum. Samanlagt framlag föllnu bankanna hafi verið nær 334 milljörðum króna en framkvæmdahópur um afnám hafta hafi gert ráð fyrir hærri fjárhæð eða um 475 milljörðum króna.Þessi breytta tillaga slitabús Glitnis, er hún betur til þess fallin að ná markmiðum stjórnvalda? „Mér sýnist að þeir séu að stíga stærra skref en þeir virtust vera tilbúnir að gera. Við höfum ekki breytt neinu í okkar afstöðu. Við höfum sagt að það séu hér stöðugleikaskilyrði sem ætlað er að verja hagkerfið. Verði þeim ekki mætt þá fellur skattur á slitabúin. Það er okkar afstaða og hún hefur alltaf verið óbreytt,“ segir Bjarni. Þessi mikla breyting á stöðugleikaframlagi Glitnis, er hún ekki gerð vegna þess að stjórnvöld voru búin að upplýsa slitabú Glitnis um að stöðugleikaframlagið væri ófullnægjandi eins og það var lagt upp? „Ég myndi frekar vilja segja að þetta sé breyting sem leiðir af því að menn ofmátu á sínum tíma að það væri raunhæft að kröfuhafar gætu tekið bankann til sín, selt hann og farið með söluandvirðið út frá Íslandi.“ Eigið fé Íslandsbanka var 185 milljarðar í lok júní sl. Sem hluti af stöðugleikaframlagi mun Glitnir afsala öllu hlutafé ISB Holding ehf., sem er eigandi 95% hlutafjár Íslandsbanka til ríkisins. Vegna þessarar breytingar falla eftirfarandi þættir í fyrri tillögum kröfuhafa Glitnis niður: Afkomuskiptasamningur um arðsemi hlutafjár Íslandsbanka;Skilyrt skuldabréf að fjárhæð 119 ma.kr.;Arðgreiðsla Íslandsbanka í erlendum gjaldeyri að fjárhæð 16 ma.kr. til Glitnis og aðrar fyrirhugaðar arðgreiðslur. Framsal lausafjáreigna, reiðufjár og ígildi reiðufjár, mun samkvæmt framangreindri tillögu lækka um 16 milljarða króna vegna fyrirhugaðrar arðgreiðslu í erlendum gjaldeyri til Glitnis, sem ekki verður af og 36 milljarða króna vegna annarra breytinga sem felast í endurskoðuðum tillögum kröfuhafa Glitnis. Umbreyting innlána Glitnis í erlendum gjaldeyri í Íslandsbanka í staðlaða skuldabréfaútgáfu mun taka mið af sérstöku samkomulagi Glitnis og Íslandsbanka. Glitnir mun greiða fyrir og eignast fyrirgreiðslu ríkissjóðs við Íslandsbanka sem veitt var í formi víkjandi skuldabréfs í erlendri mynt á nafnvirði auk greiðslu áfallinna vaxta.Gangi áformin eftir mun ríkissjóður eignast 95% hlut í Íslandsbanka og verður þá eigandi tveggja stórra banka, Landsbankans og Íslandsbanka. Fjármála- og efnahagsráðherra segir það ekki ganga til lengdar.Forsendur fyrir undanþágu frá höftum fyrir hendi Að því gefnu að umræddar aðgerðir verði framkvæmdar er það mat framkvæmdahópsins um afnám gjaldeyrishafta að forsendur fyrir undanþágu frá gjaldeyrishöftum séu fyrir hendi. Bjarni Benediktsson segir ekki fýsilegt að ríkissjóður eigi tvo banka til lengri tíma en ríkissjóður á Landsbankann fyrir. „Í fyrsta lagi er þetta ferli rétt að hefjast. Ef það fer svo er alveg ljóst að ríkið er komið með eignarhlut í fjármálafyrirtækjum sem er eitthvað í kringum 25 prósent af landsframleiðslu sem er langt umfram það sem tíðkast í þeim löndum sem við berum okkur saman við í nágrannalöndunum og í Evrópu. Það er ekki æskilegt fyrir mitt leyti að ríkið haldi á þeim hlut lengi. Bjarni segir ekki breytingar í farvatninu á stöðugleikaframlagi Kaupþings banka. Verið sé að útfæra framlagið, hvernig búið ætli að standa við yfirlýsingar sínar frá 8. júní sl. Ekki standi til að ríkið eignist Arion banka en slitabú Kaupþings heldur á 87 prósenta hlut í bankanum.
Tengdar fréttir Tillögur kröfuhafa uppfylla stöðugleikaskilyrði Kröfuhafar föllnu bankanna hafa gefið út hvaða eignir slitabúin munu leggja fram í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. 8. júní 2015 15:50 Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00 Kynningu stöðugleikaframlags frestað Samráðs-og kynningarferli er ekki lokið. 6. október 2015 09:05 Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51 Kröfuhafar Glitnis samþykkja tíu milljarða í skaðleysissjóð Kröfuhafar í Glitni samþykktu einnig skilyrði stjórnvalda um stöðugleikaframlag. 8. september 2015 12:58 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tillögur kröfuhafa uppfylla stöðugleikaskilyrði Kröfuhafar föllnu bankanna hafa gefið út hvaða eignir slitabúin munu leggja fram í stöðugleikaframlag til ríkissjóðs. 8. júní 2015 15:50
Stöðugleikaskilyrði eða stöðugleikaskattur Aðeins tvær mögulegar leiðir gagnvart slitabúum föllnu bankanna við losun fjármagnshaftanna. 9. júní 2015 07:00
Kröfuhafar vilja að Íslandsbanki fari að fullu til ríkisins Hópur kröfuhafa Glitnis hefur lagt fram tillögu um að ríkið eignist 95 prósenta hlut í Íslandsbanka með því að ISB holding afsali sér hlutnum í bankanum, sem hluta af stöðugleikaframlagi. 20. október 2015 06:51
Kröfuhafar Glitnis samþykkja tíu milljarða í skaðleysissjóð Kröfuhafar í Glitni samþykktu einnig skilyrði stjórnvalda um stöðugleikaframlag. 8. september 2015 12:58