Starfsfólk lögreglunnar greinir á um ágæti nálgunarbanna vegna heimilisofbeldis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2015 11:15 Á fyrstu sex mánuðum þessa árs úrskurðaði lögreglan fleiri einstaklinga í nálgunarbann heldur en á öllu á seinasta ári. vísir/getty Í nýju áfangamati Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um átak gegn heimilisofbeldi kemur fram að verkefnið sé nokkuð umdeilt innan lögreglunnar. Verkefnið hófst í janúar síðastliðnum og um er að ræða sex mánaða mat á verkefninu. Meðal annars er umdeilt hversu mikið það hefur færst í aukana að farið sé fram á nálgunarbann yfir gerendum í heimilisofbeldismálum.„Ofnotað og íþyngjandi úrræði“ Miðlægri skráningu hjá lögreglunni um fjölda nálgunarbanna er ábótavant svo tölurnar í áfangamatinu eru fengnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Á þeim sést að á fyrstu sex mánuðum þessa árs úrskurðaði lögreglan fleiri einstaklinga í nálgunarbann heldur en á öllu á seinasta ári. Árið 2014 var heildarfjöldi nálgunarbanna 14 en á frá og með janúar til og með júní 2015 voru nálgunarbönnin alls 17. Í matinu kemur jafnframt fram að tvö nálgunarbönn voru felld úr gildi fyrir dómi allt síðasta ár en fjögur á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hlutfall staðfestinga fyrir dómi lækkar því á milli ára. Lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili voru sett árið 2011 en úrræðinu var þó sjaldan beitt áður en átaksverkefnið hófst á þessu ári, að því er segir í skýrslunni. Að mati lögreglumanna sem rætt var við við gerð matsins er aukning í fjölda nálgunarbanna jákvæð þróun. Það starfsfólk ákærusviðs sem rætt var við er hins vegar ekki að öllu leyti sammála þessu og telur nálgunarbann meðal annars „ofnotað og íþyngjandi úrræði.“Dæmi um að þolendur hafi samband við gerendur sem eru í nálgunarbanniÞá kemur fram í matinu að sönnunarbyrði vegna nálgunarbanna fyrir dómstólum sé „nokkuð þung og dómstólar virðast sjá þetta úrræði sem mjög íþyngjandi fyrir gerandann, eins og kom einnig fram hjá starfsfólki ákærusviðs lögreglunnar, en lögreglumenn eru ósammála því.“ Bæði lögreglumenn og starfsfólk ákærusviðs þekktu þó dæmi þess að þolendur hefðu haft samband við geranda sem væri í nálgunarbanni. Kom fram hjá starfsfólki ákærusviðs að slíkt drægi úr vægi bannsins. Jafnframt „lagði starfsfólki áherslu á að mikilvægt væri einnig að gæta hagsmuna meintra gerenda þegar nálgunarbönn kæmu til skoðunar.“ Tengdar fréttir Lögregla viðurkennir mistök í máli Antoine Rannsóknir á heimilisofbeldi hafa ekki verið með viðunandi hætti. Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðaryfirlögreglustjóri vill skoða mál Antoine Hrannars Fons sem reyndi ítrekað að kæra alvarlegt heimilisofbeldi án árangurs. 14. október 2015 07:00 „Hélt að þetta myndi aldrei koma fyrir mig“ Antoine Hrannar Fons var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta. Hann kærði manninn nokkrum sinnum en segir lögreglu hafa tekið léttvægt á málum og að ofbeldið verið frekar stimplað sem slagsmál milli tveggja stráka en ekki heimilisofbeldi. 10. október 2015 09:00 Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. 11. október 2015 19:00 Fyrrverandi eiginmaður Kamilu dæmdur í nálgunarbann Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. 7. október 2015 18:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Í nýju áfangamati Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum á samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um átak gegn heimilisofbeldi kemur fram að verkefnið sé nokkuð umdeilt innan lögreglunnar. Verkefnið hófst í janúar síðastliðnum og um er að ræða sex mánaða mat á verkefninu. Meðal annars er umdeilt hversu mikið það hefur færst í aukana að farið sé fram á nálgunarbann yfir gerendum í heimilisofbeldismálum.„Ofnotað og íþyngjandi úrræði“ Miðlægri skráningu hjá lögreglunni um fjölda nálgunarbanna er ábótavant svo tölurnar í áfangamatinu eru fengnar frá Héraðsdómi Reykjavíkur. Á þeim sést að á fyrstu sex mánuðum þessa árs úrskurðaði lögreglan fleiri einstaklinga í nálgunarbann heldur en á öllu á seinasta ári. Árið 2014 var heildarfjöldi nálgunarbanna 14 en á frá og með janúar til og með júní 2015 voru nálgunarbönnin alls 17. Í matinu kemur jafnframt fram að tvö nálgunarbönn voru felld úr gildi fyrir dómi allt síðasta ár en fjögur á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Hlutfall staðfestinga fyrir dómi lækkar því á milli ára. Lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili voru sett árið 2011 en úrræðinu var þó sjaldan beitt áður en átaksverkefnið hófst á þessu ári, að því er segir í skýrslunni. Að mati lögreglumanna sem rætt var við við gerð matsins er aukning í fjölda nálgunarbanna jákvæð þróun. Það starfsfólk ákærusviðs sem rætt var við er hins vegar ekki að öllu leyti sammála þessu og telur nálgunarbann meðal annars „ofnotað og íþyngjandi úrræði.“Dæmi um að þolendur hafi samband við gerendur sem eru í nálgunarbanniÞá kemur fram í matinu að sönnunarbyrði vegna nálgunarbanna fyrir dómstólum sé „nokkuð þung og dómstólar virðast sjá þetta úrræði sem mjög íþyngjandi fyrir gerandann, eins og kom einnig fram hjá starfsfólki ákærusviðs lögreglunnar, en lögreglumenn eru ósammála því.“ Bæði lögreglumenn og starfsfólk ákærusviðs þekktu þó dæmi þess að þolendur hefðu haft samband við geranda sem væri í nálgunarbanni. Kom fram hjá starfsfólki ákærusviðs að slíkt drægi úr vægi bannsins. Jafnframt „lagði starfsfólki áherslu á að mikilvægt væri einnig að gæta hagsmuna meintra gerenda þegar nálgunarbönn kæmu til skoðunar.“
Tengdar fréttir Lögregla viðurkennir mistök í máli Antoine Rannsóknir á heimilisofbeldi hafa ekki verið með viðunandi hætti. Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðaryfirlögreglustjóri vill skoða mál Antoine Hrannars Fons sem reyndi ítrekað að kæra alvarlegt heimilisofbeldi án árangurs. 14. október 2015 07:00 „Hélt að þetta myndi aldrei koma fyrir mig“ Antoine Hrannar Fons var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta. Hann kærði manninn nokkrum sinnum en segir lögreglu hafa tekið léttvægt á málum og að ofbeldið verið frekar stimplað sem slagsmál milli tveggja stráka en ekki heimilisofbeldi. 10. október 2015 09:00 Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. 11. október 2015 19:00 Fyrrverandi eiginmaður Kamilu dæmdur í nálgunarbann Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. 7. október 2015 18:00 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Innlent Fleiri fréttir Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Sjá meira
Lögregla viðurkennir mistök í máli Antoine Rannsóknir á heimilisofbeldi hafa ekki verið með viðunandi hætti. Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðaryfirlögreglustjóri vill skoða mál Antoine Hrannars Fons sem reyndi ítrekað að kæra alvarlegt heimilisofbeldi án árangurs. 14. október 2015 07:00
„Hélt að þetta myndi aldrei koma fyrir mig“ Antoine Hrannar Fons var beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta. Hann kærði manninn nokkrum sinnum en segir lögreglu hafa tekið léttvægt á málum og að ofbeldið verið frekar stimplað sem slagsmál milli tveggja stráka en ekki heimilisofbeldi. 10. október 2015 09:00
Öðruvísi tekið á heimilisofbeldi ef karlmenn verða fyrir því Fjórðungur þeirra sem leita sér aðstoðar vegna ofbeldis eru karlmenn, þar af stór hluti vegna heimilisofbeldis. Margir þeirra telja lögreglu líta öðruvísi á ofbeldi af hálfu maka ef karlmaður verður fyrir því. Ráðgjafi ofbeldisfórnarlamba segir tímabært að opna umræðuna um karlmenn sem þolendur. 11. október 2015 19:00
Fyrrverandi eiginmaður Kamilu dæmdur í nálgunarbann Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fyrrverandi eiginmaður Kamilu Modzelewska var gert að sæta nálgunarbanni í sex mánuði. 7. október 2015 18:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent