Ráðherra víki í friðlýsingardeilu 20. október 2015 07:00 Gamli hafnargarðurinn sem Reykjavík og Minjastofnun greinir á um hvort þurfi að friðlýsa. vísir/gva „Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. Borgarlögmaður vísar í grein á heimasíðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um „uggvænlega þróun“ í skipulagsmálum borgarinnar. „Í niðurlagi greinarinnar skrifar ráðherra „[f]ornleifar sem fundust á lóðinni við hlið Iðnaðarbankahússins verða friðaðar sem og hafnargarðurinn við hinn enda Lækjargötunnar“,“ bendir borgarlögmaður á.Hafnargarðurinn„Verður að telja að ráðherra tjái sig þarna um skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti.“ Þá segir borgarlögmaður Sigmund Davíð hafa komið að málinu á fyrri stigum. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands hafi upplýsti að forsætisráðherra hefði á fundi í ráðuneytinu í sumar fengið kynningu á málinu frá stofnuninni. Um það leyti hafi afstaða Minjastofnunar breyst úr því hafnargarðinn ætti að vernda að hluta í það að ætti að vernda garðinn að fullu. „Að því virtu að ráðherra hefur áður tjáð skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti og átt aðkomu að málinu á fyrri stigum leiða öll rök til þess að draga megi í efa stjórnsýslulegt hæfi hans til að taka nú afstöðu til málsins með vísan til hæfisreglna stjórnsýsluréttarins,“ segir í umsögn borgarlögmanns. Í umsögn borgarlögmanns er síðan ákvörðun Minjastofnunar um friðlýsingu hafnargarðsins gagnrýnd. Handhafi lóðarinnar Austurbakka 2 hafi kynnt metnaðarfull áform um hvernig hafnargarðurinn verði varðveittur að hluta og gerður almenningi sýnilegur. Friðlýsing sé íþyngjandi og ónauðsynleg. „Það er því von Reykjavíkurborgar að ná megi samkomulagi um ásættanlega lausn í málinu sem ekki hefði í för með sér verulegt tjón fyrir þá aðila sem eiga réttindi á lóðinni og stórkostlegan kostnað fyrir ríkissjóð.“ Ekki fengust svör við því í forsætisráðuneytinu í gær hvernig ráðherra bregst við kröfu um að víkja í málinu. Alþingi Fornminjar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
„Að mati Reykjavíkurborgar verður að draga í efa stjórnsýslulegt hæfi forsætisráðherra til þess að taka afstöðu til erindis Minjastofnunar Íslands um tillögu að friðlýsingu hafnargarðsins,“ segir í umsögn Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns vegna friðlýsingar á hafnargarði sem nýlega uppgötvaðist við Reykjavíkurhöfn. Borgarlögmaður vísar í grein á heimasíðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um „uggvænlega þróun“ í skipulagsmálum borgarinnar. „Í niðurlagi greinarinnar skrifar ráðherra „[f]ornleifar sem fundust á lóðinni við hlið Iðnaðarbankahússins verða friðaðar sem og hafnargarðurinn við hinn enda Lækjargötunnar“,“ bendir borgarlögmaður á.Hafnargarðurinn„Verður að telja að ráðherra tjái sig þarna um skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti.“ Þá segir borgarlögmaður Sigmund Davíð hafa komið að málinu á fyrri stigum. Forstöðumaður Minjastofnunar Íslands hafi upplýsti að forsætisráðherra hefði á fundi í ráðuneytinu í sumar fengið kynningu á málinu frá stofnuninni. Um það leyti hafi afstaða Minjastofnunar breyst úr því hafnargarðinn ætti að vernda að hluta í það að ætti að vernda garðinn að fullu. „Að því virtu að ráðherra hefur áður tjáð skoðun sína á friðun hafnargarðsins með afgerandi hætti og átt aðkomu að málinu á fyrri stigum leiða öll rök til þess að draga megi í efa stjórnsýslulegt hæfi hans til að taka nú afstöðu til málsins með vísan til hæfisreglna stjórnsýsluréttarins,“ segir í umsögn borgarlögmanns. Í umsögn borgarlögmanns er síðan ákvörðun Minjastofnunar um friðlýsingu hafnargarðsins gagnrýnd. Handhafi lóðarinnar Austurbakka 2 hafi kynnt metnaðarfull áform um hvernig hafnargarðurinn verði varðveittur að hluta og gerður almenningi sýnilegur. Friðlýsing sé íþyngjandi og ónauðsynleg. „Það er því von Reykjavíkurborgar að ná megi samkomulagi um ásættanlega lausn í málinu sem ekki hefði í för með sér verulegt tjón fyrir þá aðila sem eiga réttindi á lóðinni og stórkostlegan kostnað fyrir ríkissjóð.“ Ekki fengust svör við því í forsætisráðuneytinu í gær hvernig ráðherra bregst við kröfu um að víkja í málinu.
Alþingi Fornminjar Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira