Kalla eftir ábyrgð Freyja Gunnlaugsdóttir skrifar 20. október 2015 07:00 Árið 2011 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að styðja við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þetta ákvað borgin að gera í framhaldi af samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms. Frá gerð samkomulagsins hefur Reykjavík deilt við ríkið um hvernig beri að skilja það og fram til þessa haldið því fram að með samkomulaginu hafi ríkið alfarið tekið við ábyrgð á kennslukostnaði við framhaldsnám í tónlist. Afleiðingarnar eru að þeim tónlistarskólum í Reykjavík sem kenna að stærstum hluta á framhaldsstigi hefur blætt út og nú er svo komið að þeir geta ekki starfað áfram. Þegar eru hafnar uppsagnir á tónlistarkennurum í borginni.Tónlistarnám fyrir rétti Þann 14. október síðastliðinn var réttað í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Málsóknin var neyðarúrræði skólans til þess að fá skorið úr um lögmæti áðurnefndrar ákvörðunar borgarinnar og bíður málið nú dómsúrskurðar. Við réttarhöldin hélt borgarlögmaður því fram að Reykjavíkurborg bæri engin skylda til þess að reka tónlistarskóla og að hún gæti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt áleit borgarlögmaður að borgin gæti forgangsraðað nemendum að vild, eftir aldri, búsetu, hljóðfærum eða eftir hvaða öðrum mælikvörðum sem henni þóknaðist. Þetta er einmitt það sem Reykjavík hefur gert; árið 2011 tók hún ákvörðun um að styrkja aðeins nemendur á grunn- og miðstigi til tónlistarnáms, en hætta alfarið stuðningi við nemendur á framhaldsstigi. Það sem er nýtt í málflutningi borgarlögmanns er að Reykjavík hafi alla tíð gert sér grein fyrir því að með fyrrnefndu samkomulagi væri ríkið ekki að taka að sér tónlistarmenntun á framhaldsstigi og að ekki væri hægt að gera lagalega kröfu á ríkið að taka við málaflokknum, enda eru málefni tónlistarskólanna formlega á höndum sveitarfélaganna.Stefna Reykjavíkur Þetta þýðir að Reykjavík tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að bjóða upp á framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík. Hún afsalaði sér ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi án þess að semja við ríkið um að taka yfir málaflokkinn. Tónlistarskólarnir voru því skildir eftir án þjónustusamninga fyrir framhaldsstigið og hvorki Reykjavíkurborg né ríkið taka ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi. Þetta er stjórnvaldsákvörðun sem hafði gríðarlega miklar afleiðingar í för með sér og mun hafa eyðileggjandi áhrif á íslenskt tónlistarlíf til frambúðar. Samt sem áður var tónlistarskólunum ekki gerð grein fyrir því með lögboðnum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Stjórnendur skólanna stóðu í þeirri trú að þeir gætu starfað áfram með svipuðum hætti eftir að samkomulag um eflingu tónlistarnáms tæki gildi, enda gerði borgin engar athugasemdir við þann nemendafjölda og kennslumagn sem tilkynnt var um í skýrslum sem skólarnir senda til borgarinnar á hverju ári. Ef tekið er mið af málflutningi borgarlögmanns í síðustu viku er ljóst að Reykjavíkurborg telur að sér beri hvorki lagaleg né samfélagsleg skylda til þess að bjóða upp á framhaldsnám í tónlist í höfuðborginni. En var þetta meðvituð pólitísk ákvörðun? Ég hlýt að spyrja borgarstjóra Reykjavíkur: Er það raunveruleg stefna borgarinnar í málefnum tónlistarfræðslu, að leggja niður framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Árið 2011 tók Reykjavíkurborg einhliða ákvörðun um að hætta að styðja við nám á framhaldsstigi í tónlist. Þetta ákvað borgin að gera í framhaldi af samkomulagi ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu tónlistarnáms. Frá gerð samkomulagsins hefur Reykjavík deilt við ríkið um hvernig beri að skilja það og fram til þessa haldið því fram að með samkomulaginu hafi ríkið alfarið tekið við ábyrgð á kennslukostnaði við framhaldsnám í tónlist. Afleiðingarnar eru að þeim tónlistarskólum í Reykjavík sem kenna að stærstum hluta á framhaldsstigi hefur blætt út og nú er svo komið að þeir geta ekki starfað áfram. Þegar eru hafnar uppsagnir á tónlistarkennurum í borginni.Tónlistarnám fyrir rétti Þann 14. október síðastliðinn var réttað í máli Tónlistarskólans í Reykjavík gegn Reykjavíkurborg vegna vangoldins kennslukostnaðar við nám á framhaldsstigi í tónlist. Málsóknin var neyðarúrræði skólans til þess að fá skorið úr um lögmæti áðurnefndrar ákvörðunar borgarinnar og bíður málið nú dómsúrskurðar. Við réttarhöldin hélt borgarlögmaður því fram að Reykjavíkurborg bæri engin skylda til þess að reka tónlistarskóla og að hún gæti alfarið ákvarðað hvort og með hvaða hætti stuðningi við tónlistarkennslu væri háttað. Jafnframt áleit borgarlögmaður að borgin gæti forgangsraðað nemendum að vild, eftir aldri, búsetu, hljóðfærum eða eftir hvaða öðrum mælikvörðum sem henni þóknaðist. Þetta er einmitt það sem Reykjavík hefur gert; árið 2011 tók hún ákvörðun um að styrkja aðeins nemendur á grunn- og miðstigi til tónlistarnáms, en hætta alfarið stuðningi við nemendur á framhaldsstigi. Það sem er nýtt í málflutningi borgarlögmanns er að Reykjavík hafi alla tíð gert sér grein fyrir því að með fyrrnefndu samkomulagi væri ríkið ekki að taka að sér tónlistarmenntun á framhaldsstigi og að ekki væri hægt að gera lagalega kröfu á ríkið að taka við málaflokknum, enda eru málefni tónlistarskólanna formlega á höndum sveitarfélaganna.Stefna Reykjavíkur Þetta þýðir að Reykjavík tók meðvitaða ákvörðun um að hætta að bjóða upp á framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík. Hún afsalaði sér ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi án þess að semja við ríkið um að taka yfir málaflokkinn. Tónlistarskólarnir voru því skildir eftir án þjónustusamninga fyrir framhaldsstigið og hvorki Reykjavíkurborg né ríkið taka ábyrgð á kennslu á þessu námsstigi. Þetta er stjórnvaldsákvörðun sem hafði gríðarlega miklar afleiðingar í för með sér og mun hafa eyðileggjandi áhrif á íslenskt tónlistarlíf til frambúðar. Samt sem áður var tónlistarskólunum ekki gerð grein fyrir því með lögboðnum hætti að Reykjavík hefði tekið þessa afdrifaríku ákvörðun. Stjórnendur skólanna stóðu í þeirri trú að þeir gætu starfað áfram með svipuðum hætti eftir að samkomulag um eflingu tónlistarnáms tæki gildi, enda gerði borgin engar athugasemdir við þann nemendafjölda og kennslumagn sem tilkynnt var um í skýrslum sem skólarnir senda til borgarinnar á hverju ári. Ef tekið er mið af málflutningi borgarlögmanns í síðustu viku er ljóst að Reykjavíkurborg telur að sér beri hvorki lagaleg né samfélagsleg skylda til þess að bjóða upp á framhaldsnám í tónlist í höfuðborginni. En var þetta meðvituð pólitísk ákvörðun? Ég hlýt að spyrja borgarstjóra Reykjavíkur: Er það raunveruleg stefna borgarinnar í málefnum tónlistarfræðslu, að leggja niður framhaldsmenntun í tónlist í Reykjavík?
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun