Smokkasala hríðfellur í Kína í kjölfar afnáms einbirnisstefnunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 23:30 Kínverji labbar framhjá smekkfullum smokkarekka í verslun í Peking. Vísir/AFp Hlutabréf í fyrirtækjum sem selja bleyjur, barnavagna og hvers kyns barnaformúlur hafa hækkað mjög í verði eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn tilkynnti fyrir helgi að landið myndi hverfa frá einbirnisstefnu sinni árið 2017. Að sama skapi hrundi verðið á bréfum fyrirtækisins sem framleitt hefur vinsælustu smokkana í Kína um árabil. Fjárfestar eru nú að veðja á aukna sölu fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu hverskyns barnavara en talið er að aukni slaki kínverskra stjórnvalda muni leiða til þess að 3 til 6 milljón fleiri börn fæðist þar í landi árlega. Áhrifin fundust jafnvel út fyrir landsteinana en gjaldmiðill Nýja Sjálands, sem flytur út mikið af mjólkurvörum, styrktist til að mynda um eitt prósentustig við tíðindin. Í Kína, sem er fjölmennasta land í heimi en íbúar þess eru rúmlega 1.4 milljarðar, fæðast um 16.5 milljónir barna á hverju ári.Investor's reaction to the end of China's one-child policy: Buy shares of companies that makes nappies and sell companies that make condoms— Trev Muchedzi (@trevmuchedzi) October 30, 2015 Einbirnisstefnunni var komið á í Kína árið 1979 sem liður í að sporna við fólksfjölgun en þá var víðtæk fátækt í landinu. Credit Suisse telur að ákvörðun kínverskra stjórnvalda nú í vikunni gæti leitt til þess að einkaneysla í landinu aukist um 2500 til 4800 milljarða íslenskra króna, aukning sem nemur 4 til 6 prósentustigum. Óumdeildur hástökkvari vikunnar á kínverskum mörkuðum er fyrirtækið China Child Care Corp. sem framleiðir hár- og húðvörur fyrir börn. Hlutabréfa verð í CCCC hækkaði um 40 prósent eftir að ákvörðunin um að hverfa frá einbirnisstefnunni lá fyrir.Sjá einnig: Afnema lög um eitt barn Japanski smokkaframleiðandinn Okamoto Industries vill þó líklega gleyma þessari viku sem fyrst en hlutabréfaverð í fyrirtækinu féll um 10 prósent á mörkuðum í Tókýó. Barnaformúluframleiðendur í Hong Kong og á meginlandi Kína hækkuðu aftur á móti um 10 prósent. Bréf í Goodbaby International, sem framleiðir barnabílstóla og kerrur, hækkuðu um 7.4 prósent á fimmtudag og um önnur 2.3 prósent daginn eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að stefna kínverskra stjórnvalda í barneignamálum verði tekin fyrir og útfærð á næsta stefnumótunarfundi fyrir komandi fimm ára áætlun. Tengdar fréttir Afnema lög um eitt barn Kínversk pör mega nú eignast tvö börn. 29. október 2015 11:37 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Hlutabréf í fyrirtækjum sem selja bleyjur, barnavagna og hvers kyns barnaformúlur hafa hækkað mjög í verði eftir að kínverski kommúnistaflokkurinn tilkynnti fyrir helgi að landið myndi hverfa frá einbirnisstefnu sinni árið 2017. Að sama skapi hrundi verðið á bréfum fyrirtækisins sem framleitt hefur vinsælustu smokkana í Kína um árabil. Fjárfestar eru nú að veðja á aukna sölu fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu hverskyns barnavara en talið er að aukni slaki kínverskra stjórnvalda muni leiða til þess að 3 til 6 milljón fleiri börn fæðist þar í landi árlega. Áhrifin fundust jafnvel út fyrir landsteinana en gjaldmiðill Nýja Sjálands, sem flytur út mikið af mjólkurvörum, styrktist til að mynda um eitt prósentustig við tíðindin. Í Kína, sem er fjölmennasta land í heimi en íbúar þess eru rúmlega 1.4 milljarðar, fæðast um 16.5 milljónir barna á hverju ári.Investor's reaction to the end of China's one-child policy: Buy shares of companies that makes nappies and sell companies that make condoms— Trev Muchedzi (@trevmuchedzi) October 30, 2015 Einbirnisstefnunni var komið á í Kína árið 1979 sem liður í að sporna við fólksfjölgun en þá var víðtæk fátækt í landinu. Credit Suisse telur að ákvörðun kínverskra stjórnvalda nú í vikunni gæti leitt til þess að einkaneysla í landinu aukist um 2500 til 4800 milljarða íslenskra króna, aukning sem nemur 4 til 6 prósentustigum. Óumdeildur hástökkvari vikunnar á kínverskum mörkuðum er fyrirtækið China Child Care Corp. sem framleiðir hár- og húðvörur fyrir börn. Hlutabréfa verð í CCCC hækkaði um 40 prósent eftir að ákvörðunin um að hverfa frá einbirnisstefnunni lá fyrir.Sjá einnig: Afnema lög um eitt barn Japanski smokkaframleiðandinn Okamoto Industries vill þó líklega gleyma þessari viku sem fyrst en hlutabréfaverð í fyrirtækinu féll um 10 prósent á mörkuðum í Tókýó. Barnaformúluframleiðendur í Hong Kong og á meginlandi Kína hækkuðu aftur á móti um 10 prósent. Bréf í Goodbaby International, sem framleiðir barnabílstóla og kerrur, hækkuðu um 7.4 prósent á fimmtudag og um önnur 2.3 prósent daginn eftir. Leiddar hafa verið líkur að því að stefna kínverskra stjórnvalda í barneignamálum verði tekin fyrir og útfærð á næsta stefnumótunarfundi fyrir komandi fimm ára áætlun.
Tengdar fréttir Afnema lög um eitt barn Kínversk pör mega nú eignast tvö börn. 29. október 2015 11:37 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira