Myndaði umhverfissóða er þeir fleygðu sófum fram af Krísuvíkurbjargi Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. október 2015 20:14 Mennirnir tveir fleygðu í það minnsta þremur munum fram af bjarginu. „Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir ljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi nú undir kvöld. Hann var þar ásamt félaga sínum að mynda sólarlagið þegar þeir urðu mannanna varir en ljósmyndarinn vill ekki láta nafn síns getið. Ljósmyndarinn gerir ráð fyrir því að hér hafi verið um að ræða þrjá hluti, að öllum líkindum sófasett. „Þetta voru í það minnsta tveir stólar og einn stærri sófi,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni.Hér má sjá mennina taka sófa úr gráa Land CruisernumÞrátt fyrir að hafa ekki orðið vitni að því sjálfur segir ljósmyndarinn að það sé líklega ekkert nýtt að menn fleygi hinum ýmsu munum af bjarginu. Til að mynda gangi enn lífseig saga um að bílflaki hafi eitt sinn verið ýtt þarna fram af. „Bíllinn er náttúrulega löngu horfinn, sjórinn étur þetta allt saman,“ segir ljósmyndarinn og gerir að sama skapi ráð fyrir því að sófasett kvöldsins muni hljóta sömu örlög áður en langt um líður. Eins furðulegt og það er að fleygja innanstokksmunum fram af bjargi þá var það annað sem stakk ljósmyndarann einna helst við þessa hegðun mannanna. „Það sem mér finnst skrýtnast við þetta er að þessir menn keyrðu alla leið þangað. Hvort sem að þú kemur úr Grindavík eða Reykjavík þá er ekki eins og það sé stutt að fara út í Krísuvík. Þetta er langt frá því að vera í alfaraleið og miklu styttra á næstu Sorpustöð, þetta er alveg fáránlegt,“ segir ljósmyndarinn sem vonast til þess að menn fari ekki að taka upp á þessu í miklum mæli. Í samtali við blaðamann sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum væru „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir að því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri.Af myndunum af dæma voru mennirnir stoltir af verki dagsins. Mest lesið „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Reyk leggur yfir Hafnarfjörð Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Hvað var Trú og líf? Innlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Innlent Fleiri fréttir Leita áfram við Kirkjusand Reyk leggur yfir Hafnarfjörð Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Sjá meira
„Þeir komu keyrandi á gráum Land Cruiser og ég hélt fyrst að þeir væru að fara að taka myndir því þeir voru að taka þessi húsgögn úr bílnum. Mér datt það einna helst í hug. Svo heyri ég bara eitthvað dynk-hljóð og leit við aftur og þá sá ég að þeir voru að fleygja þessu þarna fram af,“ segir ljósmyndarinn sem stóð tvo umhverfissóða að verki við Krísuvíkurbjarg á Reykjanesi nú undir kvöld. Hann var þar ásamt félaga sínum að mynda sólarlagið þegar þeir urðu mannanna varir en ljósmyndarinn vill ekki láta nafn síns getið. Ljósmyndarinn gerir ráð fyrir því að hér hafi verið um að ræða þrjá hluti, að öllum líkindum sófasett. „Þetta voru í það minnsta tveir stólar og einn stærri sófi,“ útskýrir hann fyrir blaðamanni.Hér má sjá mennina taka sófa úr gráa Land CruisernumÞrátt fyrir að hafa ekki orðið vitni að því sjálfur segir ljósmyndarinn að það sé líklega ekkert nýtt að menn fleygi hinum ýmsu munum af bjarginu. Til að mynda gangi enn lífseig saga um að bílflaki hafi eitt sinn verið ýtt þarna fram af. „Bíllinn er náttúrulega löngu horfinn, sjórinn étur þetta allt saman,“ segir ljósmyndarinn og gerir að sama skapi ráð fyrir því að sófasett kvöldsins muni hljóta sömu örlög áður en langt um líður. Eins furðulegt og það er að fleygja innanstokksmunum fram af bjargi þá var það annað sem stakk ljósmyndarann einna helst við þessa hegðun mannanna. „Það sem mér finnst skrýtnast við þetta er að þessir menn keyrðu alla leið þangað. Hvort sem að þú kemur úr Grindavík eða Reykjavík þá er ekki eins og það sé stutt að fara út í Krísuvík. Þetta er langt frá því að vera í alfaraleið og miklu styttra á næstu Sorpustöð, þetta er alveg fáránlegt,“ segir ljósmyndarinn sem vonast til þess að menn fari ekki að taka upp á þessu í miklum mæli. Í samtali við blaðamann sagði lögreglumaður á Suðurnesjum að við brotum sem þessum væru „lágmarkssektir“ upp á nokkur þúsund krónur. Ef menn væru staðnir að því að henda rusli væri þeim einnig gert að taka það upp eftir sig - sem í þessu tilviki gæti reynst fyrrnefndum umhverfissóðum þrautin þyngri.Af myndunum af dæma voru mennirnir stoltir af verki dagsins.
Mest lesið „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Innlent Reyk leggur yfir Hafnarfjörð Innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Erlent Tvær konur slógust í Hafnarfirði Fréttir Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Innlent Hvað var Trú og líf? Innlent „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Innlent Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ Innlent Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Erlent Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir Innlent Fleiri fréttir Leita áfram við Kirkjusand Reyk leggur yfir Hafnarfjörð Dómarar ættu að bera ábyrgð á eigin eftirlaunum eins og aðrir „Okkur var haldið frá einum stærsta fréttaviðburði síðustu áratuga með valdi“ Eigendum gert að fjarlægja skilti við Hvalfjarðargöng Stjórnsýslan beri ekki ábyrgð á tilfinningum fólks út í bæ „Ég hef engin samskipti haft við fjölmiðla vegna þessa máls“ Um 400 manns tóku þátt í vetrarhátíð Ferðaklúbbsins 4x4 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna Tilbúinn að leiða flokkinn áfram Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Tveir ríkisráðsfundir á morgun Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar Hvað var Trú og líf? Grunur um að maður hafi farið í sjóinn Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu Hnífstunguárás á Ingólfstorgi Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni Sjá meira