Erlent

Blóðbaðið í Waco: Upptök skothríðarinnar náðust á myndband

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Níu manns voru drepnir og tuttugu særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni.
Níu manns voru drepnir og tuttugu særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Vísir/afp
Myndband frá blóðbaðinu í borginni Waco í Texas, þar sem fimm mótorhjólagengi skutu hvert á annað af miklum móð, hefur nú skotið upp kollinum, rúmum fimm mánuðum eftir hina blóðugu atburðarás.

Alls féllu 9 manns í átökunum og 20 særðust en skotbardaginn var háður í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco.

Sjá einnig: Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði

192 meðlimir gengjanna voru handteknir eftir átökin, sem sjá má úr upptöku öryggismyndavélar hér að neðan. Þá var lagt hald á 318 skotvopn.

Í myndbandinu má sjá þegar skothríðin hefst og meðlimir eins gengisins stökkva á bakvið borð til að skýla sér undan kúlnahríðinni. CNN varð sér fyrst úti um myndbandið.

Liðsmenn gengjanna halda til Waco

Lögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði.

Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum.

Í frétt BBC var fullyrt á sínum tíma að upphaf átakanna mætti rekja til deilna um bílastæði.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×