Teitur: Enginn frá Njarðvík hafði samband við Björn í vikunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2015 22:26 Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, vísaði fullyrðinum Böðvars Guðjónssonar, formanns meistaraflokksráðs KR, á Vísi í dag til föðurhúsanna. Böðvar sagði í viðtali fyrr í dag að tvö félög í Domino's-deild karla, Njarðvík og ÍR, ræddu við leikmann KR í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var um leikstjórnandann Björn Kristjánsson að ræða. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn. Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu,“ sagði Böðvar við Vísi fyrr í dag.Sjá einnig:Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Teitur Örlygsson var í viðtali í Domino's-körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hann tjáði sig um málið og sagði fullyrðingar Böðvars rangar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var ekki sáttur við að Böddi fari með svona í blöðin. Þetta gekk ekki alveg svona fyrir sig. Þetta er bara ekki rétt,“ sagði Teitur við þáttarstjórnandann Kjartan Atla Kjartansson.Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls.VísirTeitur segir að allt hafi farið á fullt hjá Njarðvík í haust þegar leikstjórnandinn Stefan Bonneau meiddist illa. Þá hafi þeir haft samband við nokkra leikmenn sem þeir töldu vera samningslausa - þeirra á meðal Björn Kristjánsson og Ægi Þór Steinarsson, leikmenn KR. „Ægir var ekki búinn að skrifa undir við KR þá en gerði það á endanum. Bjössi var þá nýbúinn að skrifa undir sinn samning,“ sagði Teitur. „Við erum ósáttir að það sé fullyrt að við höfðum samband við hann af fyrra bragði í vikunni. Það gerði ekki nokkur maður hjá Njarðvík.“Böðvar Guðjónsson.VísirTeitur segir það rétt sem Böðvar sagði, að öll samskipti um samningsbundna leikmenn eigi að fara fram í gegnum forráðamanna félaganna. Til hafi staðið að funda eftir leik liðanna í kvöld, sem KR vann örugglega, en ekkert hafi orðið að því. „Ég veit ekki hvort að það sé út af þessu viðtali. Við lásum allavega úr því að þessi fundur væri líklegast ekki að fara fram.“ „Mér finnst þeiðinlegt að það sé verið að stilla Bjössa upp við vegg. Það er óþægilegt fyrir unga leikmenn,“ sagði Teitur Örlygsson. Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, vísaði fullyrðinum Böðvars Guðjónssonar, formanns meistaraflokksráðs KR, á Vísi í dag til föðurhúsanna. Böðvar sagði í viðtali fyrr í dag að tvö félög í Domino's-deild karla, Njarðvík og ÍR, ræddu við leikmann KR í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var um leikstjórnandann Björn Kristjánsson að ræða. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn. Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu,“ sagði Böðvar við Vísi fyrr í dag.Sjá einnig:Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Teitur Örlygsson var í viðtali í Domino's-körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hann tjáði sig um málið og sagði fullyrðingar Böðvars rangar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var ekki sáttur við að Böddi fari með svona í blöðin. Þetta gekk ekki alveg svona fyrir sig. Þetta er bara ekki rétt,“ sagði Teitur við þáttarstjórnandann Kjartan Atla Kjartansson.Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls.VísirTeitur segir að allt hafi farið á fullt hjá Njarðvík í haust þegar leikstjórnandinn Stefan Bonneau meiddist illa. Þá hafi þeir haft samband við nokkra leikmenn sem þeir töldu vera samningslausa - þeirra á meðal Björn Kristjánsson og Ægi Þór Steinarsson, leikmenn KR. „Ægir var ekki búinn að skrifa undir við KR þá en gerði það á endanum. Bjössi var þá nýbúinn að skrifa undir sinn samning,“ sagði Teitur. „Við erum ósáttir að það sé fullyrt að við höfðum samband við hann af fyrra bragði í vikunni. Það gerði ekki nokkur maður hjá Njarðvík.“Böðvar Guðjónsson.VísirTeitur segir það rétt sem Böðvar sagði, að öll samskipti um samningsbundna leikmenn eigi að fara fram í gegnum forráðamanna félaganna. Til hafi staðið að funda eftir leik liðanna í kvöld, sem KR vann örugglega, en ekkert hafi orðið að því. „Ég veit ekki hvort að það sé út af þessu viðtali. Við lásum allavega úr því að þessi fundur væri líklegast ekki að fara fram.“ „Mér finnst þeiðinlegt að það sé verið að stilla Bjössa upp við vegg. Það er óþægilegt fyrir unga leikmenn,“ sagði Teitur Örlygsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira