Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu aldrei stærra Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2015 11:25 Frá Suðurskautslandinu. Vísir/EPA Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“ Veður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu hefur aldrei mælst stærra en í þessum mánuði. Alþjóðaveðurfræðistofnunin greinir frá þessu en segir að ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af þessu meti þó svo að ósonlagið verji allt líf á jörðinni fyrir geislum sólarinnar. Miklar sveiflur eru á stærð gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu og er það oftast nær stærst á þessum tíma árs þegar mikill kuldi er í heiðhvolfinu.Hér má sjá gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu eins og það blasti við geimferðastofnun Bandaríkjanna, Nasa, 2. nóvember síðastliðinn. Blái og fjólubláiliturinn sýna hvar ósonlagið er sem minnst.Vísir/NasaÍ fyrra greindi Alþjóðaveðurfræðistofnunin frá því að mælingar gæfu til kynna að eyðing ósonlagsins væri í rénun. Voru orsökin rakin til ársins 1987 þegar lagt var bann við notkun efna sem valda eyðingu ósonlagsins, þá sérstaklega flúorklóríðs. Stofnunin sagði hins vegar að það gæti liðið meira en áratugur þar til gatið í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu færi aftur minnkandi og því full ástæða til að halda uppteknum hætti við að reyna að vernda ósonlagið fyrir skaðlegum efnum. Fyrr í mánuðinum mældist gatið 28,2 milljónir ferkílómetra að stærð, sem er meira en flatarmál Kanada og Rússlands til samans og er nýtt met. Árni Sigurðsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir flesta sammála um að almennt aukist styrkur ósonlagsins frá því sem áður var. Gat myndast þó í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu á hverju ári. Það er rakið til kulda í heiðhvolfinu yfir Suðurskautslandinu, en í ár var kaldara en í meðalári. „Þess vegna eyðist meira óson en það er bara tímabundið. Þegar er svona kuldi þéttist meiri raki og það myndast glitský í heiðhvolfinu og það er í tengslum við þessi ský sem ósoneyðingin á sér stað.“Ósonlagið yfir Reykjavík hefur þykknað síðastliðin ár samkvæmt mælingum Veðurstofu Íslands. Vísir/StefánÁrni er á meðal þeirra sem fylgjast með ósonlaginu yfir Reykjavík. Hann segir starfsmenn Veðurstofu Íslands ekki sjá annað en að ósonlagið yfir höfuðborginni sé að þykkna aftur. Það sé hins vegar ekki alveg jafn þykkt og það var áður en eyðingin hófst á áttunda áratug síðustu aldar. „Það er ekki alveg komið í það sama og það var en það nálgast það. Frá árinu 2000 höfum við sérstaklega tekið eftir breytingu, þetta er jafnt og þétt að þykkna aftur.“
Veður Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira