Erlent

Sendu F18 orrustuvélar á loft af öryggisástæðum

vísir/epa
Bandaríski flotinn sendi í gær fjórar F18 orrustuvélar á loft eftir að rússneskar herþotur flugu nærri flugmóðurskipinu Ronald Reagan. Atvikið átti sér stað undan strönd Suður Kóreu en Bandaríkjamenn taka nú þátt í heræfingum með bandamönnum sínum þar í landi.

Talsmaður Hvíta hússins segir að vélarnar hafi farið á loft af öryggisástæðum en að aldrei hafi verið mikil hætta á ferðum. Samskipti Rússa og Bandaríkjamanna hafa versnað nokkuð síðustu misserin, ekki síst vegna átakanna í austurhluta Úkraínu og í Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×