Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. október 2015 08:00 Vinnusálfræðingur ræddi við yfirstjórn embættis lögreglustjóra í Reykjavík og fjölda lögreglumanna. vísir/pjetur Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20
Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51