Starfsmenn sögðu frá óviðeigandi athugasemdum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. október 2015 08:00 Vinnusálfræðingur ræddi við yfirstjórn embættis lögreglustjóra í Reykjavík og fjölda lögreglumanna. vísir/pjetur Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist. Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Starfsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sögðu frá óviðeigandi ummælum vinnufélaga sinna er vísuðu í kynferði þeirra í viðtölum við vinnusálfræðinginn Leif Geir Hafsteinsson, sem var ráðinn af innanríkisráðuneytinu til þess að greina samskiptavanda hjá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Frá þessu greina starfsmenn sem vilja ekki koma fram undir nafni. Leifur vill ekki tjá sig að neinu leyti um skýrsluna. „Það ríkir fullkominn trúnaður á milli mín og viðskiptavina. Það er viðskiptavinarins að tjá sig.“ Verkefni Leifs miðaði að því að greina meintan samskiptavanda og hver rót hans er og hvernig megi ráða bót á honum. Leifur tók viðtöl við um tuttugu manns í efsta lagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Bráðabirgðaniðurstöður voru kynntar í ráðuneytinu. Þá hefur Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri rætt óformlega um framhaldið með Ólöfu Nordal ráðherra í vikunni. Lokaskýrslan hefur þó ekki verið kynnt en í henni verða engar persónugreinanlegar upplýsingar.Leifur Geir Hafsteinsson vinnusálfræðingur.Rót vandans er ekki skipulagsbreytingar sem voru gerðar eftir að Sigríður Björk tók við stöðu lögreglustjóra. Úttektin var boðuð í marsmánuði en skipulagsbreytingarnar ekki ákveðnar fyrr en í júlí. Rót vandans er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins valdabarátta í yfirstjórn lögreglunnar. Aðstoðarlögreglustjórar, sem eru samkvæmt reglugerð stigi ofar í starfsröð en yfirlögregluþjónar, voru í nýju skipulagi færðir á sama plan þeir. Þetta skipurit er í samræmi við skipurit dönsku lögreglunnar. Valdsvið aðstoðarlögreglustjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu minnkaði, áður heyrði undir þá meirihluti lögreglumanna í Reykjavík en nú starfa þeir í tengslum við sitt svið og mun færri starfsmenn heyra undir þá. Þá voru starfsstöðvar þeirra færðar frá fimmtu hæð aðseturs embættisins á þá deild þar sem starfsmenn þeirra starfa. Tilgangurinn var að auðvelda aðgang lögreglumanna að yfirmanni sínum, fletja skipulagið út og gera störf lögreglunnar skilvirkari. Breytingarnar þóttu yfirgripsmiklar og hrófla við valdskipulagi sem hefur verið óhreyft árum saman. Ráðuneytið vill ekki gefa upplýsingar um málið meðan það er enn í vinnslu. „Á meðan málið er enn í vinnslu er ekki unnt að fara ofan í efni þess á þessu stigi,“ segir í svari innanríkisráðuneytisins. Vinnusálfræðingurinn var fenginn til að vinna skýrsluna í apríl Upphaflega var gert ráð fyrir að skýrslan yrði klár í maí, en það tafðist.
Tengdar fréttir Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20 Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Hóf vinnu sína í apríl og átti að skila skýrslu mánuði síðar en greiningunni er ekki enn lokið. 22. október 2015 17:20
Sigríður Björk: Samskiptavandinn ekki uppi á yfirborðinu Um tuttugu starfsmenn lögreglunnar hafi verið kallaðir í viðtal hjá Leifi Geir Hafsteinssyni, doktor í vinnusálfræði, sem fenginn var til að skoða hvort að samskiptavandi sé til staðar hjá embættinu. 28. október 2015 12:51