Trúi varla að meirihlutinn sé í góðum málum í þessu ferli Kristján Már Unnarsson skrifar 9. nóvember 2015 19:45 Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda, meðan ákvörðun þar til bærs stjórnvalds um að loka brautinni liggi ekki fyrir. Minnsta flugbrautin er orðin víglínan í hatrömmum deilum ríkis og borgar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Valsmenn fengu leyfi borgar til að hefja framkvæmdir við nýja íbúðabyggð en fengu svo synjun í síðustu viku frá ríkisvaldinu um að byggingarkranar fengju að rísa. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir í viðtali við Svein Arnarsson fréttamann á Akureyri, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að ekkert megi fara inn í hindrunarflöt flugvallar, hvorki krani né byggingar. Vafi virðist leika á hvaða samninga borgin hafi í höndunum til að knýja á um lokun brautarinnar. Bréf sem innanríkisráðuneytið ritaði fyrir hönd Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, til Isavia þann 30. desember 2013, gæti reynst lykilgagn, komi til málaferla, en þar var Isavia falið að hefja undirbúning að lokun brautarinnar. Jafnframt mælti ráðherra fyrir um formlega öryggisúttekt, en sagði svo: „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verkefnastjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir,“ sagði ráðuneytið. Ákvörðun um lokun brautarinnar var þarna skilyrt; hún skyldi tekin á grundvelli tillagna Rögnunefndar og er í höndum núverandi innanríkisráðherra, Ólafar Nordal. „Það hefur ekkert íslenskt stjórnvald tekið um það ákvörðun, sem er þess bært að taka þá ákvörðun, sem þarf að taka ef það á að loka flugbrautinni,“ segir Njáll Trausti. Hann segir þetta mjög skýrt og undrast hvert stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé komin að leyfa framkvæmdir. „Þannig að ég held að menn séu bara komnir svolítið langt fram úr sjálfum sér og eru að lenda í gríðarlega erfiðum málum. Ég held að þetta hljóti að minnsta kosti að vera mikið umhugsunarefni fyrir meirihlutann í Reykjavík, sem er að stýra öllu þessu ferli, - þessir fjórir flokkar, - hvert menn eru komnir í öllu þessu máli, - um skaðabætur og annað. Ég ætla ekki að vera dómstóll þess máls en ég trúi varla að menn séu í góðum málum í þessu ferli,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson. Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Byrjað að grafa við flugbrautarendann Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. hófu í dag framkvæmdir við Hlíðarendabyggð. 13. apríl 2015 19:16 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Formaður Hjartans í Vatnsmýri segir borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík kominn langt fram úr sjálfum sér með því að leyfa framkvæmdir við flugbrautarenda, meðan ákvörðun þar til bærs stjórnvalds um að loka brautinni liggi ekki fyrir. Minnsta flugbrautin er orðin víglínan í hatrömmum deilum ríkis og borgar um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Valsmenn fengu leyfi borgar til að hefja framkvæmdir við nýja íbúðabyggð en fengu svo synjun í síðustu viku frá ríkisvaldinu um að byggingarkranar fengju að rísa. Njáll Trausti Friðbertsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri, segir í viðtali við Svein Arnarsson fréttamann á Akureyri, að það ætti ekki að koma neinum á óvart að ekkert megi fara inn í hindrunarflöt flugvallar, hvorki krani né byggingar. Vafi virðist leika á hvaða samninga borgin hafi í höndunum til að knýja á um lokun brautarinnar. Bréf sem innanríkisráðuneytið ritaði fyrir hönd Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra, til Isavia þann 30. desember 2013, gæti reynst lykilgagn, komi til málaferla, en þar var Isavia falið að hefja undirbúning að lokun brautarinnar. Jafnframt mælti ráðherra fyrir um formlega öryggisúttekt, en sagði svo: „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verkefnastjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir,“ sagði ráðuneytið. Ákvörðun um lokun brautarinnar var þarna skilyrt; hún skyldi tekin á grundvelli tillagna Rögnunefndar og er í höndum núverandi innanríkisráðherra, Ólafar Nordal. „Það hefur ekkert íslenskt stjórnvald tekið um það ákvörðun, sem er þess bært að taka þá ákvörðun, sem þarf að taka ef það á að loka flugbrautinni,“ segir Njáll Trausti. Hann segir þetta mjög skýrt og undrast hvert stjórnsýsla Reykjavíkurborgar sé komin að leyfa framkvæmdir. „Þannig að ég held að menn séu bara komnir svolítið langt fram úr sjálfum sér og eru að lenda í gríðarlega erfiðum málum. Ég held að þetta hljóti að minnsta kosti að vera mikið umhugsunarefni fyrir meirihlutann í Reykjavík, sem er að stýra öllu þessu ferli, - þessir fjórir flokkar, - hvert menn eru komnir í öllu þessu máli, - um skaðabætur og annað. Ég ætla ekki að vera dómstóll þess máls en ég trúi varla að menn séu í góðum málum í þessu ferli,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson.
Tengdar fréttir Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00 Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36 Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27 Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11 Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Byrjað að grafa við flugbrautarendann Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. hófu í dag framkvæmdir við Hlíðarendabyggð. 13. apríl 2015 19:16 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. 26. janúar 2015 19:00
Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. 7. nóvember 2015 20:36
Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. 18. nóvember 2013 19:27
Brautin fer burt, segir Hanna Birna, - hún fer ekki neitt, segir Sigmundur Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir að lokun minnstu flugbrautar Reykjavíkurflugvallar verði auglýst fyrir áramót og að henni verði hugsanlega lokað um mitt næsta ár eða í lok næsta árs. 20. nóvember 2013 12:11
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30
Byrjað að grafa við flugbrautarendann Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. hófu í dag framkvæmdir við Hlíðarendabyggð. 13. apríl 2015 19:16