„Við viljum bara að eitthvað verði gert“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 17:25 Nokkur hundruð eru nú saman komin á Hverfisgötu og krafan er skýr. Vísir/Vilhelm „Hér er bara allt að fyllast og ég er mjög glöð að sjá allan þennan fjölda flykkjast til stuðnings brotaþolum þessara mála,“ segir Oddný Arnarsdóttir sem stendur að baki mótmælunum sem nú standa yfir fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Að sögn sjónarvotta eru þar nú um nokkur hundruð manns sem þangað eru komnir til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Er það gert í ljósi frétta að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem voru kærðir vegna nauðgana í Hlíðunum fyrir skemmstu. Hefur sú ákvörðun lögreglunnar, að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag í kjölfar fréttaflutnings Fréttablaðsins. Sjá einnig: Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningumOddný segist hafa ákveðið að stofna Facebook-viðburðinn, þangað sem um 5000 manns hafa nú meldað sig, vegna þess að hún hafi verið búin að fá nóg. „Ég sá frétt eftir frétt og alltaf virtist vera sama aðgerðarleysið eða hreinlega ekki til peningar til að sinna þessum málum. Sama hvort það er þá virðist þessi málaflokkur ekki vera með stuðning á bakvið sig hjá hinu opinbera,“ segir Oddný og bætir við að skilaboðin með fundinum séu skýr. „Við viljum fá aðgerðir og pening inn í þennan málaflokk. Við viljum bara að eitthvað verði að gert.“ Hún segist ekki efast um heilindi lögreglunnar og vilja hennar til þess að taka til í þessum málaflokki – „heldur er það bara akkurat þetta að þessi mál virðast ekki fá athyglina sem þau þurfa,“ segir Oddný. Fólk er sem fyrr segið farið að flykkjast á Hverfisgötu og myndir af mannhafinu farnar að flæða inn á samfélagsmiðlana.Allir að koma niður á lögreglustöð! tökum afstöðu með þolendum og mótmælun óásættanlegum vinnubrögðum lögreglunar! pic.twitter.com/xGYxhQ4w8c— Druslugangan (@druslugangan) November 9, 2015 Hér er samstaða! #almannahagsmunir pic.twitter.com/U0OkfEOye9— Brynja Helgadóttir (@brynjahelgad) November 9, 2015 Mikið væri nú fallegt ef @logreglan stæði hérna með okkur!#almannahagsmunir pic.twitter.com/mRe2d9Na8C— María Rut (@mariarutkr) November 9, 2015 pic.twitter.com/bEjt78r51c— Sylvía Hall (@sylviaahall) November 9, 2015 Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
„Hér er bara allt að fyllast og ég er mjög glöð að sjá allan þennan fjölda flykkjast til stuðnings brotaþolum þessara mála,“ segir Oddný Arnarsdóttir sem stendur að baki mótmælunum sem nú standa yfir fyrir framan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Að sögn sjónarvotta eru þar nú um nokkur hundruð manns sem þangað eru komnir til að mótmæla aðgerðarleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum. Er það gert í ljósi frétta að ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir tveimur mönnum sem voru kærðir vegna nauðgana í Hlíðunum fyrir skemmstu. Hefur sú ákvörðun lögreglunnar, að krefjast ekki gæsluvarðhalds yfir mönnunum, sætt harðri gagnrýni á samfélagsmiðlum í dag í kjölfar fréttaflutnings Fréttablaðsins. Sjá einnig: Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningumOddný segist hafa ákveðið að stofna Facebook-viðburðinn, þangað sem um 5000 manns hafa nú meldað sig, vegna þess að hún hafi verið búin að fá nóg. „Ég sá frétt eftir frétt og alltaf virtist vera sama aðgerðarleysið eða hreinlega ekki til peningar til að sinna þessum málum. Sama hvort það er þá virðist þessi málaflokkur ekki vera með stuðning á bakvið sig hjá hinu opinbera,“ segir Oddný og bætir við að skilaboðin með fundinum séu skýr. „Við viljum fá aðgerðir og pening inn í þennan málaflokk. Við viljum bara að eitthvað verði að gert.“ Hún segist ekki efast um heilindi lögreglunnar og vilja hennar til þess að taka til í þessum málaflokki – „heldur er það bara akkurat þetta að þessi mál virðast ekki fá athyglina sem þau þurfa,“ segir Oddný. Fólk er sem fyrr segið farið að flykkjast á Hverfisgötu og myndir af mannhafinu farnar að flæða inn á samfélagsmiðlana.Allir að koma niður á lögreglustöð! tökum afstöðu með þolendum og mótmælun óásættanlegum vinnubrögðum lögreglunar! pic.twitter.com/xGYxhQ4w8c— Druslugangan (@druslugangan) November 9, 2015 Hér er samstaða! #almannahagsmunir pic.twitter.com/U0OkfEOye9— Brynja Helgadóttir (@brynjahelgad) November 9, 2015 Mikið væri nú fallegt ef @logreglan stæði hérna með okkur!#almannahagsmunir pic.twitter.com/mRe2d9Na8C— María Rut (@mariarutkr) November 9, 2015 pic.twitter.com/bEjt78r51c— Sylvía Hall (@sylviaahall) November 9, 2015
Hlíðamálið Tengdar fréttir Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09 Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 „Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Getur ekki svarað af eða á hvort lögreglan hafi gert mistök við rannsókn á meintum kynferðisbrotum Þarf að vera sterkur rökstuddur grunur fyrir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, segir yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 9. nóvember 2015 16:09
Ætla að mótmæla aðgerðaleysi lögreglunnar í kynferðisbrotamálum Lögreglan harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. 9. nóvember 2015 13:17
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
„Ég get ekki hugsað mér mikið alvarlegri nauðgunarmál“ "Fyrst og síðast minnir þetta mig á bókina Fifty Shades of Grey,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. 9. nóvember 2015 11:03