Aukið Norðurslóðasamstarf ofarlega á baugi í Seúl Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. nóvember 2015 12:10 Ólafur Ragnar Grímsson og Park Geun-hye takast í hendur í Seúl. mynd/yonhapnews Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund í Seúl með Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu í dag en á fundi þeirra sammæltust leiðtogarnir um að auka samstarf ríkjanna á Norðurslóðum. Á fundinum kom einnig fram „eindreginn vilji Kóreu,“eins og það er orðað á vef forsetaembættisins, til að efla siglingar og rannsóknir á Norðurslóðum og taka virkan þátt í samstarfi og stefnumótun á svæðinu. „Þá lýsti Park forseti sérstakri ánægju með þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem nú er haldið árlega í Reykjavík og stefnir Kórea að áframhaldandi þátttöku í þingunum,“ segir einnig á forsetavefnum.Á vef Korea Times er greint frá því að samstarf ríkjanna á Norðurslóðum sé ekki síst til þess fallið að kanna fýsileika norðausturleiðinar yfir heimskautið sem hefur í för með sér „kostnaðar- og tímasparnað fyrir skipafélög“ eins og það er orðað í fréttinni. Á vef forseta Íslands segir ennfremur að forseti Kóreu hafi lagt „ríka áherslu á mikilvægi þess að auka samvinnu Íslendinga og Kóreumanna á sviði viðskipta og fjárfestinga með tilliti til breyttra aðstæða á Norðurslóðum og bauðst jafnframt til að greiða götu hvers konar hugmynda í þeim efnum.“ Þá sagðist hún einnig sjá rík tækifæri í samstarfi þjóðanna á sviði endunýjanlegrar orku enda væru Íslendingar „forystuþjóð á sviði endurnýjanlegrar orku,“ og „Kóreumenn á sviði margvíslegra tæknilausna.“ Ólafur Ragnar hvatti til þess að hugmyndum um samstarf yrði fljótlega fundinn formlegur farvegur á vettvangi samskipta ríkjanna. Fundinn sátu einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis sem og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Nánar upplýsingar um fund þeirra Óalfs og Park Geun-hye má lesa á vef forseta. Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund í Seúl með Park Geun-hye, forseta Suður-Kóreu í dag en á fundi þeirra sammæltust leiðtogarnir um að auka samstarf ríkjanna á Norðurslóðum. Á fundinum kom einnig fram „eindreginn vilji Kóreu,“eins og það er orðað á vef forsetaembættisins, til að efla siglingar og rannsóknir á Norðurslóðum og taka virkan þátt í samstarfi og stefnumótun á svæðinu. „Þá lýsti Park forseti sérstakri ánægju með þing Hringborðs Norðurslóða – Arctic Circle sem nú er haldið árlega í Reykjavík og stefnir Kórea að áframhaldandi þátttöku í þingunum,“ segir einnig á forsetavefnum.Á vef Korea Times er greint frá því að samstarf ríkjanna á Norðurslóðum sé ekki síst til þess fallið að kanna fýsileika norðausturleiðinar yfir heimskautið sem hefur í för með sér „kostnaðar- og tímasparnað fyrir skipafélög“ eins og það er orðað í fréttinni. Á vef forseta Íslands segir ennfremur að forseti Kóreu hafi lagt „ríka áherslu á mikilvægi þess að auka samvinnu Íslendinga og Kóreumanna á sviði viðskipta og fjárfestinga með tilliti til breyttra aðstæða á Norðurslóðum og bauðst jafnframt til að greiða götu hvers konar hugmynda í þeim efnum.“ Þá sagðist hún einnig sjá rík tækifæri í samstarfi þjóðanna á sviði endunýjanlegrar orku enda væru Íslendingar „forystuþjóð á sviði endurnýjanlegrar orku,“ og „Kóreumenn á sviði margvíslegra tæknilausna.“ Ólafur Ragnar hvatti til þess að hugmyndum um samstarf yrði fljótlega fundinn formlegur farvegur á vettvangi samskipta ríkjanna. Fundinn sátu einnig Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, embættismenn forsetaskrifstofu og utanríkisráðuneytis sem og Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar. Nánar upplýsingar um fund þeirra Óalfs og Park Geun-hye má lesa á vef forseta.
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira