Bíó og sjónvarp

Sigurganga íslenskra kvikmynda heldur áfram

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dagur Kári tekur á móti kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs á dögunum.
Dagur Kári tekur á móti kvikmyndaverðlaunum Norðurlandaráðs á dögunum. Vísir/Anton
Enn vinna íslenskar kvikmyndir til alþjóðlegra kvikmyndaverðlauna en myndirnar Fúsi og Hrútar unnu til verðlauna á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck á dögunum. Báðar þessar myndir hafa sópað að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum víðsvegar um heiminn.

Fúsi, kvikmynd Dags Kára Péturssonar vann til þriggja verðlauna á hátíðinni í Lübeck. Vann hún áhorfendaverðlaun hátíðarinnar, Interfilm-kirkju verðlaun hátíðarinnar auk þess sem Gunnar Jónsson hlaut sérstök heiðursverðlaun fyrir leik sinn í myndinni.

Hrútar, mynd Gríms Hákonarssonar, hlaut verðlaun frá baltneskri dómnefnd hátíðarinnar fyrir framúrskarandi norræna kvikmynd. Myndin var að auki tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna um helgina. Hrútar hefur nú keppt til verðlauna á tíu alþjóðlegum kvikmyndahátíðum, unnið aðalverðlaunin á sjö þeirra og alls unnið til fjórtán verðlauna.

Mynd Dags Kára, Fúsi, vann til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrr á árinu. Hún hefur alls unnið til níu verðlauna, þar á meðal þrenn verðlaun á Tribeca-hátíðinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.