Kínverskt skipafélag undirbýr áætlunarsiglingar um Íshafið Kristján Már Unnarsson skrifar 8. nóvember 2015 21:58 Forstjóri Cosco, Li Yunpeng, hitti forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, fyrir tveimur árum þegar hann sótti Arctic Circle-ráðstefnuna. Mynd/Cosco. Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið milli Evrópu og Asíu. Kínverska fréttastofan Xinghua greindi frá þessu í nýliðinni viku og vitnaði í forstjóra öryggis- og tæknimála skipafélagsins, sem sagði til skoðunar að auka siglingar um norðausturleiðina.Ísbrjóturinn Snædrekinn var fyrsta skip Kínverja sem sigldi norðausturleiðina sumarið 2012. Fyrsta viðkomuhöfnin frá Shanghai var Reykjavík.Japan Times hafði eftir talsmanni COSCO að markmiðið væri reglubundnar áætlunarsiglingar um Íshafið, en engar tímasetningar voru nefndar um hvenær þær myndu hefjast. Í fréttum af málinu kemur þó fram að siglingaleiðin sé aðeins fær hluta ársins, frá júli og fram í nóvember. Yfirlýsingar Kínverja koma í framhaldi af siglingu flutningaskipsins Yong Sheng þessa leið í sumar, frá Shanghai til Rotterdam og til baka. Það tók skipið 27 daga að sigla þessa 7.800 sjómílna leið. Við það spöruðust níu dagar og 2.800 sjómílur miðað við það að fara hefðbundna leið um Indlandshaf og Súezskurðinn. Norðausturleiðin nýttist íslenskum útflutningsafurðum í fyrsta sinn í sumar þegar leiguskipið Winter Bay sigldi með hvalkjöt fyrir Hval hf. frá Hafnarfirði til Japans. Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn varð hins vegar fyrstur sumarið 2012 til að sigla frá Asíu til Íslands um heimskautið. Það var jafnframt fyrsta sigling kínversks skips um norðausturleiðina.Winter Bay við bryggju í Hafnarfirði í vor. Skipið sigldi norðausturleiðina með 1.700 tonn af langreyðarkjöti til Japans.VÍSIR/ERNIRForstjóri kínverska skipafélagsins átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, fyrir tveimur árum þegar hann sótti Arctic Circle-ráðstefnuna en COSCO er einn af samstarfsaðilum hennar. Kínverski forstjórinn hitti einnig Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra. Bandaríska Wall Street Journal fjallaði um áform Cosco með viðtali við Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóra Center for High North Logistics í Kirkenes. Björn var áður deildarforseti við Háskólann á Akureyri og rektor RES-orkuskólans en stýrir nú CHNL í Norður-Noregi, sem er samstarfsmiðstöð norskra stjórnvalda og skipafélaga um þróun norðurslóðasiglinga. Wall Street Journal hefur eftir Birni að áform Cosco sýni þau tækifæri sem felist í norðausturleiðinni. Mun meira þurfi þó til áður en hún verði mikilvæg siglingaleið. Vöruhafnir þurfi að byggjast upp til að þjóna leiðinni en einnig varnir gegn olíuslysum og leitar- og björgunarþjónusta.Norðausturleiðin liggur um efnahagslögsögu Rússlands. Myndin er tekin úr rússneskum ísbrjóti að ryðja leiðina fyrir skipalest.Mynd/Rosatomflot. Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Marorka fundaði með Cosco Group Íslensk sendinefnd skipuð fulltrúum úr utanríkisþjónustunni og starfsmönnum Marorku fundaði í síðustu viku með stjórnendum kínverska skipafélagsins Cosco Group. Á fundinum var rætt samstarf milli Marorku og Cosco sem er eitt stærsta skipafélag heims. 16. október 2012 08:00 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Kínverjar senda flutningaskip norðausturleiðina í kjölfar Snædrekans Kínverskt skipafélag ætlar að senda fullhlaðið flutningaskip frá Kína til Evrópu í gegnum Norður-Íshafið eða norðausturleiðin meðfram Rússlandi og Noregi í sumar. 13. mars 2013 06:36 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Eimskip í samstarf við stærsta skipafélag Kína Fulltrúar Eimskips og COSCO, stærsta skipfélags Kína og fimmta stærsta skipafélags í heimi, undirrituðu samning í síðustu viku. 21. janúar 2014 20:58 Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Sjá meira
Stærsta skipafélag heims, kínverska ríkisskipafélagið COSCO, kannar nú möguleika á að hefja fastar áætlunarsiglingar norðausturleiðina um Íshafið milli Evrópu og Asíu. Kínverska fréttastofan Xinghua greindi frá þessu í nýliðinni viku og vitnaði í forstjóra öryggis- og tæknimála skipafélagsins, sem sagði til skoðunar að auka siglingar um norðausturleiðina.Ísbrjóturinn Snædrekinn var fyrsta skip Kínverja sem sigldi norðausturleiðina sumarið 2012. Fyrsta viðkomuhöfnin frá Shanghai var Reykjavík.Japan Times hafði eftir talsmanni COSCO að markmiðið væri reglubundnar áætlunarsiglingar um Íshafið, en engar tímasetningar voru nefndar um hvenær þær myndu hefjast. Í fréttum af málinu kemur þó fram að siglingaleiðin sé aðeins fær hluta ársins, frá júli og fram í nóvember. Yfirlýsingar Kínverja koma í framhaldi af siglingu flutningaskipsins Yong Sheng þessa leið í sumar, frá Shanghai til Rotterdam og til baka. Það tók skipið 27 daga að sigla þessa 7.800 sjómílna leið. Við það spöruðust níu dagar og 2.800 sjómílur miðað við það að fara hefðbundna leið um Indlandshaf og Súezskurðinn. Norðausturleiðin nýttist íslenskum útflutningsafurðum í fyrsta sinn í sumar þegar leiguskipið Winter Bay sigldi með hvalkjöt fyrir Hval hf. frá Hafnarfirði til Japans. Kínverski ísbrjóturinn Snædrekinn varð hins vegar fyrstur sumarið 2012 til að sigla frá Asíu til Íslands um heimskautið. Það var jafnframt fyrsta sigling kínversks skips um norðausturleiðina.Winter Bay við bryggju í Hafnarfirði í vor. Skipið sigldi norðausturleiðina með 1.700 tonn af langreyðarkjöti til Japans.VÍSIR/ERNIRForstjóri kínverska skipafélagsins átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, fyrir tveimur árum þegar hann sótti Arctic Circle-ráðstefnuna en COSCO er einn af samstarfsaðilum hennar. Kínverski forstjórinn hitti einnig Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra. Bandaríska Wall Street Journal fjallaði um áform Cosco með viðtali við Björn Gunnarsson, framkvæmdastjóra Center for High North Logistics í Kirkenes. Björn var áður deildarforseti við Háskólann á Akureyri og rektor RES-orkuskólans en stýrir nú CHNL í Norður-Noregi, sem er samstarfsmiðstöð norskra stjórnvalda og skipafélaga um þróun norðurslóðasiglinga. Wall Street Journal hefur eftir Birni að áform Cosco sýni þau tækifæri sem felist í norðausturleiðinni. Mun meira þurfi þó til áður en hún verði mikilvæg siglingaleið. Vöruhafnir þurfi að byggjast upp til að þjóna leiðinni en einnig varnir gegn olíuslysum og leitar- og björgunarþjónusta.Norðausturleiðin liggur um efnahagslögsögu Rússlands. Myndin er tekin úr rússneskum ísbrjóti að ryðja leiðina fyrir skipalest.Mynd/Rosatomflot.
Tengdar fréttir Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13 Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Marorka fundaði með Cosco Group Íslensk sendinefnd skipuð fulltrúum úr utanríkisþjónustunni og starfsmönnum Marorku fundaði í síðustu viku með stjórnendum kínverska skipafélagsins Cosco Group. Á fundinum var rætt samstarf milli Marorku og Cosco sem er eitt stærsta skipafélag heims. 16. október 2012 08:00 Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00 Kínverjar senda flutningaskip norðausturleiðina í kjölfar Snædrekans Kínverskt skipafélag ætlar að senda fullhlaðið flutningaskip frá Kína til Evrópu í gegnum Norður-Íshafið eða norðausturleiðin meðfram Rússlandi og Noregi í sumar. 13. mars 2013 06:36 Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57 Eimskip í samstarf við stærsta skipafélag Kína Fulltrúar Eimskips og COSCO, stærsta skipfélags Kína og fimmta stærsta skipafélags í heimi, undirrituðu samning í síðustu viku. 21. janúar 2014 20:58 Mest lesið Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Viðskipti innlent Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fimm mætt í Kauphöllina Viðskipti innlent Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Matvörumarkaðurinn harðnar og harðnar á Selfossi Sjá meira
Kínverjar vilja fjárfesta í umskipunarhöfn á Íslandi Kínverjar hafa rætt við íslensk stjórnvöld um að byggja hafnarmannvirki á Íslandi vegna siglinga yfir Norðurskautið. Þetta upplýsir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra en á ráðstefnu í dag sagði hann mestu viðskiptatækifæri Íslendinga á þessari öld tengjast heimskautasvæðunum. Salurinn á Grand hótel Reykjavík var þéttsetinn á ráðstefnu sem utanríkisráðuneytið, Samtök atvinnulífsins og Íslandsstofa efndu til um sóknarfæri á norðurslóðum. 22. nóvember 2012 20:13
Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30
Marorka fundaði með Cosco Group Íslensk sendinefnd skipuð fulltrúum úr utanríkisþjónustunni og starfsmönnum Marorku fundaði í síðustu viku með stjórnendum kínverska skipafélagsins Cosco Group. Á fundinum var rætt samstarf milli Marorku og Cosco sem er eitt stærsta skipafélag heims. 16. október 2012 08:00
Stór áfangi að þjónustuhöfn Norðurslóða við Finnafjörð Oddviti Langanesbyggðar hefur fulla trúa á því að risahöfn við Finnafjörð verði að veruleika eftir að eitt stærsta hafnafyrirtæki Evrópu, Bremenports, ritaði undir samstarfssamning um að kosta mörghundruð milljóna króna undirbúningsvinnu. 22. maí 2014 22:00
Kínverjar senda flutningaskip norðausturleiðina í kjölfar Snædrekans Kínverskt skipafélag ætlar að senda fullhlaðið flutningaskip frá Kína til Evrópu í gegnum Norður-Íshafið eða norðausturleiðin meðfram Rússlandi og Noregi í sumar. 13. mars 2013 06:36
Snædrekinn kominn til Reykjavíkur Kínverska rannsóknarskipið og ísbrjóturinn Snædrekinn liggur nú við Ytrihöfn í Kollafirði. Það lagðist að bryggju um níu leytið í morgun. 14. ágúst 2012 13:57
Eimskip í samstarf við stærsta skipafélag Kína Fulltrúar Eimskips og COSCO, stærsta skipfélags Kína og fimmta stærsta skipafélags í heimi, undirrituðu samning í síðustu viku. 21. janúar 2014 20:58