Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Nadine Guðrún Yaghi skrifar 9. nóvember 2015 06:00 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi húsleit í íbúð í Hlíðunum þar sem meintar nauðganir eiga að hafa átt sér stað. vísir/vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi á dögunum húsleit í fjölbýlishúsi í Hlíðarhverfi í Reykjavík, þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Lögregla staðfestir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í málinu. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær áttu sér báðar stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á svipuðum aldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Grunur um byrlun ólyfjan Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur.Hankar í loftinu Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana. Lögreglan vill ekki staðfesta hvað hafi fundist við húsleitina. Hún staðfestir þó að húsleit hafi verið gerð í framhaldi af því að mennirnir voru handteknir. Mönnunum var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim. Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Meintur nauðgari sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu. 5. nóvember 2015 13:23 Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00 Um tvö nauðgunarmál að ræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar gróf kynferðisbrot sem nemandi við Háskólann í Reykjavík á að hafa framið gegn tveimur konum, sem eru samnemendur hans, í október. Málið hefur vakið óhug meðal nemenda og kennara við skólann. 4. nóvember 2015 18:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu framkvæmdi á dögunum húsleit í fjölbýlishúsi í Hlíðarhverfi í Reykjavík, þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. Lögregla staðfestir að tvær kærur hafi verið lagðar fram í málinu. Samkvæmt heimildum blaðsins voru árásirnar hrottalegar og íbúðin búin tækjum til ofbeldisiðkunar. Fréttablaðið greindi frá árásunum fyrir helgi, en þær áttu sér báðar stað í október. Tveir karlar eru grunaðir um árásirnar. Annar er á fertugsaldri og stundar nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, þar sem fórnarlömb árásanna stunda báðar nám. Hinn er á svipuðum aldri og starfsmaður á hótelinu Reykjavík Marina. Hann hefur verið sendur í leyfi á meðan á rannsókn stendur.Grunur um byrlun ólyfjan Fyrri nauðgunin er sögð hafa átt sér stað eftir bekkjarskemmtun háskólanemanna á skemmtistaðnum Austur, í umræddri íbúð í Hlíðunum. Níu dögum síðar á hinni konunni að hafa verið nauðgað, í sömu íbúð, af báðum mönnunum eftir bekkjarskemmtun á Slippbarnum. Umráðamaður íbúðarinnar er maðurinn sem starfaði hjá Reykjavík Marina, sem rekur Slippbarinn. Samkvæmt upplýsingum frá samnemendum kvennanna leikur grunur á að mennirnir hafi í það minnsta í öðru tilvikinu byrlað konunni ólyfjan áður en ráðist var á hana. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins fann lögregla í íbúðinni ýmis tól og tæki sem mennirnir eiga að hafa notað við nauðganirnar, svo sem svipur, reipi og keðjur.Hankar í loftinu Þá voru hankar í loftinu sem grunur leikur á að mennirnir hafi notað til að hengja upp aðra konuna á meðan ráðist var á hana. Lögreglan vill ekki staðfesta hvað hafi fundist við húsleitina. Hún staðfestir þó að húsleit hafi verið gerð í framhaldi af því að mennirnir voru handteknir. Mönnunum var sleppt að lokinni frumrannsókn lögreglu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00 Meintur nauðgari sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu. 5. nóvember 2015 13:23 Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00 Um tvö nauðgunarmál að ræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar gróf kynferðisbrot sem nemandi við Háskólann í Reykjavík á að hafa framið gegn tveimur konum, sem eru samnemendur hans, í október. Málið hefur vakið óhug meðal nemenda og kennara við skólann. 4. nóvember 2015 18:45 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Nauðgunarmál í HR: Bæði atvikin að lokinni skólaskemmtun í miðbæ Reykjavíkur Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. 5. nóvember 2015 07:00
Meintur nauðgari sendur í leyfi Starfsmaður hótelsins Reykjavík Marina, sem grunaður er um aðild að hrottalegri nauðgun á konu í félagi við annan mann, hefur verið sendur í leyfi frá fyrirtækinu. 5. nóvember 2015 13:23
Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins rannsakar lögreglan kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjarskemmtun nemenda HR. Nemandi er sagður hafa nauðgað tveimur samnemendum sínum. Skólinn hefur gripið til aðgerða. 4. nóvember 2015 07:00
Um tvö nauðgunarmál að ræða Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar gróf kynferðisbrot sem nemandi við Háskólann í Reykjavík á að hafa framið gegn tveimur konum, sem eru samnemendur hans, í október. Málið hefur vakið óhug meðal nemenda og kennara við skólann. 4. nóvember 2015 18:45