Innlent

Tæplega þrjátíu þúsund hafa skrifað undir hjá Björk og Andra Snæ

Bjarki Ármannsson skrifar
Hópurinn Gætum Garðsins hefur undanfarið ár unnið að því að kortleggja virkjunarverkefni á hálendinu.
Hópurinn Gætum Garðsins hefur undanfarið ár unnið að því að kortleggja virkjunarverkefni á hálendinu. Mynd/Gætum garðsins
26.860 manns hafa, þegar þetta er skrifað, skrifað undir á vefsíðu samtakanna Gætum garðsins þar sem þess er krafist að hætt verði við áætlanir um virkjanir á hálendinu. Tónlistarkonan Björk og rithöfundurinn Andri Snær Magnason héldu blaðamannafund fyrir erlenda blaðamenn í Gamla bíói í gær til að vekja athygli á starfi Gætum garðsins.

Í undirskriftarsöfnuninni, sem er á ensku, segir að rúmlega áttatíu prósent erlendra ferðamanna heimsæki Ísland fyrst og fremst vegna náttúrunnar. Hálendið sé þó í hættu vegna aukins þrýstings stjórnvalda um að virkja þar.

Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að margt sem fram hafi komið á blaðamannafundinum í gær sé rangt og að hún væri til í að funda með Björk um málefni íslenskrar náttúru.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×