Rússar fordæma skopmyndir í Charlie Hebdo sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 17:59 Myndirnar sem um ræðir. Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta segir myndirnar óásættanlegar og hafi ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Yfirvöld ætli þó ekki að leggja fram formlega kvörtun. Um tvær skopmyndir er að ræða. Á annarri þeirra má sjá brak og líkamsleifar falla á vígamenn Íslamska ríkisins undir yfirskriftinni: „IS: Rússar auka loftárásir sínar“ – og er þar með vísað í loftárásirnar Rússa í Sýrlandi. Á hinni myndinni má sjá hauskúpu með sólgleraugu með brak flugvélarinnar í bakgrunni. Titill þeirrar myndar er: „Hættur rússneskra lággjaldaflugfélaga“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar fordæma skopritið því síðast í mars birtist skopmynd af stríðinu í Úkraínu. Undir henni stóð „Hvernig væri ef við gerðum eitthvað við einhverja skopmyndateiknara?“. Myndina má sjá hér fyrir neðan. From the Kremlin to the Duma, Charlie Hebdo's MetroJet crash cartoons anger Moscow https://t.co/aTS76MT4RG pic.twitter.com/UMtjdymbI1— Newsweek (@Newsweek) November 6, 2015 Franskir sérfræðingar greindu frá því í dag að talið sé að öflug sprengja hafi orðið til þess að rússneska vélin hrapaði, með þeim afleiðingum að 224 fórust. Þeir segja ekkert benda til þess að vélarbilun hafi orðið, en flugritar sýna að allur tækjabúnaður var í góðu lagi skömmu áður en vélin fórst. ISIS samtökin höfðu áður lýst ábyrgð á verknaðnum og í gær greindi bandaríska fréttastofan NBC frá því að bandaríska leyniþjónustan hafi hlerað samtal milli ISIS liða í Sýrlandi og Egyptalandi þar sem fram kemur hvernig vélinni var grandað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti stöðvaði í gær allt áætlunarflug milli Rússlands og Egyptalands vegna hættu á hryðjuverkaárásum, en fimmtíu þúsund rússneskir ferðamenn eru nú í landinu. Ákvörðun Pútíns er mikið áfall fyrir efnahag Egypta sem byggir að miklu leyti á ferðaþjónustu. Um þrjátíu prósent allra ferðamanna í landinu koma frá Rússlandi. Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta segir myndirnar óásættanlegar og hafi ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Yfirvöld ætli þó ekki að leggja fram formlega kvörtun. Um tvær skopmyndir er að ræða. Á annarri þeirra má sjá brak og líkamsleifar falla á vígamenn Íslamska ríkisins undir yfirskriftinni: „IS: Rússar auka loftárásir sínar“ – og er þar með vísað í loftárásirnar Rússa í Sýrlandi. Á hinni myndinni má sjá hauskúpu með sólgleraugu með brak flugvélarinnar í bakgrunni. Titill þeirrar myndar er: „Hættur rússneskra lággjaldaflugfélaga“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar fordæma skopritið því síðast í mars birtist skopmynd af stríðinu í Úkraínu. Undir henni stóð „Hvernig væri ef við gerðum eitthvað við einhverja skopmyndateiknara?“. Myndina má sjá hér fyrir neðan. From the Kremlin to the Duma, Charlie Hebdo's MetroJet crash cartoons anger Moscow https://t.co/aTS76MT4RG pic.twitter.com/UMtjdymbI1— Newsweek (@Newsweek) November 6, 2015 Franskir sérfræðingar greindu frá því í dag að talið sé að öflug sprengja hafi orðið til þess að rússneska vélin hrapaði, með þeim afleiðingum að 224 fórust. Þeir segja ekkert benda til þess að vélarbilun hafi orðið, en flugritar sýna að allur tækjabúnaður var í góðu lagi skömmu áður en vélin fórst. ISIS samtökin höfðu áður lýst ábyrgð á verknaðnum og í gær greindi bandaríska fréttastofan NBC frá því að bandaríska leyniþjónustan hafi hlerað samtal milli ISIS liða í Sýrlandi og Egyptalandi þar sem fram kemur hvernig vélinni var grandað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti stöðvaði í gær allt áætlunarflug milli Rússlands og Egyptalands vegna hættu á hryðjuverkaárásum, en fimmtíu þúsund rússneskir ferðamenn eru nú í landinu. Ákvörðun Pútíns er mikið áfall fyrir efnahag Egypta sem byggir að miklu leyti á ferðaþjónustu. Um þrjátíu prósent allra ferðamanna í landinu koma frá Rússlandi.
Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Sjá meira
Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53
Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28
Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18
Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33
Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02