Rússar fordæma skopmyndir í Charlie Hebdo sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 17:59 Myndirnar sem um ræðir. Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta segir myndirnar óásættanlegar og hafi ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Yfirvöld ætli þó ekki að leggja fram formlega kvörtun. Um tvær skopmyndir er að ræða. Á annarri þeirra má sjá brak og líkamsleifar falla á vígamenn Íslamska ríkisins undir yfirskriftinni: „IS: Rússar auka loftárásir sínar“ – og er þar með vísað í loftárásirnar Rússa í Sýrlandi. Á hinni myndinni má sjá hauskúpu með sólgleraugu með brak flugvélarinnar í bakgrunni. Titill þeirrar myndar er: „Hættur rússneskra lággjaldaflugfélaga“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar fordæma skopritið því síðast í mars birtist skopmynd af stríðinu í Úkraínu. Undir henni stóð „Hvernig væri ef við gerðum eitthvað við einhverja skopmyndateiknara?“. Myndina má sjá hér fyrir neðan. From the Kremlin to the Duma, Charlie Hebdo's MetroJet crash cartoons anger Moscow https://t.co/aTS76MT4RG pic.twitter.com/UMtjdymbI1— Newsweek (@Newsweek) November 6, 2015 Franskir sérfræðingar greindu frá því í dag að talið sé að öflug sprengja hafi orðið til þess að rússneska vélin hrapaði, með þeim afleiðingum að 224 fórust. Þeir segja ekkert benda til þess að vélarbilun hafi orðið, en flugritar sýna að allur tækjabúnaður var í góðu lagi skömmu áður en vélin fórst. ISIS samtökin höfðu áður lýst ábyrgð á verknaðnum og í gær greindi bandaríska fréttastofan NBC frá því að bandaríska leyniþjónustan hafi hlerað samtal milli ISIS liða í Sýrlandi og Egyptalandi þar sem fram kemur hvernig vélinni var grandað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti stöðvaði í gær allt áætlunarflug milli Rússlands og Egyptalands vegna hættu á hryðjuverkaárásum, en fimmtíu þúsund rússneskir ferðamenn eru nú í landinu. Ákvörðun Pútíns er mikið áfall fyrir efnahag Egypta sem byggir að miklu leyti á ferðaþjónustu. Um þrjátíu prósent allra ferðamanna í landinu koma frá Rússlandi. Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt skopmyndir sem birtust í nýjasta tímariti Charlie Hebdo af flugslysinu á Sinæ skaga um síðustu helgi. Talsmaður Vladimírs Pútín Rússlandsforseta segir myndirnar óásættanlegar og hafi ekkert með tjáningarfrelsi að gera. Yfirvöld ætli þó ekki að leggja fram formlega kvörtun. Um tvær skopmyndir er að ræða. Á annarri þeirra má sjá brak og líkamsleifar falla á vígamenn Íslamska ríkisins undir yfirskriftinni: „IS: Rússar auka loftárásir sínar“ – og er þar með vísað í loftárásirnar Rússa í Sýrlandi. Á hinni myndinni má sjá hauskúpu með sólgleraugu með brak flugvélarinnar í bakgrunni. Titill þeirrar myndar er: „Hættur rússneskra lággjaldaflugfélaga“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar fordæma skopritið því síðast í mars birtist skopmynd af stríðinu í Úkraínu. Undir henni stóð „Hvernig væri ef við gerðum eitthvað við einhverja skopmyndateiknara?“. Myndina má sjá hér fyrir neðan. From the Kremlin to the Duma, Charlie Hebdo's MetroJet crash cartoons anger Moscow https://t.co/aTS76MT4RG pic.twitter.com/UMtjdymbI1— Newsweek (@Newsweek) November 6, 2015 Franskir sérfræðingar greindu frá því í dag að talið sé að öflug sprengja hafi orðið til þess að rússneska vélin hrapaði, með þeim afleiðingum að 224 fórust. Þeir segja ekkert benda til þess að vélarbilun hafi orðið, en flugritar sýna að allur tækjabúnaður var í góðu lagi skömmu áður en vélin fórst. ISIS samtökin höfðu áður lýst ábyrgð á verknaðnum og í gær greindi bandaríska fréttastofan NBC frá því að bandaríska leyniþjónustan hafi hlerað samtal milli ISIS liða í Sýrlandi og Egyptalandi þar sem fram kemur hvernig vélinni var grandað. Vladimír Pútín Rússlandsforseti stöðvaði í gær allt áætlunarflug milli Rússlands og Egyptalands vegna hættu á hryðjuverkaárásum, en fimmtíu þúsund rússneskir ferðamenn eru nú í landinu. Ákvörðun Pútíns er mikið áfall fyrir efnahag Egypta sem byggir að miklu leyti á ferðaþjónustu. Um þrjátíu prósent allra ferðamanna í landinu koma frá Rússlandi.
Tengdar fréttir Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53 Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28 Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18 Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33 Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02 Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Charlie Hebdo birtir skopmynd af Aylan Kurdi á forsíðu Myndbirtingin hefur vakið viðbrögð, meðal annars á samfélagsmiðlum. 15. september 2015 10:53
Telja mjög líklegt að sprengja hafi grandað rússnesku flugvélinni Bandarískir og breskir embættismenn segja að sprengja sé líklegasta orsökin fyrir hrapi flugvélar Metrojet yfir Sinai-skaga. 4. nóvember 2015 21:28
Starfsmenn Charlie Hebdo jarðaðir Meðal þeirra eru tveir þekktustu teiknarar blaðsins. 15. janúar 2015 16:18
Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn í fullum gangi. 2. nóvember 2015 10:33
Gíslataka í úthverfi Parísar Ekki er vitað hvort gíslatakan tengist árásunum frá í janúar á nokkurn hátt. 13. júlí 2015 08:02