Skattrannsóknarstjóri sér ekki ástæðu til að skoða Samherjamálið frekar Sæunn Gísladóttir skrifar 6. nóvember 2015 14:46 Þorsteinn Már Baldvinsson sagði málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. Eftir skoðun á málinu hefur skattrannsóknarstjóri ekki séð ástæðu til nokkurra aðgerða af sinni hálfu í sakamáli sérstaks saksóknara á hendur Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þetta kemur fram í frétt á vef Samherja.Vísir greindi frá því þann 4. september síðastliðinn að embætti sérstaks saksóknara hefði fellt niður mál tengd Samherja, niðurstaða embættisins var að ekki væri fótur fyrir kæru Seðlabanka Íslands. Þorsteinn sagði málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi einnig Seðlabankann, og taldi þörf á að bankinn fjármálaráðherra og Alþingi tækju afstöðu til þess hvort gera ætti breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. Í frétt á vef Samherja segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með niðurstöðuna enda sé hún í samræmi við það sem þeir hafi alltaf sagt, að starfsfólk Samherja hafi unnið vel og eftir bestu samvisku þrátt fyrir erfiðar kringumstæður hin síðari ár. Aldrei hafi verið farið jafn nákvæmlega og ítarlega í gegnum starfsemi nokkurs fyrirtækis eins og í þessu máli. Niðurstaðan sé að starfsfólk Samherja og dótturfélaga þeirra hafi unnið störf sín af trúmennsku og heiðarleika. Er því búið að hreinsa starfsfólk Samherja af ásökunum sem fram komu í kærum Seðlabankans til embættis sérstaks saksóknara. Jafnframt segir að ítreka skuli að staðfest hafi verið að ávirðingar Seðlabankans hafi verið efnislega rangar og hafi ekkert með gildi laga og reglna að gera. Grundvöllur málsins hafi frá upphafi verið rangur. Aðför Seðlabankans að Samherja, félaginu og starfsfólki, verði því ekki kölluð annað en ljót og sé bankanum til minnkunar. Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. 6. október 2015 07:00 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eftir skoðun á málinu hefur skattrannsóknarstjóri ekki séð ástæðu til nokkurra aðgerða af sinni hálfu í sakamáli sérstaks saksóknara á hendur Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja, og þriggja lykilstarfsmanna fyrirtækisins. Grunur lék á að þeir hefðu brotið gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Þetta kemur fram í frétt á vef Samherja.Vísir greindi frá því þann 4. september síðastliðinn að embætti sérstaks saksóknara hefði fellt niður mál tengd Samherja, niðurstaða embættisins var að ekki væri fótur fyrir kæru Seðlabanka Íslands. Þorsteinn sagði málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. Umboðsmaður Alþingis gagnrýndi einnig Seðlabankann, og taldi þörf á að bankinn fjármálaráðherra og Alþingi tækju afstöðu til þess hvort gera ætti breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. Í frétt á vef Samherja segir að fyrirtækið sé mjög ánægt með niðurstöðuna enda sé hún í samræmi við það sem þeir hafi alltaf sagt, að starfsfólk Samherja hafi unnið vel og eftir bestu samvisku þrátt fyrir erfiðar kringumstæður hin síðari ár. Aldrei hafi verið farið jafn nákvæmlega og ítarlega í gegnum starfsemi nokkurs fyrirtækis eins og í þessu máli. Niðurstaðan sé að starfsfólk Samherja og dótturfélaga þeirra hafi unnið störf sín af trúmennsku og heiðarleika. Er því búið að hreinsa starfsfólk Samherja af ásökunum sem fram komu í kærum Seðlabankans til embættis sérstaks saksóknara. Jafnframt segir að ítreka skuli að staðfest hafi verið að ávirðingar Seðlabankans hafi verið efnislega rangar og hafi ekkert með gildi laga og reglna að gera. Grundvöllur málsins hafi frá upphafi verið rangur. Aðför Seðlabankans að Samherja, félaginu og starfsfólki, verði því ekki kölluð annað en ljót og sé bankanum til minnkunar.
Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. 6. október 2015 07:00 Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04 Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Umboðsmaður gagnrýnir Seðlabanka Umboðsmaður Alþingis telur þörf á að Seðlabankinn, fjármálaráðherra og Alþingi taki afstöðu til þess hvort gera eigi breytingar á fyrirkomulagi athugana og rannsókna vegna ætlaðra brota gegn gildandi reglum um gjaldeyrismál. 6. október 2015 07:00
Sérstakur saksóknari hefur fellt niður Samherjamálið Þorsteinn segir málið hafa haft gríðarlegt tjón í för með sér fyrir fyrirtækið en rannsóknin stóð yfir í á fjórða ár. 4. september 2015 18:04