Óvissa á olíumörkuðum vegna endurkomu Írana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. nóvember 2015 00:01 Óvíst er hvaða áhrif endurkoma Íran á olíumarkaði mun hafa. vísir/getty Næsta ár gæti orðið forvitnilegt á olíumörkuðum heimsins þar sem létt verður mjög á viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og annarra ríkja gagnvart Íran. Olía Írana er á leiðinni á markað innan skamms en nú þegar er offramboð af olíu. Bloomberg greinir frá. Frá miðju ári 2012 hafa stjórnvöld í Íran hægt á olíuvinnslu sinni sökum viðskiptaþvingananna. Þau hafa gefið út að um leið og þvingununum verður létt verði allt sett á fullt á nýjan leik.Bijan Namdar Zanganeh er olíumálaráðherra Íran.vísir/gettySamkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni hafa verið framleiddar um 95,7 milljón tunnur af olíu að meðaltali í ár á degi hverjum en dagleg eyðsla nemur 93,8 milljón tunnum. Munurinn, 2 milljón tunnur, jafngildir daglegri olíunotkun Frakklands og hefur gert það að verkum að margir framleiðendur þurfa að safna birgðum. Aukið framboð á íranskri olíu mun auka á offramboðið og hafa gífurleg áhrif í olíuríkjum á borð við Rússland, Sádi Arabíu og Venesúela. Talið er að þegar vinnsla Írana verður komin á fullt stím á nýjan leik snemma á næsta ári muni dagleg framleiðsla landsins nema um 3,6 milljón tunnum af hráolíu á dag. Það er aukning um tæpa milljón tunnur. Offramboð á olíu á mörkuðum hefur þýtt að verðið hefur hríðfallið. Í upphafi árs kostaði tunnan í kringum áttatíu dollara en kostar nú undir fimmtíu dollurum. Verðið varð lægst í ágúst í ár þegar það fór undir fjörutíu dollara. Sé litið aftur til ársins 2011 kostaði tunnan ríflega 125 dollara svo munurinn er afar mikill. Að auki er óvitað hve miklum birgðum Íran hefur náð að safna á meðan þvingununum stóð. Líklegt þykir að landið muni herja á markaði í Suður-Evrópu og í Frakklandi en Sádar og Rússar tóku við þeim í kjölfar viðskiptaþvingananna. Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran tekur þátt í friðarviðræðum Mohammad Javad Zarif mun taka þátt í fjölþjóða viðræðum þar sem markmiðið er að finna lausn á stöðu mála í Sýrlandi. 28. október 2015 23:58 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Íranska þingið hefur samþykkt kjarnorkusamninginn Samkomulagið var samþykkt með 161 atkvæði gegn 59. 13. október 2015 07:28 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Næsta ár gæti orðið forvitnilegt á olíumörkuðum heimsins þar sem létt verður mjög á viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna og annarra ríkja gagnvart Íran. Olía Írana er á leiðinni á markað innan skamms en nú þegar er offramboð af olíu. Bloomberg greinir frá. Frá miðju ári 2012 hafa stjórnvöld í Íran hægt á olíuvinnslu sinni sökum viðskiptaþvingananna. Þau hafa gefið út að um leið og þvingununum verður létt verði allt sett á fullt á nýjan leik.Bijan Namdar Zanganeh er olíumálaráðherra Íran.vísir/gettySamkvæmt Alþjóða orkumálastofnuninni hafa verið framleiddar um 95,7 milljón tunnur af olíu að meðaltali í ár á degi hverjum en dagleg eyðsla nemur 93,8 milljón tunnum. Munurinn, 2 milljón tunnur, jafngildir daglegri olíunotkun Frakklands og hefur gert það að verkum að margir framleiðendur þurfa að safna birgðum. Aukið framboð á íranskri olíu mun auka á offramboðið og hafa gífurleg áhrif í olíuríkjum á borð við Rússland, Sádi Arabíu og Venesúela. Talið er að þegar vinnsla Írana verður komin á fullt stím á nýjan leik snemma á næsta ári muni dagleg framleiðsla landsins nema um 3,6 milljón tunnum af hráolíu á dag. Það er aukning um tæpa milljón tunnur. Offramboð á olíu á mörkuðum hefur þýtt að verðið hefur hríðfallið. Í upphafi árs kostaði tunnan í kringum áttatíu dollara en kostar nú undir fimmtíu dollurum. Verðið varð lægst í ágúst í ár þegar það fór undir fjörutíu dollara. Sé litið aftur til ársins 2011 kostaði tunnan ríflega 125 dollara svo munurinn er afar mikill. Að auki er óvitað hve miklum birgðum Íran hefur náð að safna á meðan þvingununum stóð. Líklegt þykir að landið muni herja á markaði í Suður-Evrópu og í Frakklandi en Sádar og Rússar tóku við þeim í kjölfar viðskiptaþvingananna.
Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Íran tekur þátt í friðarviðræðum Mohammad Javad Zarif mun taka þátt í fjölþjóða viðræðum þar sem markmiðið er að finna lausn á stöðu mála í Sýrlandi. 28. október 2015 23:58 Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23 Íranska þingið hefur samþykkt kjarnorkusamninginn Samkomulagið var samþykkt með 161 atkvæði gegn 59. 13. október 2015 07:28 Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Utanríkisráðherra Íran tekur þátt í friðarviðræðum Mohammad Javad Zarif mun taka þátt í fjölþjóða viðræðum þar sem markmiðið er að finna lausn á stöðu mála í Sýrlandi. 28. október 2015 23:58
Ausa fé úr olíusjóðum landsins til að halda hagkerfinu á floti Konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu hefur það sem af er ári dreift upphæð sem nemur 48 leiðréttingum meðal íbúa landsins. 1. nóvember 2015 23:23
Íranska þingið hefur samþykkt kjarnorkusamninginn Samkomulagið var samþykkt með 161 atkvæði gegn 59. 13. október 2015 07:28