Leggja til að staðsetning nýs spítala verði endurmetin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2015 12:04 Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut. Vísir/GVA Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð og rekstrarformi á hluta starfsemi spítalans verði breytt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var í morgun.Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut enda sé hagkvæmara og skynsamlegra út frá skipulagsmálum að byggja nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar megi byggja sambærileg sjúkrahús og verið er að byggja á Norðurlöndunum um þessar mundir en þau eru hærri en hægt er að byggja við Hringbraut, sökum nálægðar við flugvöllinn. Á nýjum stað yrði hægt að byggja nútímalegt sjúkrahús frá grunni sem taki ekki eins mikið pláss. Við Hringbraut þarf ennfremur að endurbyggja stóran hluta af gömlu og illa förnu húsnæði og benda skýrsluhöfundar á það í skýrslunni að kostnaður við þær framkvæmdir sé að öllum líkindum stórlega vanmetinn.Byggingar og tæki verði í eigu opinbers hlutafélags Einnig er lagt til að öllum fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum verði frestað þangað til endurmati á kjarnastarfsemi Landspítala, byggingu og rekstri dag- og göngudeildar og staðsetningu nýs Landspítala sé lokið. Í framhaldinu verði gerðir nýir kostnaðarútreikningar. Byggingar og tæki sem Landspítali mun nota í framtíðinni verði í eigu og umsjón opinbers hlutafélags sem og núverandi byggingar og tæki og áframleigt þaðan til LSH og hugsanlega til annarra heilbrigðisaðila. Einnig er tillaga að kennslu-, rannsóknar- og vísindastarfsemi verði sett í fastara form og samningar verði gerðir við menntastofnanir um hlutverk spítalans. Þannig fái stofnunin viðeigandi greiðslur fyrir að sinna því hlutverki. Þá er lagt til að tekið verði upp nýtt fyrirkomulag fjárveitinga til spítalans, blöndu af fastri fjárveitingu og afkastatengdri fjárveitingu.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Rannsóknarstofnun atvinnulífsins við Háskólann á Bifröst leggur til að áform um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut verði endurskoðuð og rekstrarformi á hluta starfsemi spítalans verði breytt. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu stofnunarinnar sem kynnt var í morgun.Í skýrslunni er meðal annars bent á að hægt sé að byggja nýtt sjúkrahús á betri stað en við Hringbraut enda sé hagkvæmara og skynsamlegra út frá skipulagsmálum að byggja nær miðju höfuðborgarsvæðisins. Þar megi byggja sambærileg sjúkrahús og verið er að byggja á Norðurlöndunum um þessar mundir en þau eru hærri en hægt er að byggja við Hringbraut, sökum nálægðar við flugvöllinn. Á nýjum stað yrði hægt að byggja nútímalegt sjúkrahús frá grunni sem taki ekki eins mikið pláss. Við Hringbraut þarf ennfremur að endurbyggja stóran hluta af gömlu og illa förnu húsnæði og benda skýrsluhöfundar á það í skýrslunni að kostnaður við þær framkvæmdir sé að öllum líkindum stórlega vanmetinn.Byggingar og tæki verði í eigu opinbers hlutafélags Einnig er lagt til að öllum fyrirhuguðum byggingaframkvæmdum verði frestað þangað til endurmati á kjarnastarfsemi Landspítala, byggingu og rekstri dag- og göngudeildar og staðsetningu nýs Landspítala sé lokið. Í framhaldinu verði gerðir nýir kostnaðarútreikningar. Byggingar og tæki sem Landspítali mun nota í framtíðinni verði í eigu og umsjón opinbers hlutafélags sem og núverandi byggingar og tæki og áframleigt þaðan til LSH og hugsanlega til annarra heilbrigðisaðila. Einnig er tillaga að kennslu-, rannsóknar- og vísindastarfsemi verði sett í fastara form og samningar verði gerðir við menntastofnanir um hlutverk spítalans. Þannig fái stofnunin viðeigandi greiðslur fyrir að sinna því hlutverki. Þá er lagt til að tekið verði upp nýtt fyrirkomulag fjárveitinga til spítalans, blöndu af fastri fjárveitingu og afkastatengdri fjárveitingu.Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira