Grunur um nauðgun á bekkjarskemmtun HR Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri og eru þolendurnir tveir kvenkyns samnemendur hans, einnig á þrítugsaldri. Öll stunda þau nám við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. vísir/ernir Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar gróft kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjaskemmtun nemenda Háskólans í Reykjavík helgina 16. til 17. október síðastliðinn. Skemmtunin fór fram á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri. Tveir kvenkyns samnemendur mannsins við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík eru taldir hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Þær eru einnig á þrítugsaldri. Þegar leitað var eftir svörum frá skólanum fengust þær upplýsingar frá Eiríki Sigurðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík, að skólinn hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann getur veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Í yfirlýsingu frá HR segir að fram hafi komið upplýsingar um alvarlegt atvik innan hóps nemenda í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, utan skólans. Þá segir í yfirlýsingunni að skólinn geti ekki tjáð sig að öðru leyti um málið, enda séu eðlileg ferli fyrir slík mál hjá þar til bærum yfirvöldum. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en haft er eftir Árna Þór Sigmundssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að hann vilji hvorki staðfesta það né neita því að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. „Við erum í afar erfiðri aðstöðu til að tjá okkur um rannsóknir einstakra mála og einstaklinga sem eru til rannsóknar,“ segir Árni Þór Sigmundsson. Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu til rannsóknar gróft kynferðisbrot sem sagt er hafa átt sér stað á bekkjaskemmtun nemenda Háskólans í Reykjavík helgina 16. til 17. október síðastliðinn. Skemmtunin fór fram á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Meintur gerandi er karlmaður á þrítugsaldri. Tveir kvenkyns samnemendur mannsins við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík eru taldir hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Þær eru einnig á þrítugsaldri. Þegar leitað var eftir svörum frá skólanum fengust þær upplýsingar frá Eiríki Sigurðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Háskólans í Reykjavík, að skólinn hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann getur veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Í yfirlýsingu frá HR segir að fram hafi komið upplýsingar um alvarlegt atvik innan hóps nemenda í frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík, utan skólans. Þá segir í yfirlýsingunni að skólinn geti ekki tjáð sig að öðru leyti um málið, enda séu eðlileg ferli fyrir slík mál hjá þar til bærum yfirvöldum. Lögreglan vildi ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið leitaði eftir því en haft er eftir Árna Þór Sigmundssyni aðstoðaryfirlögregluþjóni að hann vilji hvorki staðfesta það né neita því að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu. „Við erum í afar erfiðri aðstöðu til að tjá okkur um rannsóknir einstakra mála og einstaklinga sem eru til rannsóknar,“ segir Árni Þór Sigmundsson.
Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira