Míkadó í Herjólfi Frosti Ólafsson skrifar 4. nóvember 2015 10:00 Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég átti vin í barnæsku sem var snillingur í Míkadó. Fyrir þá sem ekki muna þá gengur leikurinn út á að draga ofvaxna tannstöngla úr tannstönglahrúgu án þess að skapa minnstu hreyfingu í hrúgunni. Kænska æskuvinarins fólst í því að tryggja hagfelldar ytri aðstæður. Öllum gluggum var lokað, grafarþögn átti að ríkja og spilað var á teppi. Leikurinn entist sjaldnast lengur en eina umferð.Að skapa meira úr minnu Mikið hefur verið rætt og ritað um framleiðni á Íslandi. Í sinni einföldustu mynd gengur aukin framleiðni út á það að skapa meira með minna. Með þeim hætti má skapa meiri verðmæti sem mynda grundvöll bæði kaupmáttar og velferðar. Framleiðni hérlendis er lág. Mikil atvinnuþátttaka og margar vinnustundir gera Íslendingum þó kleift að jafna leikinn. Það breytir ekki þeirri staðreynd að til mikils væri að vinna með aukinni framleiðni. Ábatinn fælist í svigrúmi til fækkunar vinnustunda og aukningu kaupmáttar. Ráðgjafarfyrirtækið McKinsey & Company benti á að stærstu tækifæri til aukinnar framleiðni á Íslandi lægju í þjónustugeiranum. Of margir starfa í innlendri þjónustu og of fáir starfa við útflutning. Margt má betur fara í þjónustugeiranum. Viðskiptaráð hefur bent á umfangsmikil tækifæri til aukinnar framleiðni í opinbera hluta hans. Þá eru jafnframt brotalamir í umgjörð einkageirans, einkum hvað varðar regluverk og eftirlit. Engin áskorun er þó stærri en þær hagsveiflur sem íslensk fyrirtæki búa við.Hvar liggja tækifærin? Ekki þarf að horfa langt aftur í tímann til að sjá hvernig þessi vandi brýst fram. Á þenslutímanum 2003 til 2008 fjölgaði störfum í innlenda þjónustugeiranum um ríflega 20 þúsund. Neysla var mikil, krónan var sterk og kaupmáttur hár. Yfir sama tímabil fækkaði störfum við útflutning. Þessi þróun snerist harkalega við í samdrættinum sem fylgdi árin á eftir. Þannig fækkaði störfum í innlendri þjónustu um 12 þúsund árin 2008 til 2014. Störfum í útflutningi fjölgaði hins vegar á sama tíma. Þessi sveifla endurspeglar ágætlega rekstrarskilyrði fyrirtækja á Íslandi.Fínpússun á fleygiferð Aukin framleiðni gengur út á fínstillingar. Að kreista fram aukna hagkvæmni í rekstri með öllum tiltækum leiðum. Þegar framleiðsluþættir eru á fleygiferð og jafnvægi ríkir sjaldnast lengur en nokkra mánuði í senn er ómögulegt að einbeita sér að fínstillingum. Mikilvægi efnahagslegs stöðugleika verður seint vanmetið. Ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð er því óhjákvæmilegt að endurskoða hagstjórn og verklag aðila vinnumarkaðarins. Það nær enginn árangri í Míkadó ef spilað er á parketi um borð í Herjólfi.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson Skoðun