Íslendingar keypt Teslur fyrir hálfan milljarð Ingvar Haraldsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Gísli Gíslason framkvæmdastjóri Even býst við þvi sala á rafbílum muni halda áfram að aukast. fréttablaðið/anton brink Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann. Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslendingar hafa keypt rafmagnsknúna Tesla-sportbíla fyrir um hálfan milljarð króna þau þrjú ár sem bíllinn hefur verið í sölu hér á landi. Bílasalan Even sem flytur inn og selur Teslur hefur selt 44 slíka bíla að sögn Gísla Gíslasonar, framkvæmdastjóra Even, en hver bíll kostar á milli tólf og átján milljóna króna. Þá segir Gísli að fyrirtækið hafi fengið pantanir í forsölu fyrir 36 lúxusrafjeppum frá Tesla sem nefnast Model X. Von er á þeim fyrstu til landsins í mars. „Þetta er sjö manna jeppi sem er 3,2 sekúndur upp í hundraðið,“ segir Gísli. Hver bíll mun kosta frá 14 milljónum króna. Even hefur pantað 50 jeppa frá Tesla og Gísli á von á því að búið verði að selja hina 14 áður en þeir fyrstu koma til landsins. Búast má við því að söluandvirði Model X-bílanna fari yfir 700 milljónir króna og því verði búið að selja Teslur hér á landi fyrir yfir 1,2 milljarða króna á fjögurra ára tímabili. Sala rafbíla hefur tekið kipp að undanförnu. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að búið væri að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. Tölurnar eru þó enn lítið brot af heildarbílasölu, en búið var að selja 240 nýja rafbíla á þessu ári. Gísli bendir á að þróunin varðandi rafbílavæðingu sé hröð og svipi til þess sem gerst hefur í Noregi þar sem selst hafi sextíu þúsund rafbílar. „Þar hefur salan verið að tvöfaldast á hverju ári og hefur verið frá 2011 og við erum komin í sama línurit og þeir, salan er farin að tvöfaldast á milli ára. Þetta er alveg ótrúlegt,“ segir hann.
Tengdar fréttir Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sprenging í sölu nýrra rafbíla Búið er að selja ríflega tvöfalt fleiri nýja rafmagnsbíla það sem af er þessu ári en allt síðasta ár. 29. október 2015 07:00