Starfsfólk krefst vinnufriðar: Segja andstæðinga RÚV hunsa jákvæðan viðsnúning í rekstri Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 17:09 Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV. Vísir/GVA Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV og því að moldviðri sé þyrlað upp í kringum starfsemi stofnunarinnar árlega af þeim sem vilji hag þess sem minnstan. Þetta segir í harðorðri tilkynningu sem formaður og gjaldkeri Starfsmannafélags RÚV skrifa undir. Í tilkynningunni segir að starfshópur menntamálaráðherra, sem í síðustu viku skilaði af sér skýrslu sem dró upp dökka mynd af rekstri RÚV, hafi skautað framhjá „raunverulegri hagræðingu og jákvæðum viðsnúningi“ í rekstri undanfarið ár.Sjá einnig: Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar „Fyrir rúmu ári gall í andstæðingum RÚV að fyrirtækið þyrfti að hagræða og ná tökum á rekstrinum. Þá var líka kallað eftir því að RÚV lækkaði skuldir,“ segir í tilkynningunni. „Nú, ári síðar, hefur RÚV nýlega kynnt uppgjör sem sýnir algeran viðsnúning og hallalausan rekstur.“Starfshópur menntamálaráðherra skilar í síðustu viku af sér skýrslu um rekstur RÚV.Í tilkynningunni segir að markverður árangur hafi náðst, meðal annars með sölu á byggingarrétti á lóð RÚV við Efstaleiti sem muni leiða til mestu skuldalökkunar í sögu stofnunnarinnar. Umræða „andstæðinga RÚV,“ sem vilji að Alþingi skeri áfram niður fjárveitingar til stofnunarinnar, taki hins vegar ekki tillit til þessa góða árangurs.Sjá einnig: Menntamálaráðherra vill endurskoða starfsemi RÚV „Staðreyndin er sú að RÚV ohf. hefur verið yfirskuldsett frá stofnun og allar stjórnir þess hafa frá upphafi bent á það,“ segir í tilkynningunni. „Frá stofnun RÚV ohf. hefur ríkið haldið eftir hátt í þremur milljörðum króna af útvarpsgjaldinu sem almenningur taldi sig vera að greiða til RÚV. Framlög til RÚV eru margfalt lægri en allra systurstofnananna á Norðurlöndunum og jafnvel þótt borin séu saman framlög á hvern einstakling (per capita), þá fær RÚV minna en þær flestar, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Alger viðsnúningur hefur orðið í rekstri RÚV ohf. síðustu misserin eins og ársreikningar félagsins staðfesta.“Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV og því að moldviðri sé þyrlað upp í kringum starfsemi stofnunarinnar árlega af þeim sem vilji hag þess sem minnstan. Þetta segir í harðorðri tilkynningu sem formaður og gjaldkeri Starfsmannafélags RÚV skrifa undir. Í tilkynningunni segir að starfshópur menntamálaráðherra, sem í síðustu viku skilaði af sér skýrslu sem dró upp dökka mynd af rekstri RÚV, hafi skautað framhjá „raunverulegri hagræðingu og jákvæðum viðsnúningi“ í rekstri undanfarið ár.Sjá einnig: Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar „Fyrir rúmu ári gall í andstæðingum RÚV að fyrirtækið þyrfti að hagræða og ná tökum á rekstrinum. Þá var líka kallað eftir því að RÚV lækkaði skuldir,“ segir í tilkynningunni. „Nú, ári síðar, hefur RÚV nýlega kynnt uppgjör sem sýnir algeran viðsnúning og hallalausan rekstur.“Starfshópur menntamálaráðherra skilar í síðustu viku af sér skýrslu um rekstur RÚV.Í tilkynningunni segir að markverður árangur hafi náðst, meðal annars með sölu á byggingarrétti á lóð RÚV við Efstaleiti sem muni leiða til mestu skuldalökkunar í sögu stofnunnarinnar. Umræða „andstæðinga RÚV,“ sem vilji að Alþingi skeri áfram niður fjárveitingar til stofnunarinnar, taki hins vegar ekki tillit til þessa góða árangurs.Sjá einnig: Menntamálaráðherra vill endurskoða starfsemi RÚV „Staðreyndin er sú að RÚV ohf. hefur verið yfirskuldsett frá stofnun og allar stjórnir þess hafa frá upphafi bent á það,“ segir í tilkynningunni. „Frá stofnun RÚV ohf. hefur ríkið haldið eftir hátt í þremur milljörðum króna af útvarpsgjaldinu sem almenningur taldi sig vera að greiða til RÚV. Framlög til RÚV eru margfalt lægri en allra systurstofnananna á Norðurlöndunum og jafnvel þótt borin séu saman framlög á hvern einstakling (per capita), þá fær RÚV minna en þær flestar, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Alger viðsnúningur hefur orðið í rekstri RÚV ohf. síðustu misserin eins og ársreikningar félagsins staðfesta.“Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01
Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22
Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00