Starfsfólk krefst vinnufriðar: Segja andstæðinga RÚV hunsa jákvæðan viðsnúning í rekstri Bjarki Ármannsson skrifar 3. nóvember 2015 17:09 Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV. Vísir/GVA Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV og því að moldviðri sé þyrlað upp í kringum starfsemi stofnunarinnar árlega af þeim sem vilji hag þess sem minnstan. Þetta segir í harðorðri tilkynningu sem formaður og gjaldkeri Starfsmannafélags RÚV skrifa undir. Í tilkynningunni segir að starfshópur menntamálaráðherra, sem í síðustu viku skilaði af sér skýrslu sem dró upp dökka mynd af rekstri RÚV, hafi skautað framhjá „raunverulegri hagræðingu og jákvæðum viðsnúningi“ í rekstri undanfarið ár.Sjá einnig: Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar „Fyrir rúmu ári gall í andstæðingum RÚV að fyrirtækið þyrfti að hagræða og ná tökum á rekstrinum. Þá var líka kallað eftir því að RÚV lækkaði skuldir,“ segir í tilkynningunni. „Nú, ári síðar, hefur RÚV nýlega kynnt uppgjör sem sýnir algeran viðsnúning og hallalausan rekstur.“Starfshópur menntamálaráðherra skilar í síðustu viku af sér skýrslu um rekstur RÚV.Í tilkynningunni segir að markverður árangur hafi náðst, meðal annars með sölu á byggingarrétti á lóð RÚV við Efstaleiti sem muni leiða til mestu skuldalökkunar í sögu stofnunnarinnar. Umræða „andstæðinga RÚV,“ sem vilji að Alþingi skeri áfram niður fjárveitingar til stofnunarinnar, taki hins vegar ekki tillit til þessa góða árangurs.Sjá einnig: Menntamálaráðherra vill endurskoða starfsemi RÚV „Staðreyndin er sú að RÚV ohf. hefur verið yfirskuldsett frá stofnun og allar stjórnir þess hafa frá upphafi bent á það,“ segir í tilkynningunni. „Frá stofnun RÚV ohf. hefur ríkið haldið eftir hátt í þremur milljörðum króna af útvarpsgjaldinu sem almenningur taldi sig vera að greiða til RÚV. Framlög til RÚV eru margfalt lægri en allra systurstofnananna á Norðurlöndunum og jafnvel þótt borin séu saman framlög á hvern einstakling (per capita), þá fær RÚV minna en þær flestar, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Alger viðsnúningur hefur orðið í rekstri RÚV ohf. síðustu misserin eins og ársreikningar félagsins staðfesta.“Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér. Tengdar fréttir Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Starfsfólk Ríkisútvarpsins segist langþreytt á ófaglegri umræðu um RÚV og því að moldviðri sé þyrlað upp í kringum starfsemi stofnunarinnar árlega af þeim sem vilji hag þess sem minnstan. Þetta segir í harðorðri tilkynningu sem formaður og gjaldkeri Starfsmannafélags RÚV skrifa undir. Í tilkynningunni segir að starfshópur menntamálaráðherra, sem í síðustu viku skilaði af sér skýrslu sem dró upp dökka mynd af rekstri RÚV, hafi skautað framhjá „raunverulegri hagræðingu og jákvæðum viðsnúningi“ í rekstri undanfarið ár.Sjá einnig: Þetta eru niðurstöður RÚV nefndarinnar „Fyrir rúmu ári gall í andstæðingum RÚV að fyrirtækið þyrfti að hagræða og ná tökum á rekstrinum. Þá var líka kallað eftir því að RÚV lækkaði skuldir,“ segir í tilkynningunni. „Nú, ári síðar, hefur RÚV nýlega kynnt uppgjör sem sýnir algeran viðsnúning og hallalausan rekstur.“Starfshópur menntamálaráðherra skilar í síðustu viku af sér skýrslu um rekstur RÚV.Í tilkynningunni segir að markverður árangur hafi náðst, meðal annars með sölu á byggingarrétti á lóð RÚV við Efstaleiti sem muni leiða til mestu skuldalökkunar í sögu stofnunnarinnar. Umræða „andstæðinga RÚV,“ sem vilji að Alþingi skeri áfram niður fjárveitingar til stofnunarinnar, taki hins vegar ekki tillit til þessa góða árangurs.Sjá einnig: Menntamálaráðherra vill endurskoða starfsemi RÚV „Staðreyndin er sú að RÚV ohf. hefur verið yfirskuldsett frá stofnun og allar stjórnir þess hafa frá upphafi bent á það,“ segir í tilkynningunni. „Frá stofnun RÚV ohf. hefur ríkið haldið eftir hátt í þremur milljörðum króna af útvarpsgjaldinu sem almenningur taldi sig vera að greiða til RÚV. Framlög til RÚV eru margfalt lægri en allra systurstofnananna á Norðurlöndunum og jafnvel þótt borin séu saman framlög á hvern einstakling (per capita), þá fær RÚV minna en þær flestar, þrátt fyrir fámenni þjóðarinnar. Alger viðsnúningur hefur orðið í rekstri RÚV ohf. síðustu misserin eins og ársreikningar félagsins staðfesta.“Tilkynninguna í heild sinni má lesa hér.
Tengdar fréttir Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00 Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01 Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22 Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Segja RÚV ekki hafa sagt fjárlaganefnd sannleikann Bæði formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis telja forystu Ríkisútvarpsins hafa vísvitandi blekkt fjárveitingavaldið með því að gefa þeim rangar upplýsingar um stöðu stofnunarinnar. 30. október 2015 07:00
Áætlanir RÚV gera ráð fyrir að ríkið hækki útvarpsgjaldið Verði gjaldið ekki hækkað og skuld fyrirtækisins við LSR ekki tekin yfir af ríkinu mun félagið tapa milljörðum á næstu árum. 29. október 2015 13:01
Stjórnarformaður RÚV segir af sér Ingvi Hrafn Óskarsson hefur sagt sig úr stjórn Ríkisútvarpsins. 2. nóvember 2015 18:22
Reksturinn ósjálfbær í óbreyttri mynd Skýrsla um fjárhagsstöðu RÚV ohf sýnir bágan fjárhag stofnunarinnar. Ráðherra telur eðlilegt að menn ræði hlutverk stofnunarinnar. 30. október 2015 08:00