Viðskipti innlent

Twitter losar sig við stjörnurnar og kynnir hjörtu til leiks

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Favorite hnappurinn hefur verið hluti af Twitter síðan 2006 þegar miðillinn fór í loftið.
Favorite hnappurinn hefur verið hluti af Twitter síðan 2006 þegar miðillinn fór í loftið. Mynd/Twitter
Umtalsverð breyting var gerð á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Favorite-hnappurinn fékk að víkja fyrir Like-hnappi og breyttist stjarnan yfir í hjarta.

Stjarnan hefur verið hluti af Twitter frá árinu 2006 en hurfu á braut í dag. Í tilkynningu frá Twitter kemur fram að breytingin eigi að hjálpa notendum að sýna tilfinningar sínar. Þetta eigi að gera miðilinn einfaldari og gefa meira af sér. Stjarnan hafi á tíðum valdið misskilningi.

„Þér getur líkað við fjölda hluta en aðeins svo margir geta verið uppáhaldið þitt,“ segir í tilkynningu frá Twitter. Hjartað sé alþjóðlegt tákn sem skiljist þvert á tungumál, menningu og tímabelti.   






Fleiri fréttir

Sjá meira


×