„Mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 14:46 Heiða Kristín Helgadóttir vísir/vilhelm Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis. Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Heiða Kristín Helgadóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði nýja rannsókn Guðbjargar Lindu Rafnsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur, að umtalsefni undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag. Rannsóknin, sem var gerð á meðal stjórnenda í 245 stærstu fyrirtækjum landsins, sýnir mikinn kynjahalla á meðal stjórnenda þar sem karlar eru í miklum meirihluta. Að þeirra mati skýrist kynjahallinn meðal annars af því að konur taka fjölskylduna fram yfir framann en konur aftur á móti segja skýringuna liggja meðal annars í því að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum. „Þetta er gríðarlega alvarlegt og sláandi og ég skil ekki af hverju við erum ekki að tala um þetta öllum stundum. Því ef þetta eru viðhorfin í atvinnulífinu hvernig er þá staðan til dæmis í opinbera kerfinu? Í eina röndina fallast mér gjörsamlega hendur og mig langar til að öskra á feðraveldið að hætta þessu djöfulsins rugli en þar sem ég er einstaklega góð í því að vinna undir álagi og sinni vanalega ekki heimilisstörfum án þess að gera eitthvað annað á meðan, velti ég því fyrir mér hvað við getum gert hérna til þess að breyta þessu og þá sérstaklega þessum viðhorfum,“ sagði Heiða Kristín.„Kynjalausir ofurkarlmenn“ í Hæstarétti Nefndi hún í þessu samhengi Hæstarétt sem sætt hefur mikilli gagnrýna fyrir að virða ekki jafnréttislög við skipan í nefnd þeirra sem meta hæfi umsækjenda um dómarastöður. Sagði Heiða Hæstarétt vera ömurlegt partý sem konur virtust ekki hafa aðgang að. „Þar eru einhvers konar kynjalausir ofurkarlmenn sem láta kynjasjónarmið ekki trufla sig, öfugt okkur konunum sem látum álag og heimilisstörf og kyn okkar þvælast fyrir í einu og öllu.“ Heiða nefndi einnig hlutfall kvenna á þingi og í ríkisstjórn og sagði að árið 2015 og í framtíðinni ætti það hlutfall einfaldlega að vera jafnt. Þá sagði hún kynjakvóta hafa verið jákvætt skref í að breyta ríkjandi viðhorfum. Þegar Heiða hafði lokið máli sínu bað Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, þingmenn um að bölva hvorki né blóta í ræðustól Alþingis.
Alþingi Tengdar fréttir Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Konur telja að atvinnulífinu sé stjórnað af körlum sem treysta ekki konum Karlar eru í miklum meirihluta í stjórnunarstöðum íslenskra fyrirtækja. Þeir telja meðal annars fjölskylduna vera hindrun fyrir konur á vinnumarkaði. 29. október 2015 14:00