Innlent

Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skartgriparánsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ræningjarnir flúðu á hvítum Nissan jepplingi sem þeir skildu eftir við Grindavíkurafleggjarann.
Ræningjarnir flúðu á hvítum Nissan jepplingi sem þeir skildu eftir við Grindavíkurafleggjarann. Mynd/Loftmyndir.is
Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að skartgriparáninu í Gullsmiðjuna í Hafnarfirði þann 22. október. Var farið fram á gæsluvarðhald hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudaginn og var beiðnin samþykkt.

Fyrir er maður í gæsluvarðhaldi vegna málsins en sá var handtekinn að kvöldi dagsins sem ránið fór fram eftir að hafa skotið að lögreglu með loftbyssu í Keflavík.

Rannsókn málsins er í fullum gangi og skýrslutökur í gangi yfir mönnum. Auk mannanna tveggja sem eru í gæsluvarðhaldi hafa tveir til viðbótar verið handteknir og teknir í skýrslutöku. Ekki þótt þó ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir honum.

Gullsmiðjan stendur við Lækjargötu í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm
Engar upplýsingar fást um það hvort þýfið sé komið í leitirnar það var ekki fundið í síðustu viku. Verðmæti þess er talið hlaupa á milljónum króna. Ránið virðist hafa verið vel skipulagt en nokkrar húsleitir hafa verið gerðar af lögreglu. Þá hefur lögregla lýst ráninu sem hrottalegu en starfsmaður í versluninni, kona á sextugsaldri, flúði úr búðinni eftir að mennirnir ógnuðu henni með öxi. 

Mennirnir komust undan á hvítum Nissan jepplingi en óku utan í bíl á flóttanum. Mildi þykir að ekki varð slys á fólki. Bíllinn var skilinn eftir við Grindavíkurafleggjarann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×