Samfélagsmiðillinn sem Facebook virðist óttast Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2015 11:30 Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil. Vísir/Getty Tiltölulega nýr samfélagsmiðill virðist hafa valdið ókyrrð í höfuðstöðvum tæknirisans Facebook. Á dögunum komu forsvarsmenn Facebook í veg fyrir að notendur Tsu gætu birt færslur á Facebook og jafnframt var öllum færslum og tenglum við Tsu eytt. Það sem gerir hinn rúmlega ársgamla Tsu nokkuð einstakt er að notendum samfélagsmiðilsins fá greitt fyrir að vera þar. 90 prósent þeirra auglýsingatekna sem fyrirtækið aflað verður dreift á notendur. Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil.Hér má sjá hvað kemur upp þegar reynt er að deila linka á Tsu á Facebook.Stofnandi miðilsins, Sebastian Sobczak, hefur sagt opinberlega að notendur samfélagsmiðla eigi að fá greitt fyrir efni sitt þar sem samfélagsmiðlar reiða sig á efni þeirra. Til þess að komast inn á Tsu þarf að setja inn notendanafn sem þegar er í notkun á samfélagsmiðlinum. Hins vegar skiptir það máli við tekjudreifingu Tsu hve stórt vinanet notenda er. Hve mikið hver notandi fær borgað byggir á fjölda vina og hve marga hver notandi hefur fengið til að skrá sig á Tsu og koll af kolli. Þá skiptir einnig máli hve margar færslur hver notandi setur inn, sem þýðir aðeins eitt: Búið ykkur undir margar myndir af hvetjandi texta, líkamsræktarmyndum og upplýsingum um hvað köttur vinar þíns gerði í dag. Þar að auki er ekki útlit fyrir að gróði hvers og eins notenda sé mikill. Þrátt fyrir að Tsu virðist hafa skotið forsvarsmönnum Facebook skelk í bringu, vakna spurningar um hvort að þessi smái samfélagsmiðill muni ekki þurfa að gefast upp á endanum. Enda hafa margir reynt að skáka Facebook og þar af tæknirisar á borð við Google. Hingað til hefur þó engum tekist að velta Facebook úr sessi.Hér má sjá viðtal við Sobczak frá því í febrúar. Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tiltölulega nýr samfélagsmiðill virðist hafa valdið ókyrrð í höfuðstöðvum tæknirisans Facebook. Á dögunum komu forsvarsmenn Facebook í veg fyrir að notendur Tsu gætu birt færslur á Facebook og jafnframt var öllum færslum og tenglum við Tsu eytt. Það sem gerir hinn rúmlega ársgamla Tsu nokkuð einstakt er að notendum samfélagsmiðilsins fá greitt fyrir að vera þar. 90 prósent þeirra auglýsingatekna sem fyrirtækið aflað verður dreift á notendur. Á einu ári urðu notendur Tsu rúm milljón sem þykir mikill og hraður vöxtur fyrir nýjan samfélagsmiðil.Hér má sjá hvað kemur upp þegar reynt er að deila linka á Tsu á Facebook.Stofnandi miðilsins, Sebastian Sobczak, hefur sagt opinberlega að notendur samfélagsmiðla eigi að fá greitt fyrir efni sitt þar sem samfélagsmiðlar reiða sig á efni þeirra. Til þess að komast inn á Tsu þarf að setja inn notendanafn sem þegar er í notkun á samfélagsmiðlinum. Hins vegar skiptir það máli við tekjudreifingu Tsu hve stórt vinanet notenda er. Hve mikið hver notandi fær borgað byggir á fjölda vina og hve marga hver notandi hefur fengið til að skrá sig á Tsu og koll af kolli. Þá skiptir einnig máli hve margar færslur hver notandi setur inn, sem þýðir aðeins eitt: Búið ykkur undir margar myndir af hvetjandi texta, líkamsræktarmyndum og upplýsingum um hvað köttur vinar þíns gerði í dag. Þar að auki er ekki útlit fyrir að gróði hvers og eins notenda sé mikill. Þrátt fyrir að Tsu virðist hafa skotið forsvarsmönnum Facebook skelk í bringu, vakna spurningar um hvort að þessi smái samfélagsmiðill muni ekki þurfa að gefast upp á endanum. Enda hafa margir reynt að skáka Facebook og þar af tæknirisar á borð við Google. Hingað til hefur þó engum tekist að velta Facebook úr sessi.Hér má sjá viðtal við Sobczak frá því í febrúar.
Mest lesið Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira