Vonar að miðillinn fari í mál við sig Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2015 13:53 Frosti segist hafa mátt sitja undir persónulegum árásum á skyggnilýsingafundi sem hann sótti í gærkvöldi. Frosti Logason útvarpsmaður á X-ionu, vandaði miðlinum Önnu Birtu Lionaraki ekki kveðjurnar í þætti sínum Harmageddon í morgun. Frosti kallar skyggnilýsingar hennar algjört frat, hún sé svikamiðill og fúskari sem slíkur. Frosti fór á skyggnilýsingafund í gærkvöldi og tók sér góðan tíma í Harmageddon til að lýsa reynslu sinni fyrir Mána Péturssyni, félaga sínum í þættinum og svo hlustendum. Hann fór yfir það með tilþrifum hvernig fundurinn gekk fyrir sig, þar sem miðlinum mistókst gersamlega að ná sambandi við handaheima, sem reyndar Frosti er ákaflega vantrúaður á að séu til staðar og lauk erindi sínu á því að gefa skyggnilýsingafundinum hauskúpu.Ófaglegur miðill Frosti segir, í samtali við Vísi, að það hafi verið fullt hús í Tjarnarbíói, þar sem skyggnilýsingafundurinn var haldinn, annar slíkur sem haldinn er þar af Önnu Birtu. „Stundum er talað um svikamiðla, auðvitað eru þeir allir að blekkja en þeir eru misgrófir í því; þetta var hryllilega gróft. Ég vona að þessi kona hafi dug í að kæra mig fyrir þessi ummæli, en þetta var svo ótrúlega svívirðilega rangt hvernig hún fór með þetta. Anna Birta og skyggnilýsingar hennar eru ekki pappírsins virði, algjört frat,“ segir Frosti. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort miðlar eru óheiðarlegir eða bara haldnir ranghugmyndum en ég myndi segja að þessi manneskja sé fyrst og fremst fábjáni. Ófagleg, þetta var svo lélegt af henni og persónulegar árásir hennar á mig, sem kom þarna eingöngu til að fylgjast með, voru yfirgengilegar,“ segir Frosti, sem gefur miðlinum engan afslátt.Persónulegar árásir á miðilsfundi Frosti lýsir því að hann hafi sjálfur reynt að fá Önnu Birtu í viðtal í útvarpsþátt sinn áður en hann fór á skyggnilýsinguna og hún ekki tekið því ólíklega en svo umturnaðist hún í afstöðu sinni; sagði að Sigga Dögg vinkona sín hefði varað sig við Frosta. Skyggnilýsinguna segir Frosti hafa mestan part farið í afsakanir miðilsins fyrir að hafa verið að þiggja fé fyrir miðilsstörf sína, sem Frosta þykir ekki skrítið, því þetta séu hrappsháttur og svikastarfsemi. Í öðru lagi snérist skyggnilýsingafundurinn að verulegu leyti um persónulegar árásir á Frosta og var ekki annað á útvarpsmanninum að heyra að honum hafi beinlínis sárnað það.„Hún reyndi að niðurlægja mig, fá allan salinn til að trúa því að það væri ég sem væri að eyðileggja fundinn: Að allir andar á stór-Reykjavíkursvæðinu héldu sig í öruggri fjarlægð frá Tjarnarbíói af því að Frosti Logason var staddur í húsinu.“ Hins vegar náði miðillinn lítt sem ekkert að tengja anda að handan við gesti salarins.Ætlar að fá endurgreitt Frosti segist ekki hafa séð eftir þessum sex þúsund kalli sem fór í að greiða fyrir miða fyrir sig og kærustu sína, en eftir þessa reynslu hafi hann sett sig í samband við leikhússtjórann og spurt hvernig ætti að bera sig að við það að fá endurgreitt, en miðasala fór fram í gegnum midi.is. Annars má heyra lýsingar Frosta á þessari upplifun í meðfylgjandi glugga. Þær eru á stundum kostulegar. Vísir heyrði stuttlega í Önnu Birtu vegna vinnslu þessarar fréttar en hún hafði ekki tök á að tjá sig um málið, að svo stöddu. Þá er vert að geta þess að Frosti er starfsmaður 365, sem er útgefandi Vísis. Harmageddon Tengdar fréttir Miðillinn ætlar ekki í mál við Frosta Anna Birta Lionaraki segir lýsingu útvarpsmannsins á skyggnilýsingum sínum fyrst og fremst fyndan. 2. nóvember 2015 15:05 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Frosti Logason útvarpsmaður á X-ionu, vandaði miðlinum Önnu Birtu Lionaraki ekki kveðjurnar í þætti sínum Harmageddon í morgun. Frosti kallar skyggnilýsingar hennar algjört frat, hún sé svikamiðill og fúskari sem slíkur. Frosti fór á skyggnilýsingafund í gærkvöldi og tók sér góðan tíma í Harmageddon til að lýsa reynslu sinni fyrir Mána Péturssyni, félaga sínum í þættinum og svo hlustendum. Hann fór yfir það með tilþrifum hvernig fundurinn gekk fyrir sig, þar sem miðlinum mistókst gersamlega að ná sambandi við handaheima, sem reyndar Frosti er ákaflega vantrúaður á að séu til staðar og lauk erindi sínu á því að gefa skyggnilýsingafundinum hauskúpu.Ófaglegur miðill Frosti segir, í samtali við Vísi, að það hafi verið fullt hús í Tjarnarbíói, þar sem skyggnilýsingafundurinn var haldinn, annar slíkur sem haldinn er þar af Önnu Birtu. „Stundum er talað um svikamiðla, auðvitað eru þeir allir að blekkja en þeir eru misgrófir í því; þetta var hryllilega gróft. Ég vona að þessi kona hafi dug í að kæra mig fyrir þessi ummæli, en þetta var svo ótrúlega svívirðilega rangt hvernig hún fór með þetta. Anna Birta og skyggnilýsingar hennar eru ekki pappírsins virði, algjört frat,“ segir Frosti. „Ég hef oft velt því fyrir mér hvort miðlar eru óheiðarlegir eða bara haldnir ranghugmyndum en ég myndi segja að þessi manneskja sé fyrst og fremst fábjáni. Ófagleg, þetta var svo lélegt af henni og persónulegar árásir hennar á mig, sem kom þarna eingöngu til að fylgjast með, voru yfirgengilegar,“ segir Frosti, sem gefur miðlinum engan afslátt.Persónulegar árásir á miðilsfundi Frosti lýsir því að hann hafi sjálfur reynt að fá Önnu Birtu í viðtal í útvarpsþátt sinn áður en hann fór á skyggnilýsinguna og hún ekki tekið því ólíklega en svo umturnaðist hún í afstöðu sinni; sagði að Sigga Dögg vinkona sín hefði varað sig við Frosta. Skyggnilýsinguna segir Frosti hafa mestan part farið í afsakanir miðilsins fyrir að hafa verið að þiggja fé fyrir miðilsstörf sína, sem Frosta þykir ekki skrítið, því þetta séu hrappsháttur og svikastarfsemi. Í öðru lagi snérist skyggnilýsingafundurinn að verulegu leyti um persónulegar árásir á Frosta og var ekki annað á útvarpsmanninum að heyra að honum hafi beinlínis sárnað það.„Hún reyndi að niðurlægja mig, fá allan salinn til að trúa því að það væri ég sem væri að eyðileggja fundinn: Að allir andar á stór-Reykjavíkursvæðinu héldu sig í öruggri fjarlægð frá Tjarnarbíói af því að Frosti Logason var staddur í húsinu.“ Hins vegar náði miðillinn lítt sem ekkert að tengja anda að handan við gesti salarins.Ætlar að fá endurgreitt Frosti segist ekki hafa séð eftir þessum sex þúsund kalli sem fór í að greiða fyrir miða fyrir sig og kærustu sína, en eftir þessa reynslu hafi hann sett sig í samband við leikhússtjórann og spurt hvernig ætti að bera sig að við það að fá endurgreitt, en miðasala fór fram í gegnum midi.is. Annars má heyra lýsingar Frosta á þessari upplifun í meðfylgjandi glugga. Þær eru á stundum kostulegar. Vísir heyrði stuttlega í Önnu Birtu vegna vinnslu þessarar fréttar en hún hafði ekki tök á að tjá sig um málið, að svo stöddu. Þá er vert að geta þess að Frosti er starfsmaður 365, sem er útgefandi Vísis.
Harmageddon Tengdar fréttir Miðillinn ætlar ekki í mál við Frosta Anna Birta Lionaraki segir lýsingu útvarpsmannsins á skyggnilýsingum sínum fyrst og fremst fyndan. 2. nóvember 2015 15:05 Mest lesið Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Miðillinn ætlar ekki í mál við Frosta Anna Birta Lionaraki segir lýsingu útvarpsmannsins á skyggnilýsingum sínum fyrst og fremst fyndan. 2. nóvember 2015 15:05