Erlent

Telja að um hryðjuverk hafi verið að ræða

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Allir um borð, 224 einstaklingar, létu lífið þegar vélin fórst og er um að ræða mannskæðasta flugslys í sögu Rússlands.
Allir um borð, 224 einstaklingar, létu lífið þegar vélin fórst og er um að ræða mannskæðasta flugslys í sögu Rússlands. vísir/epa
Flugsérfræðingar telja nær öruggt að flugslysið á Sinæ skaga um helgina megi rekja til hryðjuverka. Allir um borð, 224 einstaklingar, létu lífið þegar vélin fórst og er um að ræða mannskæðasta flugslys í sögu Rússlands.

Fréttamiðillinn The Telegraph hefur eftir Michel Polacco flugsérfræðingi að vélin hafi sundrast í háloftunum. Líklega hafi einhvers konar sprenging átt sér stað – það megi rekja til tæknilegra örðugleika, sem þó sé afar ólíklegt. Þá hefur flugfélagið sjálft, Kogalymavia, lýst því yfir að slysið megi rekja til „utanaðkomandi aðstæðna“. Það sé eina eðlilega skýringin að sögn framkvæmdastjóra félagsins.

Flugriti vélarinnar er fundinn og er rannsókn enn í fullum gangi. Rússnesk yfirvöld hafa ekki útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða, en ISIS samtökin hafa þegar lýst ábyrgð á atvikinu. Rússar draga það þó í efa og segja samtökin ekki búa yfir vopnum sem gætu grandað vél í svo mikilli hæð.

Lík 144 fórnarlamba voru flutt til Pétursborgar í Rússlandi nú um helgina.


Tengdar fréttir

Gríðarleg sorg í Rússlandi í kjölfar brotlendingar

Hafist var handa við að flytja lík þeirra 224 sem fórust þegar farþegaflugvél rússneska flugfélagsins Kogalymavia hrapaði á laugardaginn á Sínaískaga í Egyptalandi til Sankti Pétursborgar í Rússlandi í gær.

Ólafur vottar Pútín samúð þjóðarinnar

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur sent samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni til Vladimirs Putin forseta Rússlands í kjölfar þess að rússnesk flugvél hrapaði til jarðar yfir Egyptalandi og 224 farþegar týndu lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×