„Góð keppni í dag, ég er ánægður að hafa unnið keppnina. Ég átti góða baráttu við Lewis (Hamilton). Áhorfendur voru ótrúlegir,“ sagði Nico Rosberg á verðlaunapallinum.
„Nico ók vel í dag, áhorfendur hér hafa verið ótrúlegir, þvílík stemming,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum.
„Ég er stoltur af liðinu, það er leitt að Kimi (Raikkonen) gat ekki haldið áfram. Liðið er að keppa eins og lið sem vill vinna keppnir sem er frábært,“ sagði Valtteri Bottas á verðlaunapallinum.
„Nico var betri í dag. Helstu áhyggjurnar voru að bremsurnar myndu ekki komast í gegnum keppnina. Dekkin voru slitin, það var ekki í boði að sleppa stoppinu, við höfðum tíma til að taka það,“ sagði Niki Lauda, ráðgjafi Mercedes.

„Þetta var góð keppni og góð stig fyrir liðið, ég gat ekki varist fram úr akstrinum undir lokin. Ég gat bara ekkert gert á beinakaflanum,“ sagði Daniil Kvyat sem endaði fjórði á Red Bull eftir að Bottas tók fram úr honum þegar öryggisbíllinn fór inn.
„Það er svekkjandi að Daniil hafi ekki náð ráspól eftir frammistöðuna í dag. Þeir stóðu sig báðir vel í dag. Allt liðið stóð sig vel. Við erum á fullu að reyna að finna lausn á vélamálum, við förum alveg að verða of seinir að ákveða okkur,“ sagði Christian Horner, keppnisstjóri Red Bull.
„Leiðinlegt að lenda í þessu en þetta gerðist bara í fyrstu beygju, ég vil ekki kenna neinum um,“ sagði Sebastian Vettel.