Löggan sækir um störf flugliða Guðrún Ansnes skrifar 2. nóvember 2015 07:00 „Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
„Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira