Löggan sækir um störf flugliða Guðrún Ansnes skrifar 2. nóvember 2015 07:00 „Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda. Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
„Fimm hundruð manns þreyttu inntökupróf, en alls bárust um fimmtán hundruð umsóknir fyrir starf flugliða,“ segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi Wow Air, um prófið sem sett var fyrir umsækjendur í Háskólabíói í gær. Kemur flugfélagið til með að ráða inn hundrað manns af þeim fimm hundruð sem mættu til prófs, vegna aukinna umsvifa, en félagið mun bæta við nýjum áfangastöðum bæði í Norður-Ameríku og Evrópu með vorinu sem kalla á slíka aukningu í flota félagsins. „Við finnum sannarlega fyrir þessum aukna áhuga á starfi flugliða. Í janúar í fyrra sóttu rúmlega tólf hundruð manns um að fá að taka prófið. Nú sækja þrjú hundruð fleiri um sömu störf,“ útskýrir Svana, sem segist þó ekki geta hent reiður á hvers vegna slíkur uppgangur sé í umsóknum einmitt núna.Svanhvít Friðriksdóttir upplýsingafulltrúi Wow Air.Svanhvít segir umsækjendur koma úr öllum áttum samfélagsins og nefnir hjúkrunarfræðinga, læknanema, verkfræðinga, leikara og lögfræðinga í því samhengi. „Þá sjáum við að lögregluþjónar eru að sækja í sig veðrið meðal umsækjenda og hafa umsóknir frá þeim aldrei verið fleiri en nú.“ Þá virðist karlpeningurinn sömuleiðis líta starf flugliða hýru auga í auknum mæli, en af þeim fimm hundruð sem boðaðir voru til prófs, voru áttatíu karlar. "Við fengum fimmtíu karla í fyrra, en áttatíu núna," útskýrir Svana og má þar með sjá sextán prósenta aukningu í umsóknum karla í störfin milli ára. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segist ekki finna fyrir neinni sérstakri aukningu í starf flugliða hjá fyrirtækinu. „Þegar við auglýstum í sumar voru umsóknir á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund, líkt og árin á undan, svo ég get ekki sagt að við finnum fyrir meintri aukningu,“ útskýrir hann og bætir við að starfið njóti alltaf ákveðinna vinsælda.
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira