Í lífshættu vegna mistaka í tölvukerfi Landspítala Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 19:30 Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna. Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira
Hægt hefði verið að koma í veg fyrir lífshættuleg veikindi ungrar stúlku í sumar, ef ekki hefði verið fyrir mistök í skráningum tölvukerfis Landspítala, þar sem gleymdist að láta lækna vita af alvarlegri sýkingu sem hún greindist með. Móðir hennar segir skelfilegt að vita til þess að kerfið á spítalanum sé ekki að virka. Erna Rut Sigurðardóttir leitaði á bráðamóttöku í júní eftir að hafa verið með slæma kviðverki í nokkra daga. Tekin voru sýni, blóð og þvagprufa. Verkurinn virtist meinlaus og Erna var send heim. Viku síðar kom móðir Ernu að henni nánast rænulausri í svefnherbergi sínu. Hún var flutt með hraði á bráðamóttöku með háan hita, samfallin lungu og brengluð lífsmörk. Hún var lögð inn á gjörgæslu og þar kom í ljós að hún var í eiturlosti af völdum streptókokka A, sem er sjaldgjæf og hættuleg sýking þar sem dánartíðnin er fimmtíu prósent. Erna var með silíkonpúða í brjóstum sem sýkingin barst í, og urðu þeir svo sýktir að drep kom í annað brjóstið. Því þurfti hún að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja púðana.„Miðað við það sem læknarnir sögðu var kraftaverk að þeir gátu bjargað henni en ég fer að nefna það þegar hún er komin upp á gjörgæslu að það hafi verið tekin þvagsýni. Þá er farið að athuga það og kemur í ljós að það hafði greinst þessi tegund af sýkingu sem er mjög hættuleg. En það hafði aldrei verið hringt í Ernu til að kalla hana inn í lyfjagjöf sem hefði sannarlega þurft að gera,“ segir Anna Ólafsdóttir móðir Ernu. Niðurstaðan hafði einfaldlega ekki borist áfram í kerfinu.Sjá einnig: Hægt að rekja dauðsföll á Landspítala til úrelts sjúkraskrárkerfis.„Að mínu mati er þarna mikill brestur í kerfinu, að hún skuli ekki vera kölluð inn. Eftir því sem að mér var sagt, þegar það var hringt í mig til að láta mig vita að þarna hefðu orðið mistök að hún hefði aldrei þurft að ganga í gegnum þessi hrikalegu veikindi ef hún hefði verið kölluð inn þarna fjórum dögum fyrr til að gefa henni lyf við þessu. Mér finnst bara skelfilegt að vita til þess að kerfið sé ekki að virka uppi á spítala. Það virðist ekki komast til skila þegar það koma niðurstöður úr ræktunum og öðru slíku. Það eru engar bjöllur sem klingja,“ segir Anna. Erna dvaldi í 7 daga á gjörgæslu og í tíu daga á almennri deild og vill taka fram að þeir sem önnuðust hana þar hafi staðið faglega að verki. Veikindin hafi þó tekið mikið á hana bæði andlega og líkamlega og er hún enn að ná sér eftir þau. „Maður treystir því að geta leitað á þessa stofnun og því sem kemur þar í ljós. Ég gat greinilega ekki gert það í þessu tilfelli og það er mjög leiðinlegt að hugsa til þess að þetta hefur gerst áður og þetta mun gerast aftur. Mér finnst það ekki í lagi. Að hugsa til þess að ég hefði getað sloppið við þetta er ekki skemmtilegt,“ segir Erna.
Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Sjá meira