„Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 20:00 Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða. Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða.
Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ Sjá meira
Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56
Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00