„Mannvonska“ að loka fólk með þroskahömlun og geðraskanir inni í fangelsum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2015 20:00 Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða. Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Bryndís Snæbjörnsdóttir formaður Þroskahjálpar segir mannvonsku að loka fólk með þroskahömlun og geðfatlanir inni í fangelsum árið 2015. Maður frá Hollandi sem er með þroskahömlun er nú í einangrun á Litla Hrauni grunaður um stórfellt fíkniefnasmygl. Bryndís segir að Páll Winkel fangelsismálastjóri hafi verið að lýsa meðferð á fólki sem bönnuð sé samkvæmt lögum, í viðtali við Stöð 2 í gær. Þar sagði Páll að ástandið væri óásættanlegt. Það væru um 2 til 4 einstaklingar á hverjum tíma í fangelsi án þess að eiga heima þar. Síðast á þriðjudagur hefði verið neyðarfundur vegna mikið geðsjúks og ofbeldisfulls fanga sem væri haldið í einangrun og undir 24 tíma eftirliti myndavéla. Hann sagði að fangaverðir þekktu muninn á afbrotamönnum og veiku fólki sem talaði við veggi svo dögum skipti eða makaði saur um allt. Ekki þýddi að kerfiskallar væru að rífast um hvar ábyrgðin lægi. Það verði að leysa málið.Skammast mín fyrir að búa í þessu samfélagi Bryndís Snæbjörnsdóttir bendir á að það þurfi sérstakt leyfi nefndar sem starfi innan heilbrigðisráðuneytisins til að beita fatlað fólk nauðung eða þvingunum, ef ástæður kalli á slíkt. Hún spyrji sig hvort fangelsismálayfirvöld hafi fengið slíkt leyfi. Anna Gunnhildur Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Geðhjálpar tekur í sama streng og segir óþolandi að mannréttindi séu brotin á fötluðu fólki í fangelsum til að spara ríkinu einhverjar krónur. Hún minnir á að yfirvöld hafi lofað úrbótum fyrir tíu mánuðum þegar ljóst var að alvarlega geðsjúkur maður fengi ekki reynslulausn, þar sem honum væri ekki treyst út úr fangelsinu. Núna greini fangelsisstjóri frá því að öðrum geðsjúkum manni sé haldið í einangrun undir eftirliti myndavéla af því annað úrræði sé ekki til. Hún segist skammast sín fyrir að búa í samfélagi sem koma svona fram við sjúka og fatlaða.
Tengdar fréttir Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56 Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00 Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Samfélagið á sögulega erfiðum stað Innlent Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Halda samverustund vegna slyssins Innlent Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Innlent Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Fleiri fréttir Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði „Við erum tilbúin í samstarf“ Konan var handtekin í heimahúsi í Garðabæ Samfélagið á sögulega erfiðum stað Harmleikur í Garðabæ, bílvelta í íbúðagötu og óvæntir hlutir í veggjum Vilja vekja athygli á „grafalvarlegri stöðu“ Halda samverustund vegna slyssins Börn hverfi inn í ofbeldisfulla öfgamenningu á netinu Rétt að skoða hvort afnema eigi íþyngjandi skattaábyrgð hjóna Blauttuskur, tannþræðir og munnpúðar mega ekki fara í salerni Þorgerður Katrín fordæmir loftárás Rússa Fyrsta hríðarveðrið í marga mánuði en „ekta páskaveður“ næstu helgi Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Vara við norðan hríð í kvöld Hættumat, Grænland, auðlindagjöld og gervigreind í Sprengisandi Handtekin vegna andláts föður síns Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Þrjú innbrot í miðbænum Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Myglaður laukur í poka og lamba eistu á matseðlinum Nemendafélag Kvikmyndaskóla Íslands: „Þetta er ekki eitthvað sem við viljum“ Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Sjá meira
Páll Winkel: Við kerfiskallarnir getum ekki verið þekktir fyrir að rífast um ábyrgðina Þroskaheftur maður er í einangrun vegna gruns um fíkniefnasmygl. Tveir til fjórir fangar að jafnaði afplána í íslenskum fangelsum án þess að eiga neitt erindi inn á slíkar stofnanir. 31. október 2015 18:56
Greindarskertur í einangrun á Íslandi án vitneskju fjölskyldu Fjölskylda 27 ára þroskahamlaðs hollensks manns fékk ekki upplýsingar um hvar hann var í heilan mánuð. Maðurinn er í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni vegna gruns um fíkniefnasmygl. 31. október 2015 07:00