Viðskipti innlent

Cameron fær einkaþotu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Talið er að hagræða megi um 156 milljónir króna með einkaþotu í stað hefðbundnu flugi.
Talið er að hagræða megi um 156 milljónir króna með einkaþotu í stað hefðbundnu flugi. vísir/epa
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, mun fá sina eigin útgáfu af Air Force One. Breska ríkisstjórnin mun eyða tíu milljónum punda, tveimur milljörðum íslenskra króna, í að gera upp vél úr breska flughernum.

Cameron, ásamt hátt settum embættismönnum og ráðherrum, og mögulega konungsfjölskyldunni, mun hafa aðgang að vélinni.

Talið er að með einkaþotu megi hagræða um 775 þúsund pund, 156 milljónir króna á ári, í kostnað sem fer í flug opinberra starfsmanna. Samkvæmt The Telegraph verður vélin ekki lúxusvél. Hún er einungis hugsuð til þess að spara skattpeninga þegar embættismenn eru á ferðalagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×