Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2015 13:47 Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. VÍSIR/STEFÁN Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“ Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“
Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30