Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2015 13:47 Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. VÍSIR/STEFÁN Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“ Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“
Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Sjá meira
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30