Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - Haukar 22-24 | Janus fór á kostum í toppslagnum Anton Ingi Leifsson skrifar 19. nóvember 2015 21:30 Janus Daði var óstöðvandi í kvöld. Vísir/vilhelm Haukar sitja einir á toppi Olís-deildar karla eftir þrettán leiki, en þeir unnu Fram i toppslag deildarinnar í kvöld, 24-22. Janus Daði Smárason var magnaður í liði Hauka og skoraði þrettán mörk. Staðan var 12-11 fyrir Hauka í hálfleik, en Fram byrjaði síðari hálfleikinn frábærlega og náðu mest fjögurra marka forystu. Íslandsmeistararnir frá því í fyrra voru ekki dauðir úr öllum æðum, þeir komu til baka og unnu að lokum, 24-22, með Selfyssinginn Janus fremstan í flokki. Haukarnir byrjuðu betur og þar fór fremstur í flokki Janus Daði Smárason sem lék á alls oddi í fyrri hálfleik. Munurinn var orðinn þrjú mörk eftir níu mínútna leik, 5-2, en Framarar voru þó aldrei langt undan. Sterkur varnarleikur beggja liða var aðalsmerki fyrri hálfleiks og markverðir beggja liða voru í miklu stuði. Framarar jöfnuðu fyrsta í skipti í 10-10 á 27. mínútu frá því að staðan hafi verið 0-0, en staðan í hálfleik var 12-11 eftir að títtnefndur Janus Daði Smárason skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Hann skoraði átta mörk í fyrri hálfleik. Tapaðir boltar voru ekki svo margir í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hraðinn hafi verið mikill, en fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur og spennandi. Arnar Freyr Arnarsson kom Fram í fyrsta skipti yfir í leiknum þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en hann kom Fram þá í 13-12. Það er ljóst að Guðlaugur hefur lagt línurnar vel í hálfleik því Fram skoraði fjögur gegn einu marki Hauka fyrstu átta mínútur síðari hálfleik og staðan skyndilega 17-13 Fram í vil. Eftir það fóru Haukarnir að spila svipaðan bolta og í fyrri hálfleik; hraðan og góðan og stilltu upp í leikkerfi, en í upphafi síðari hálfleiks var mikið óðagot og vörn Fram var hreyfanleg og góð. Heimir Óli Heimisson minnkaði muninn í 19-18 þegar tæpar tólf mínútur voru til leiksloka og ljóst að lokamínúturnar myndu vera gífurlega spennandi. Janus Daði Smárason jafnaði svo fyrir Haukana þegar átta mínútur voru eftir og hann skoraði tvö af síðustu fimm mörkum Hauka sem unnu að lokum tveggja marka sigur. Þeir voru sterkari á lokakaflanum og nýttu alla sína reynslu sem þeir höfðu í sínum herbúðum. Lokatölur 24-22 og Haukarnir einir á toppi Olís-deildarinnar. Þetta var risastór sigur hjá Gunnari Magnússyni og hans lærisveinum. Þeir hafa nú unnið bæði Val og Fram, liðin sem eru í tveimur næstu sætum við þá, í síðustu þremur leikjum og virka ógnasterkir. Janus Daði skoraði þrettán mörk og dró Haukaliðið að landi þegar mest á reyndi og Giedrius var sem fyrr frábær í markinu. Um helgina mæta Haukarnir liði St. Raphael frá Frakklandi í EHF-bikarnum, en liðin mætast á Ásvöllum á sunnudaginn. Það verður risastórt verkefni, en með liði St. Raphael leikur Arnór Atlason. Það verður fróðlegt að sjá hvar Haukarnir standa gegn einu af toppliðum frönsku úrvalsdeildarinnar. Þetta er sárgætilegt fyrir Framara sem léku lengst af virkilega vel. Þeir klúðruðu þessum dálítið sjálfir, en eflaust fór mikið púður í að ná svona góðu forskoti í upphafi síðari hálfleiks. Óðinn Þór var frábær í liði Fram, en hann skoraði átta mörk og Kristófer Fannar varði vel í markinu. Sjö leikja sigurganga Fram á enda, en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar.Adam Haukur gerði fimm mörk í kvöld.vísir/vísirJanus: Sendum ákveðin skilaboð hérna í kvöld „Það var mikilvægt að vinna. Þetta var orðinn smá skita hérna í síðari hálfleik, en við sýndum það að við erum mjög góðir þegar við leggjum okkur fram,” sagði Janus Daði Smárason, leikstjórnandi Hauka, í samtali við Vísi. Hann var magnaður í kvöld og skoraði þrettán mörk. „Mér finnst við eiga að vera vinna með stærri mun í hálfleik. Kristófer var góður í markinu; ég klikkaði einu víti og ég held að við förum með fjögur línufæri eða eitthvað álíka.” „Sóknarlega fannst mér við spila mjög vel gegn sterku varnarliði Fram í fyrri hálfleik, en við náðum bara ekki að drulla boltanum yfir línuna.” Smá óðagot var á sóknarleik Hauka í upphafi síðari hálfleiks; þeir stilltu lítið sem ekkert upp í leikkerfi og menn ætluðu að vinna þetta upp á sínar eigin spýtur. Janus tekur undir það. „Maður datt aðeins í veðhlaupahestinn; bara beint fram. Við fórum þá full mikið í “kontakt” og vorum full kyrrstæðir. Leið og boltinn fór að rúlla aftur þá gekk þetta miklu betur.” „Við sendum ákveðin skilaboð hérna í kvöld. Við erum ekki mættir til að vera með - heldur ætlum að vera á toppnum.” Haukar eru á leið í spennandi Evrópuverkefni um helgina, en þeir mæta franska liðinu St. Raphael í Evrópukeppnini. Með liðinu leikur Arnór Atlason, en St. Raphael er eitt af toppliðunum í frönsku úrvalsdeildinni. „Mér líst mjög vel á það. Núna er það bara að hvíla á sig, en við viljum endilega fá fólk á Ásvelli á sunnudaginn og við munum leggja okkur fram til þess að vinna heimaleikinn,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.Guðlaugur: Gerist nánast ekki grátlegra „Það gerist nánast ekki grátlegra,” voru fyrstu viðbrögð Guðlaugar Arnarssonar, þjálfara Fram, eftir tapleikinn í kvöld í samtali við Vísi. Framarar voru lengi vel inni í leiknum, en lítið var eftir af bensíninu undir lokin. „Þetta var jafn leikur og hann gat fallið báðu megin. Maður er alltaf drullusvekktur að tapa.” Fram byrjaði síðari hálfleikinn frábærlega og komst mest fjórum mörkum yfir. Í það fór mikið púður og Guðlaugur var sammála því. „Það fór mikið púður í það og við erum að spila framliggjandi vörn gegn þeim. Þeir voru með Janus og hann var að fara illa með okkur, en einnig förum við með góð færi í stöðunni tveimur til þremur mörkum yfir.” „Við nýtum þá ekki nægilega vel þær opnanir sem við náum og þetta er bara vinnsla. Við erum alltaf að þróast.” Janus Daði reyndist Frömurum erfiður, en hann skoraði þrettán mörk og bar Haukaliðið að mestu leyti uppi. „Við áttum í mestum vandræðum með Janus varnarlega og við töpuðum þessum leik á sóknarmistökum hjá okkur. Við hleypum þeim inn í leikinn þannig, en þeir voru skynsamir og eru með gríðarlega sterka vörn og markmann.” „Ég er sáttur með mjög margt, en ég er svekktur með að tapa. Við erum áfram að stíga skrefið í rétta átt. Við erum áfram stoltir og höldum áfram með hlutina,” en Fram hafði fyrir leikinn unnið sjö leiki í röð í deildinni. „Við stefnum á sigur í næsta leik í næstu viku og það er bara æfing á morgun og mánudaginn. Við horfum bara mjög stutt fram í tímann í þessu,” sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira
Haukar sitja einir á toppi Olís-deildar karla eftir þrettán leiki, en þeir unnu Fram i toppslag deildarinnar í kvöld, 24-22. Janus Daði Smárason var magnaður í liði Hauka og skoraði þrettán mörk. Staðan var 12-11 fyrir Hauka í hálfleik, en Fram byrjaði síðari hálfleikinn frábærlega og náðu mest fjögurra marka forystu. Íslandsmeistararnir frá því í fyrra voru ekki dauðir úr öllum æðum, þeir komu til baka og unnu að lokum, 24-22, með Selfyssinginn Janus fremstan í flokki. Haukarnir byrjuðu betur og þar fór fremstur í flokki Janus Daði Smárason sem lék á alls oddi í fyrri hálfleik. Munurinn var orðinn þrjú mörk eftir níu mínútna leik, 5-2, en Framarar voru þó aldrei langt undan. Sterkur varnarleikur beggja liða var aðalsmerki fyrri hálfleiks og markverðir beggja liða voru í miklu stuði. Framarar jöfnuðu fyrsta í skipti í 10-10 á 27. mínútu frá því að staðan hafi verið 0-0, en staðan í hálfleik var 12-11 eftir að títtnefndur Janus Daði Smárason skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Hann skoraði átta mörk í fyrri hálfleik. Tapaðir boltar voru ekki svo margir í fyrri hálfleik þrátt fyrir að hraðinn hafi verið mikill, en fyrri hálfleikur var stórskemmtilegur og spennandi. Arnar Freyr Arnarsson kom Fram í fyrsta skipti yfir í leiknum þegar þrjár mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en hann kom Fram þá í 13-12. Það er ljóst að Guðlaugur hefur lagt línurnar vel í hálfleik því Fram skoraði fjögur gegn einu marki Hauka fyrstu átta mínútur síðari hálfleik og staðan skyndilega 17-13 Fram í vil. Eftir það fóru Haukarnir að spila svipaðan bolta og í fyrri hálfleik; hraðan og góðan og stilltu upp í leikkerfi, en í upphafi síðari hálfleiks var mikið óðagot og vörn Fram var hreyfanleg og góð. Heimir Óli Heimisson minnkaði muninn í 19-18 þegar tæpar tólf mínútur voru til leiksloka og ljóst að lokamínúturnar myndu vera gífurlega spennandi. Janus Daði Smárason jafnaði svo fyrir Haukana þegar átta mínútur voru eftir og hann skoraði tvö af síðustu fimm mörkum Hauka sem unnu að lokum tveggja marka sigur. Þeir voru sterkari á lokakaflanum og nýttu alla sína reynslu sem þeir höfðu í sínum herbúðum. Lokatölur 24-22 og Haukarnir einir á toppi Olís-deildarinnar. Þetta var risastór sigur hjá Gunnari Magnússyni og hans lærisveinum. Þeir hafa nú unnið bæði Val og Fram, liðin sem eru í tveimur næstu sætum við þá, í síðustu þremur leikjum og virka ógnasterkir. Janus Daði skoraði þrettán mörk og dró Haukaliðið að landi þegar mest á reyndi og Giedrius var sem fyrr frábær í markinu. Um helgina mæta Haukarnir liði St. Raphael frá Frakklandi í EHF-bikarnum, en liðin mætast á Ásvöllum á sunnudaginn. Það verður risastórt verkefni, en með liði St. Raphael leikur Arnór Atlason. Það verður fróðlegt að sjá hvar Haukarnir standa gegn einu af toppliðum frönsku úrvalsdeildarinnar. Þetta er sárgætilegt fyrir Framara sem léku lengst af virkilega vel. Þeir klúðruðu þessum dálítið sjálfir, en eflaust fór mikið púður í að ná svona góðu forskoti í upphafi síðari hálfleiks. Óðinn Þór var frábær í liði Fram, en hann skoraði átta mörk og Kristófer Fannar varði vel í markinu. Sjö leikja sigurganga Fram á enda, en þeir eru í þriðja sæti deildarinnar.Adam Haukur gerði fimm mörk í kvöld.vísir/vísirJanus: Sendum ákveðin skilaboð hérna í kvöld „Það var mikilvægt að vinna. Þetta var orðinn smá skita hérna í síðari hálfleik, en við sýndum það að við erum mjög góðir þegar við leggjum okkur fram,” sagði Janus Daði Smárason, leikstjórnandi Hauka, í samtali við Vísi. Hann var magnaður í kvöld og skoraði þrettán mörk. „Mér finnst við eiga að vera vinna með stærri mun í hálfleik. Kristófer var góður í markinu; ég klikkaði einu víti og ég held að við förum með fjögur línufæri eða eitthvað álíka.” „Sóknarlega fannst mér við spila mjög vel gegn sterku varnarliði Fram í fyrri hálfleik, en við náðum bara ekki að drulla boltanum yfir línuna.” Smá óðagot var á sóknarleik Hauka í upphafi síðari hálfleiks; þeir stilltu lítið sem ekkert upp í leikkerfi og menn ætluðu að vinna þetta upp á sínar eigin spýtur. Janus tekur undir það. „Maður datt aðeins í veðhlaupahestinn; bara beint fram. Við fórum þá full mikið í “kontakt” og vorum full kyrrstæðir. Leið og boltinn fór að rúlla aftur þá gekk þetta miklu betur.” „Við sendum ákveðin skilaboð hérna í kvöld. Við erum ekki mættir til að vera með - heldur ætlum að vera á toppnum.” Haukar eru á leið í spennandi Evrópuverkefni um helgina, en þeir mæta franska liðinu St. Raphael í Evrópukeppnini. Með liðinu leikur Arnór Atlason, en St. Raphael er eitt af toppliðunum í frönsku úrvalsdeildinni. „Mér líst mjög vel á það. Núna er það bara að hvíla á sig, en við viljum endilega fá fólk á Ásvelli á sunnudaginn og við munum leggja okkur fram til þess að vinna heimaleikinn,” sagði þessi frábæri leikmaður að lokum.Guðlaugur: Gerist nánast ekki grátlegra „Það gerist nánast ekki grátlegra,” voru fyrstu viðbrögð Guðlaugar Arnarssonar, þjálfara Fram, eftir tapleikinn í kvöld í samtali við Vísi. Framarar voru lengi vel inni í leiknum, en lítið var eftir af bensíninu undir lokin. „Þetta var jafn leikur og hann gat fallið báðu megin. Maður er alltaf drullusvekktur að tapa.” Fram byrjaði síðari hálfleikinn frábærlega og komst mest fjórum mörkum yfir. Í það fór mikið púður og Guðlaugur var sammála því. „Það fór mikið púður í það og við erum að spila framliggjandi vörn gegn þeim. Þeir voru með Janus og hann var að fara illa með okkur, en einnig förum við með góð færi í stöðunni tveimur til þremur mörkum yfir.” „Við nýtum þá ekki nægilega vel þær opnanir sem við náum og þetta er bara vinnsla. Við erum alltaf að þróast.” Janus Daði reyndist Frömurum erfiður, en hann skoraði þrettán mörk og bar Haukaliðið að mestu leyti uppi. „Við áttum í mestum vandræðum með Janus varnarlega og við töpuðum þessum leik á sóknarmistökum hjá okkur. Við hleypum þeim inn í leikinn þannig, en þeir voru skynsamir og eru með gríðarlega sterka vörn og markmann.” „Ég er sáttur með mjög margt, en ég er svekktur með að tapa. Við erum áfram að stíga skrefið í rétta átt. Við erum áfram stoltir og höldum áfram með hlutina,” en Fram hafði fyrir leikinn unnið sjö leiki í röð í deildinni. „Við stefnum á sigur í næsta leik í næstu viku og það er bara æfing á morgun og mánudaginn. Við horfum bara mjög stutt fram í tímann í þessu,” sagði Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Sjá meira