Vöxtur í framkvæmdum kallar á innflutt vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2015 20:59 Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Meira hefur borið á því á undanförnum mánuðum og misserum en áður að brotið sé á erlendu launafólki sem kemur hingað til lands vegna tímabundinna verkefna. Dæmi eru um fólk á launum sem eru langt undir gildandi kjarasamningum á Íslandi. Heldur hefur lifnað yfir framkvæmdum á Íslandi á undanförnum misserum og samtímis fjölgar málum hjá Alþýðusambandi Íslands þar sem grunur leikur á að verið sé að snuða erlent launafólk. Dæmi eru um langan vinnutíma alla daga vikunnar og að launamenn séu verktakar á launum sem þegar upp er staðið eru langt undir kjarasamnngum á Íslandi.Eru ekki lög á Íslandi sem banna slíkt? „Jú. Meginreglan er sú að þessir starfsmenn, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, eiga að njóta kjara og annarra réttinda samkvæmt íslenskum kjarasamningum og lögum. Það er grundvallaratriði hjá okkur,“ segir Halldór Grönvold aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambandins. Þetta fólk eigi einnig að njóta réttar til orlofs, veikindaleyfis, aðbúnaðar og svo framvegis. Gert sé ráð fyrir að vinnumarkaðurinn vaxi um fimm þúsund störf á næstu misserum. „Það eru ekki Íslendingar til að vinna þessi verk. Þannig að þá er eini kosturinn að flytja inn erlent launafólk. Eins og við þekkjum er það gjarnan gert þannig að það er verið að gera tilraunir til að misnota þetta fólk með einhverjum hætti. Og sjá til þess að það njóti þá ekki þeirra réttinda og kjara sem því ber,“ segir Halldór. Dæmi séu um að útlendingar sem lendi í vinnuslysi séu svo illa tryggðir að þeir séu fluttir úr landi í stað þess að njóta heilbrigðisþjónustu hér á landi. Í sumar kom upp mál við framkvæmdir á Þeistareykjum fyrir norðan vegna kjara starfsmanna hjá pólsku undirverktakafyrirtæki hjá LNS Sögu. Það mál leysist hins vegar farsællega milli fyrirtækjanna og verkalýðsfélaga á Húsavík. Ásgeir Loftsson framkvæmdastjóri LNS segir fyrirtæki í Evrópu hafa nokkra mánaða aðlögunartíma þegar farið sé á milli landa og það gildi jafnt fyrir íslensk fyrirtæki í útlöndum og erlend fyrirtæki hér. „Það er náttúrlega algert skilyrði fyrir okkur að menn uppfylli íslensk lög og reglur. Þess vegna settum við það sem kröfu í okkar verksamninga. Svo hjálpum við mönnum við að koma þessu í réttan farveg ef þörf er á,“ LNS verktakar fengu nýlega það verkefni að byggja nýtt sjúkrahótel við Landsspítalann sem fyrsta skóflustunga var tekin af í síðustu viku. „Við erum svosem ósköp litblindir á hvaðan menn koma. Starfsmenn okkar koma frá mörgum löndum. Bæði frá Íslandi og hinum stóra heimi. Þar verða líka undirverktakar, bæði íslenskir og kannski útlenskir líka,“ segir Ásgeir. LNS verktakar eru með starfsemi á Íslandi og í Noregi. Hjá fyrirtækinu vinna um 400 manns og segir Ásgeir um helming starfsfólks í hvoru landi vera útlendinga. Það séu síðan fjölbreyttar ástæður fyrir því að leitað sé til undirverktaka um einstaka hluta þeirra verkefna sem fyrirtækið fáist við.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira