Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 20:00 Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey. Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey.
Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Innlent Fleiri fréttir Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Sjá meira