Líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn ISIS Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 20:00 Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Sérfræðingur í málefnum Rússlands og öryggismálum í Evrópu telur líklegt að Rússar og Vesturlönd taki höndum saman gegn Íslamska ríkinu, þrátt fyrir ágreining vegna aðgerða Rússlands í Úkraínu, og deilna um framtíðarskipulag í Sýrlandi. Andrew Cottey er deildarforseti stjórnmálafræðideildar háskólans í Cork á Írlandi, og höfundur bókar um öryggismál í Evrópu á 21 öld. Hann flutti fyrirlestur á vegum alþjóðastofnunar í Norræna húsinu í dag þar sem hann talaði um breytta heimsmynd í kjölfar átakanna í Úkraínu og hernaðaríhlutun Rússa í Sýrlandi, sem skapað hafa mikla spennu í samskiptum Rússlands og Vesturlanda. Hryðjuverkin í París gætu þó orðið til þess að breyta stöðunni töluvert. „Ég held að þetta muni hafa áhrif. Það virðast vera horfur á nýrri samvinnu á milli Rússa og Vesturlanda, þar sem þau hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta í að sigra Íslamska ríkið. Við verðum að sjá hvernig það verður byggt upp með tímanum,“ segir Andrew. Þannig munu leiðtogar Rússlands og Vesturlandanna líklega taka á næstunni höndum saman gegn hryðjuverkasamtökunum. „Frá sjónarhóli Vesturlanda eru mörg vandamál varðandi Rússland og öfugt. En fyrir báða er Íslamska ríkið stærri óvinur einmitt núna. Ef við lítum á það sem gerðist á götum Parísar er skiljanlegt að það hafi forgang fyrir evrópskan almenning, bandarískan almenning og jafnvel rússneskan almenning. Ég held að núna og á komandi mánuðum, eða jafnvel árum, getur baráttan við Íslamska ríkið orðið miðlæg í öllum þessum löndum,“ segir Andrew. Slíkt samstarf myndi þó ekki leysa allan vandann. „Rússarnir munu vafalaust sjá þetta sem tækifæri til að laga að hluta sambandið við Vesturlönd. En fyrir Pútín forseta verður sennilega erfitt heima fyrir að láta undan vestrænum þrýstingi. Ég held að við munum sjá blandað samstarf, það verður að hluta til kannski hagnýtt samstarf hvað varðar Íslamska ríkið og hryðjuverkastarfsemi, en á sama tíma verða önnur vandamál í Evrópu áfram til staðar,“ segir Andrew Cottey.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira