Vitni ákæruvaldsins vann matsgerðir fyrir Lárus Welding Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 17:36 Lárus Welding í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis. Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
Hersir Sigurgeirsson, sem ákæruvaldið kallaði til sem vitni í Stím-málinu í dag, vann matsgerðir vegna málsins fyrir Lárus Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sem er einn af ákærðu í málinu. Spurningar ákæruvaldsins til Hersis snerust um skuldabréf sem einn fagfjárfestasjóða Glitnis keypti af Sögu Capital í ágúst 2008 en Hersir var framkvæmdastjóri áhættustýringar Sögu. Lárus er ekki ákærður vegna kaupa Glitnis á skuldabréfinu heldur er hann ákærður fyrir 20 milljarða króna lán til Stím í nóvember 2007. Er honum gefið að sök að hafa farið út fyrir heimildir sínar með lánveitingunni og skapað Glitni fjártjónshættu með henni.Gerði athugasemdir við spurningar verjandans Óttar Pálsson, verjandi Lárusar, spurði Hersi út í matsgerðirnar sem eru á meðal gagna málsins.Hólmsteinn Gauti Sigurðsson sækir málið fyrir hönd sérstakan saksóknara.vísir/anton brinkHólmsteinn Gauti Sigurðsson, saksóknari í málinu, gerði athugasemdir við það og sagði Hersi ekki vera dómkvaddan matsmann. Dómarar réðu þá ráðum sínum og ákváðu í kjölfarið að leyfa spurningar í samræmi við það að matsgerðirnar lægju fyrir á meðal gagna málsins. Óttar fékk Hersi, sem er dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, til að leggja mat á hugsanlegt fjártjón Glitnis eftir viðskiptin við Stím. Kom það fram fyrir dómi að Hersir taldi viðskiptin hafa dregið úr fjárhagslegri áhættu Glitnis og að útilokað væri að hans mati að Lárus hefði skapað bankanum fjártjónshættu með þeim.Fékk annan aðila til að leggja mat á fjártjónshættuna Símon Sigvaldason, dómsformaður, spurði svo Hersi hvort hann hefði haft stöðu vitnis í málinu á rannsóknarstigi og verið kallaður til yfirheyrslu hjá lögreglu vegna þess. Svaraði hann því játandi en verjandi Lárusar benti þá að hann hefði ekki gefið skýrslu hjá lögreglu vegna mála sem vörðuðu hans umbjóðanda. Þar að auki kvaðst Óttar hafa beðið um matsgerð frá öðrum sérfræðingi, Gylfa Magnússyni, en fram hafði komið að niðurstöður hennar voru nánast nákvæmlega þær sömu og niðurstöður Hersis.
Stím málið Tengdar fréttir „Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00 Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00 Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55 Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20 „Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fleiri fréttir Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Sjá meira
„Ef ég væri Lalli liði mér djöfulli illa með mína stærstu hluthafa í svona skítamálum“ Fyrrverandi forstjóri Sögu Capital skildi það sem svo að Hannes Smárason hafi verið búinn að panta hlutabréf í FL Group og Glitni en síðan "gengið úr skaftinu vegna fjárhagsörðugleika.“ Þess vegna hafi verið stofnað til Stím-viðskiptanna. 17. nóvember 2015 12:00
Minnið brást vitnum í Stím-málinu Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson gáfu skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 18. nóvember 2015 15:00
Vitni í Stím-málinu neitaði alfarið að tjá sig fyrir dómi Elmar Svavarsson, sem var verðbréfamiðlari í Glitni fyrir hrun, var kallaður til sem vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 09:55
Vitni í Stím-málinu: „Er þetta ekki 2008 í hnotskurn?“ Helga Hlín Hákonardóttir, sem var framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Sögu Capital, bar vitni í Stím-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 18. nóvember 2015 11:20
„Þú verður bara að segja að ég hafi sagt þér að gera þetta“ Magnús Pálmi Örnólfsson, fyrrverandi starfsmaður Glitnis, er lykilvitni í Stím-málinu en hann breytti framburði sínum í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara og veitti embættinu upplýsingar gegn því að hann nyti friðhelgi frá saksókn í málinu. 17. nóvember 2015 14:34