Viðskipti erlent

Samsung þróar snjallan samlokusíma

Sæunn Gísladóttir skrifar
Þeir sem sakna gómlu góðu samlokusímanna munu koma til með að elska nýja Samsung símann.
Þeir sem sakna gómlu góðu samlokusímanna munu koma til með að elska nýja Samsung símann. Vísir/Samsung
Fyrir áratug síðan voru flestir vopnaðir svokölluðum samlokusímum, sem hentuðu einstaklega vel í að skella á viðmælanda. Margir sakna þeirra eflaust enda hafa þeir dottið úr tísku og vikið fyrir snjallsímum Apple og Android. Aðdáendur samlokusíma geta hins vegar glaðst á ný því Samsung er að þróa snjalla samlokusíma.

Nýr sími Samsung, sem ber heitið SM-W2016 er snjallsími en er með útlit gömlu samlokusímanna. Android síminn er með tvo skjái, á báðum hliðum efri hlutans, 64 GB af minni og keyrir á Android 5.1.1 Lollipop stýrikerfinu.

Þeir sem vilja geta nýtt sér gamla góða lyklaborðið á símanum. Talið er að síminn gæti slegið í gegn sem nostalgíu gripur. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×