NBA: Curry með 37 stig og Golden State vann tólfta leikinn í röð | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2015 06:48 Stephen Curry fagnar körfu í leik Golden State Warriors í nótt. Vísir/Getty NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í nótt þegar liðið vann spennuleik á móti Toronto. Warroirs-liðið hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki tímabilsins. Kristaps Porzingis er enn að stela senunni í New York og LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu sínum öðrum leik í röð.Stephen Curry var með 37 stig og 9 stoðsendingar í 115-110 heimasigri Golden State Warriors á Toronto Raptors. Klay Thompson skoraði 19 stig og Andrew Bogut var með 13 stig. Golden State hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki sína og síðustu NBA-meistararnir til að ná því voru Michael Jordan og félagar 1996-97. Toronto Raptors liðið var ekki auðveldur andstæðingur en Golden State missti niður 18 stiga forskot og það var spenna á lokamínútum leiksins. Stephen Curry og Klay Thompson klikkuðu báðir á víti í lokin en það kom ekki að sök og Warriors eru áfram að elta söguna. Þetta er besta byrjunin í NBA-deildinni síðan að Dallas Mavericks vann fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 2002-03 en nú eru bara þrír sigurleikir í það að Golden State jafni met Washington Capitols liðsins frá 1948-49 og Houston Rockets liðsins frá 1993-94 yfir bestu byrjun sögunnar í NBA-deildinni.Nýliðinn Kristaps Porzingis setti nýtt persónulegt met með því að skora 29 stig þegar New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets. Áhorfendurnir í New York sungu "Por-zing-is! Por-zing-is!," í seinni hálfleiknum en þessi 20 ára og 221 sentímetra hái Letti er heldur betur að slá í gegn í New York. Carmelo Anthony var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Knicks en Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 31 stig.Andre Drummond var með 25 stig og 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 104-99 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var annað tap Cleveland-liðsins í röð. LeBron James skoraði 23 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum en Detroit gekk vel að loka á hann í þeim seinni.Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Denver Nuggets vann 115-98 útisigur á New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir töpuðu ekki bara leiknum heldur misstu einnig stjörnuna sína Anthony Davis útaf meidda á vinstri öxl.Andrew Wiggins var með 24 stig og Zach LaVine bætti við 17 stigum þegar Minnesota Timberwolves vann 103-91 útisigur á Miami Heat. Hassan Whiteside, miðherji Miami, var með 22 stig, 14 fráköst og 10 varin skot í leiknum en Miami tapaði fjórða leikhlutanum 41-22.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-86 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 90-88 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 104-99 Miami Heat - Minnesota Timberwolves 91-103 New York Knicks - Charlotte Hornets 102-94 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 98-115 Golden State Warriors - Toronto Raptors 115-110 NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
NBA-meistarar Golden State Warriors héldu sigurgöngu sinni áfram í nótt þegar liðið vann spennuleik á móti Toronto. Warroirs-liðið hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki tímabilsins. Kristaps Porzingis er enn að stela senunni í New York og LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu sínum öðrum leik í röð.Stephen Curry var með 37 stig og 9 stoðsendingar í 115-110 heimasigri Golden State Warriors á Toronto Raptors. Klay Thompson skoraði 19 stig og Andrew Bogut var með 13 stig. Golden State hefur þar með unnið tólf fyrstu leiki sína og síðustu NBA-meistararnir til að ná því voru Michael Jordan og félagar 1996-97. Toronto Raptors liðið var ekki auðveldur andstæðingur en Golden State missti niður 18 stiga forskot og það var spenna á lokamínútum leiksins. Stephen Curry og Klay Thompson klikkuðu báðir á víti í lokin en það kom ekki að sök og Warriors eru áfram að elta söguna. Þetta er besta byrjunin í NBA-deildinni síðan að Dallas Mavericks vann fjórtán fyrstu leiki sína tímabilið 2002-03 en nú eru bara þrír sigurleikir í það að Golden State jafni met Washington Capitols liðsins frá 1948-49 og Houston Rockets liðsins frá 1993-94 yfir bestu byrjun sögunnar í NBA-deildinni.Nýliðinn Kristaps Porzingis setti nýtt persónulegt met með því að skora 29 stig þegar New York Knicks vann 102-94 sigur á Charlotte Hornets. Áhorfendurnir í New York sungu "Por-zing-is! Por-zing-is!," í seinni hálfleiknum en þessi 20 ára og 221 sentímetra hái Letti er heldur betur að slá í gegn í New York. Carmelo Anthony var með 18 stig og 11 fráköst fyrir Knicks en Kemba Walker var atkvæðamestur hjá Charlotte með 31 stig.Andre Drummond var með 25 stig og 18 fráköst þegar Detroit Pistons vann 104-99 sigur á Cleveland Cavaliers en þetta var annað tap Cleveland-liðsins í röð. LeBron James skoraði 23 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleiknum en Detroit gekk vel að loka á hann í þeim seinni.Ítalinn Danilo Gallinari skoraði 32 stig þegar Denver Nuggets vann 115-98 útisigur á New Orleans Pelicans. Pelíkanarnir töpuðu ekki bara leiknum heldur misstu einnig stjörnuna sína Anthony Davis útaf meidda á vinstri öxl.Andrew Wiggins var með 24 stig og Zach LaVine bætti við 17 stigum þegar Minnesota Timberwolves vann 103-91 útisigur á Miami Heat. Hassan Whiteside, miðherji Miami, var með 22 stig, 14 fráköst og 10 varin skot í leiknum en Miami tapaði fjórða leikhlutanum 41-22.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt Washington Wizards - Milwaukee Bucks 115-86 Brooklyn Nets - Atlanta Hawks 90-88 Detroit Pistons - Cleveland Cavaliers 104-99 Miami Heat - Minnesota Timberwolves 91-103 New York Knicks - Charlotte Hornets 102-94 New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 98-115 Golden State Warriors - Toronto Raptors 115-110
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli