Búið er að aflýsa leiknum vegna sprengjuhættu og berast nú fréttir af sjúkrabíl sem var fullur af sprengiefnum sem og að sprengibúnaður hafi fundist sem átti að sprengja á vellinum.
Sjá einnig: Fundu sjúkrabíl fullan af sprengiefnum
Völlurinn var rýmdur og allir sendir heim. Lögreglan tók að sér að koma þýska landsliðinu og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, í skjól.
Gullit sagði á Twitter nú fyrir skömmu að hann væri á heimleið og birti myndband af ástandinu fyrir utan leikvanginn í Hannover. Það má sjá hér að neðan.
On my way home after the suspended game #germany #holland pic.twitter.com/NH8RfZpwHD
— Ruud Gullit (@GullitR) November 17, 2015