Fótbolti

Leikvangurinn rýmdur og hætt við leik Þýskalands og Hollands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vopnaður lögreglumaður fyrir utan leikvanginn í Hannover í kvöld.
Vopnaður lögreglumaður fyrir utan leikvanginn í Hannover í kvöld. vísir/getty
Óttinn við hryðjuverk heldur áfram að hafa áhrif á fótboltaleiki kvöldsins.

Áður var búið að fresta leik Belga og Spánverja af ótta við hryðjuverk. Nú undir kvöld var síðan ákveðið að slá af leik Þýskalands og Hollands sem átti að fara fram í Hannover.

Leikurinn átti að hefjast eftir rúman klukkutíma og áhorfendur voru mættir þegar ákvörðunin var tekin.

Leikvangurinn var í kjölfarið rýmdur en ekki hefur verið gefið út af hverju. Eins og sjá má að neðan er Ruud Gullit á meðal áhorfenda og hann var að bíða eftir útskýringum. Grunsamlegur maður er sagður hafa sést fyrir utan völlinn en meira er ekki vitað á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×